Réttur


Réttur - 01.07.1937, Qupperneq 29

Réttur - 01.07.1937, Qupperneq 29
í>eim, sem ólæsir voru, um tíu, var skipaðísérstakaröð. Helmingur þeirra hlaut inntöku. (Það voru allt dag- launamenn, fátæklingar úr sveit). Af þeim, sem kunnu að lesa var aðeins einn tekinn. Það var sveitapiltur. Allir hinir voru sendir burt. — ÍJtboðsnefndum er fyr- irskipað, að hafna öllum, sem eru grunsamlegir. En „grunsamlegir" kallast iðnaðarverkamenn, atvinnu- leysingjar, menn, sem nota gleraugu og sveitafátækl- ingar ef „eitthvað sérstakt“ í fari þeirra þykir benda til þess, að þeir hafi kynnst byltingasinnuðum skoðun- um. Útboðsforingjarnir hafa þetta í huga, og ekki síð- ur varðstjórarnir. Árangur þessarar reglu sést í dæm- inu, sem ég nefndi: Af jafn hlægilega lágri tölu og þrjátíu, eru svo aðeins teknir sex. 1 Andalusíu ríkir eymdarástand. Félagslegar andstæður eru eins skarp- ar og í miðaldaþjóðfélagi. Þar hefir annar hver maður þetta „eitthvað sérstakt“ í fári sínu. Og þá erum við komnir að höfuð viðfangsefni spönsku uppreisnar- mannanna: hinum stöðuga skorti þeirra á mönnum. Þeir hafa yfirfljótanlegt af vopnum, en þeir hafa enga menn. Þeir geta engum þvingunarráðstöfunum beitt í stórum stíl, því fjöldinn er á móti þeim. Sér- hverjum byssusting, sem þeir neyddu bændur Anda- lúsíu eða Estremadura til að bera, yrði óðara snúið gegn hershöfðingjunum. Þeir verða að heyja hina j,þjóðlegu baráttu“ sína með leiguhersveitum frá Portúgal, með afkomendum erfðaóvinarins, Máranna í Afríku, með flugvélum frá Þýzkalandi og Ítalíu. Þeir, þessir svörtustu fjandmenn alþjóðahyggjunnar, heyja sitt stríð aðeins og eingöngu með stuðningi al- hjóðasamtaka hvítliðanna, sem exúndrekar og verk- færi hins blygðunarlausasta alþjóðaglæpamannasam- særis, sem Evrópa hefir nokkru sinni augum litið. 189

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.