Réttur


Réttur - 01.07.1937, Side 26

Réttur - 01.07.1937, Side 26
.Arthur Köstleri á Spáni. Breiðfylkingin „Vakna þú Spánn!“ (Brot úr I. kafla bókarinnar, „Ferð til höfuðstöðva uppreisnarmanna“ ). Frá Lissabon til landamærastöðvarinnar Ayamonte, er farið með áætlunarlest. Áin Guadiana skiptir lönd- um. Við erum fluttir yfir á ferju. Á þessum stað er engin brú. Á þessum stað vörpuðu flóttamenn sér í ána fyrir þrem dögum, og reyndu að komast á sundi inn yfir landamærin í hlutlaust land, að því er þeir hugðu. Breiðfylkingarmenn skutu á eftir þeim úr byssum sínum, og með því að Portúgölum á hinum bakkanum þótti þetta góð dægradvöl, gerðu þeir slíkt hið sama. Ekki einn einasti af föngunum náði landi lifandi. Hefði einhver gert það, hefði hann verið send- ur yfir um aftur. Milli Ayamonte ogSevilla gengur almenningsbifreið. Þjóðvegurinn liggur um Huelva og La Palma del Condodo, það er segja um hérað, sem verið hefir í höndum uppreisnarmanna frá byrjun að kalla. Samt virðist megnasti glundroði ríkja í þeim þorpum, sem við förum um. í hverjum smábæ, sem við komum til endurtekur sig sami gráthlægilegi leikurinn: bifreiðin stanzar, hópur mapna, sem áður sátu masandi undir ráðhúsinu, kasta sígarettum frá sér, grípa byssurnar, umkringja bílana. Útlit þeirra vekur ekki traust manns. Ef maður ætti ekki að vita að þeir eiga að halda uppi lögum og reglu, myndi maður halda, að þeir væru stigamenn. „Vakna þú Spánn — allir út úr bílunum!“ Nú hefst ákaflega óþægileg rannsókn á vegabréfum og far- angri. Hlaupin á hlöðnum byssunum aðstoða við það verk. Við erum flest vel til fara í bílnum. Hinn eini grunsamlegi, er ungur maður í vinnufötum. Hann er 186

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.