Réttur - 01.07.1937, Qupperneq 27
sá eini, sem var færður úr fötunum. Þegar við vorum
að fara frá Huelva, eftir sjöttu eða sjöundu skoðunar-
ferðina, segir hann eitthvað í mótmælaskyni. Hann
fær hnefahögg á kinnina, fölnar upp en þegir. Lög-
reglumaðurinn lítur útJ eins og ekkert hafi ískorist.
Við ókum okkar leið.
Á hinni 150 kílómetra leið frá Ayamonte til Sevilla
vorum við ellefu sinnum rannsökuð. Við höfum hepn-
ina með okkur og náum öll til Sevilla, því þetta var
fyrir hádegi og rannsóknararnir voru því ódrukknir
ennþá. Fari bifreið þessa sömu leið að kvöldlagi, losn-
ar hún venjulega við allmikinn hluta farþeganna á
leiðinni. Það eru helst verkamenn og aðrir daglauna-
menn. Fasistum geðjast aldrei að þeim, Þeim leiðist,
og vilja þessvegna hafa eitthvað til að dunda við á
nóttunni.
■i” -k
Burðarmaðurinn á „Hotel Madrid“ í Sevilla, sem
bar farangur minn frá viðkomustöð bifreiðarinnar
uppá hótelið, kunni svolítið í frönsku og gladdist yfir
því, að geta nú komið þekkingu sinni í peninga. Hann
sneri sér að mér mjög einlæglega: „Þér eruð vel
geymdur á hótelinu hiá okkur, þar hafið þér ekk-
ert að óttast. Síðustu dagana hafa bara verið tvær
handtökur. Annar er franskur blaðamaður. Seguridad
lét sækja hann hingað á hótelið kl. 3 í dag, til að at-
huga vegabréfið hans, honum verður sennilega sleppt
fljótt aftur. Hinn er Englendingur frá Gibraltar, sem
skrifaði sig, Belton hershöfðingja í gestaskrána. Hann
kom í fyrradag og var strax tekinn fastur. Við send-
um honum mat í fangelsið tvo fyrstu dagana, en í dag
var maturinn sendur til baka. Annaðhvort hefir hann
verið skotinn eða honum hefir verið sleppt, annað-
hvort hefir hann verið njósnari eða þetta hefir verið
eintómur misskilningur. Eins og ég segi, hjá okkur
eruð þér í góðum höndum. En ef þér hefðuð farið á
187