Réttur


Réttur - 01.07.1937, Side 28

Réttur - 01.07.1937, Side 28
hótel „Christina“, þá er ekki víst að það hefði orðið yður eins þægilegt, því Christine er fullt af þýzkum herforingjum og þar halda þeir að allir ferðamenn séu njósnarar, ég ætla nú bara ekkert að segja ef þeir taJa frönsku «' ^ •¥: * Þrátt fyrir það að Sevilla er full af hermönnum, er það ekki herinn, sem mótar yfirbragð borgarinnar. Ríkjandi höfuðskepna um öll uppreisnarsvæðin, er fasistaflokkurinn, sem Primo de Rivera yngri stofn- aði, hin Spanska Breiðfylking (Phalange Espanola). í SeviJla stendur hús Breiðfylkingarinnar við Calle Trajano, Columbia-húsið. Ég var sjálfur sjónarvottur að því 28. ágúst, að flutningavagn kom með heilt hlass af herföngum úr RioTintonámunum og skilaði þeim inn í hús Breiðfylkingarinnar. Það var ægileg sjón. Fullur helmingur fanganna hafði sárabindi, sem blæddi í gegn um. Þeim var kastað ofan af bílnum eins og pokum. Götunni var lokað með tvöfaldri keðju af setuliðsmönnum, mannfjöldinn að baki hennar þagði. Þegjandi og þungbúið, á einskonar þögulli, ör- væntingarfullri sameining, stóð fólkið þarna í hálfa klukkustund fyrir framan bygginguna, starði á múr- vegginn og föla varðmennina — dreifði sér síðan. Það var að bíða eftir skotunum. En þau heyrðust ekki. Það er ekki skotið fyr en á nóttunni. Á kaffihúsum í Sevilla héngu tvö auglýsingaspjöld hvort við hliðina á öðru: Það fyrra bannar mönnum að 'tala um stjórnmál, hið síðara bíður mönnum að gerast sjálfboðaliðar í þjóðernishernum gegn þriggja peseta mála á dag. (í Portúgal lofa þeir sjálfboðaliðum til Spánar 12—15 pesetum). Hér gafst tækifæri til að horfa á störf nýliðaútboðsnefndarinnar í Sevilla, eina klukkustund. Tæpir þrjátíu umsækendur (ekki þar yfir), stóðu þar í röð. Fyrsta spurning, sem beint var til hvers um sig, er, hvort hann kunni að lesaog skrifa. 188

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.