Réttur


Réttur - 01.01.1984, Page 5

Réttur - 01.01.1984, Page 5
Unga fólkið lætur að sér kveða En það er ekki aðeins í Dagsbrún sem hinn almenni verkamaður er að láta til sín taka. í Sókn fylktist félagsfólkið á átaka- fund þar sem samningur ASÍ og VSí var felldur með skýrum mun. Pað var athygli- vert að það var einkum yngra fólkið sem lét að sér kveða í andstöðunni og var síð- an kosið til að leiða samningagerðina. í þessu félagi hefur orðið mikil vakning, enda ekki furða miðað við þau kjör sem Sóknarfélögum er boðið upp á. Það verð- ur fróðlegt að fylgjast með þróuninni inn- an félagsins. Verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum og á Húsavík urðu reyndar fyrst til að brjóta niður ASÍ/VSÍ samninginn með því að ná fram umtalsverðum kjarabótum umfram það samkomulag. Og barátta starfsmanna í Alverinu við Straumsvík og verkfallsaðgerðir þeirra áttu líka sinn stóra þátt í að sýna að fólk var tilbúið til aðgerða vegna langvarandi óánægju með launamálin. Glæsilegur fundur kennara En það er ekki aðeins innan verkalýðs- félaga í Alþýðusambandinu sem vakning er að verða hjá hinum almenna félags- manni. Innan BSRB ber í því sambandi hæst sá fundur sem kennarar efndu til í Sigtúni þann 13. mars. Yfir eittþúsund kennarar sóttu þennan glæsilega fund. Þar urðu miklar umræður og urðu allir ræðumenn til að fordæma kjarasamninga BSRB og ríkisins. Þess var krafist að þeir yrðu felldir og störf kennara endurmetin til samræmis við breyttar aðstæður. Það kom fram í máli ræðumanna að laun og starfsskilyrði kennara væru óviðunandi. Þar voru gerðar ályktanir einróma þar sem krafist var mannsæmandi launa fyrir 5

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.