Réttur


Réttur - 01.07.1937, Page 23

Réttur - 01.07.1937, Page 23
Og nú er jafnframt farið að gera fyrstu ákveðnu ráðstafanirnar til að ýta undir aukna ræktun landsins. Áður hafði varla nokkuð verið gert í þá átt, þegar undan er skilinn styrku sá, er búnaðarfélögin úthlut- uðu fyrir unnar jarðabætur. Á árunum 1899 og til 1904 fækkar býlum á landinu um 470 og yrkt tún minnka af þeirri ástæðu. Þau höfðu aukist jafnt og þétt úr 31 þús. dagsl. 1885 og í 54 þús. og 5 hundruð dagslátturl899. En á landbúnaðarskýrslum fyrir árið 1901 eru tún talin aðeins tæp 53 þúsund dagsl. og svipuð tala næstu þrjú ár á eftir, aðeins örlítið lækk- andi. |Hér þurfti því sérstakra aðgerða við, ef allt í einu átti að breyta búskaparháttum í það horf, að fengin yrði til markaðar vara, sem framleidd var af ræktuðu landi, í stað sauðanna, sem fengu að mestu uppeldi sitt á óljábærum heiðarbælum og mosaþemb- um. Flokkun fjársins þessi ár stafaði auðsjáanlega ineðfram af því, að bændur þurftu að fella stofnféð til nauðsynjakaupa, þegar sauðasalan brást. Það var svona langt frá því að þeir höfðu nokkurt fé fram að leggja til ræktunar. Aukin ræktun var því óhugsan- leg, nema bændum væri séð fyrir lánum og þeim hag- kvæmum, því að önnur lán gátu vitanlega ekki komið þeim að gagni. Aldamótaárið er stofnaður Ræktunarsjóður íslands og mætti það af þeim ástæðum teljast tímamótaár í sögu ladbúnaðarins á íslandi, svo mikla þýðingu hefði hann fyrir aukna ræktun landsins, og með honum er það viðurkennt, að landbúnaðurinn þarfnist sérstakr- ar lánstofnunar, með sérstökum lánskjörum við hans hæfi. Sjóðurinn var stofnaður með andvirði allra þeirra þjóðjarða, sefn seldar höfðu verið frá árslokum 1883 og í skipulagsskrá sjóðsins var einnig svo á- kveðið, að til hans skyldi einnig renna andvirði þeirra þjóðjarða, er síðar yrðu seldar. Þetta þjóðarfé var tæp 150 þús. krónur við stafnun sjóðsins. Sjóðnum átti að verja til lánveitinga til jarðabóta, en vöxtum átti að 183

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.