Réttur - 01.07.1937, Page 22
aldamót koma tvenn tilfinnanleg óáran yfir íslenzkan
landbúnað. önnur var á 9. tug aldarinnar og orsökuð-
ust af óvenjulegu harðæri fyrstu ár þess tugar. Þá
komst sauðfé landsmanna niður í full 400 þús. árið
1889 úr 524, 516 árið 1881 og íbúum landsins fækkaði
um hálft þriðja þúsund, því að óvenjulegir mannflutn-
ingar voru af völdum harðæranna, bæði til Vestur-
heims og annars heims, og jöfnuðust þannig dálítið
hlutföllin milli mannfólks og sauðkinda. Ekki lét lög-
gjafarvaldið þessi vandamál til sín taka nema að litlu
leyti. Árin 1886—89 var þó veitt allmikil linun á
skatti á ábúð og afnotum jarða og landsfé. En aftur
á móti voru aðgerðir þess skarpari, þegar aftur harðn-
aði að fyrir landbúnaðinum undir áramótin. Þá fækk-
aði aftur sauðfé landsmanna úr nærri 600 þús. 1896
og í 462 þús. 1902, og þótt nú færi mannf jöldi vaxandi
hér á landi með ári hverju, þá er það fyrst með árinu
1898, að fólki fer fækkandi í sveitinni. Þá er farið að
hlynna að landbúnaðinum á nýjan hátt. 1899 voru
gefin út lög um verðlaun fyrir útflutt smjör. Á þann
hátt átti að hjálpa bændum og hvetja til að fram-
leiða nýjar vörur fyrir nýjan markað og svara þannig
erfiðleikum þessara ára, sem áttu rætur sínar í því,
að sauðasalan til Englands hafði brugðizt. Verðlaunin
voru miðuð við minnst 300 punda útf lutning frá manni
eða félagi, kom þó ekki til greina nema verð færi yf-
ir 75 aura pundið, en nam þá jafnmiklu og verðið fór
yfir það lágmark og var þannig samhliða stefnt að
því hvorutveggja að verðlauna vörumagn og vöru-
gæði. Þessi verðlaun orkuðu líka óefað mjög mikið
að tilætluðu marki. Rjómabúin þjóta upp hvert af
öðru víðsvegar um land, og á skömmum tíma tekst að
gera smjörið að útgengilegri verzlunarvöru. Á fjár-
lögum fyrir árin 1902 og 1903, sem samþykkt voru
1901, er áætlað til þessara verðlauna aðeins ein þús.
króna. En fjórum árum síðar er þessi sami liður áætl-
aður 36 þúsundir.
182