Réttur


Réttur - 01.01.1984, Page 1

Réttur - 01.01.1984, Page 1
67. árgangur 1984 — 1. hefti ‘AWDS8GKASAFM 377300 isl awits Líklega verða eftirmæli núverandi ríkisstjórnar einhver hin verstu, er nokk- ur stjórn hefur fengið á landi hér. Hún gerist stórtæk og djörf, þegar hún tekur að níðast á sjúklingum, ekkjum, munaðarleysingjum og öðrum þeim, sem þurfa hjálpar við. Samtímis eys hún út fé til aðstoðar innrásarher morðingjaklíkunnar miklu: „hernaðar- og stóriðju-samsærinu" í Bandaríkjunum, — veitir bröskurum hverskonar ívilnanir og skattfríðindi og sóar takmarkalaust í „utanríkisþjónustu" í þágu Kanans. Ríkisstjórnin ætlaði og að reiða hátt til höggs gegn öllum launastéttum landsins: svifti þær með „lögum“ samningsrétti: skipaði þeim þar með á þræla- bekk, er misvitrir, en fégráðugir braskarar skyldu drottna yfir. Og um leið stal hún, — auðvitað með „lögum“, — ca. 30% af kaupi vinnandi fólks — til handa þeim ríku. En svo fékk ríkisstjórnin, leppar hinna amerísku auðdrottna, að sjá að ís- lensk alþýða lætur ekki bjóða sér fasista-aðferðir þeirra herra, er með „lýð- ræði“ hræsna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.