Réttur


Réttur - 01.01.1984, Side 19

Réttur - 01.01.1984, Side 19
fólks frá stofnun þess 1975 til 1979. Þessi þurra upptalning á öllum þeim mismunandi sviðum verkalýðshreyfingar- innar, sem Birni var falið að starfa á, gef- ur þeim, sem til slíkra starfa þekkir, nokkra hugmynd um hvílíka elju, fórn- fýsi og forustuhæfileika þurfti til þess að valda öllum þeim verkefnum, er þar varð að leysa af hendi. En áhugi Björns takmarkaðist ekki við ísland eitt. Sem góður sósíalisti skildi hann til fulls hve alþjóðahyggjan er nauð- synleg sósíalismanum og öllum þeim verkalýð, er ætlar sér fyrir alvöru að ná frelsi sínu og völdum. Þessvegna var Björn þátttakandi í stofnun Alþjóða- sambands verkalýðsfélaga 1945, átti sæti í 45 manna nefnd, er undirbjó stofnun þess. Þegar „hernaðar- og stóriðjuklíka“ Kananna hóf Kalda stríðið og lét kljúfa Alþjóðasambandið, hélt Björn tryggð sinni við þá, sem vilja einingu alls verka- lýðs gegn auðdrottnum heims. Og 1978 var Björn í Prag og mynd þá tekin af þeim fáu, sem enn voru á lífi af stofnend- um Alþjóðasambandsins, en þing þess var haldið þar. Björn var harður og hreinskilinn jafnt sem bardagamaður sem leiðtogi. Greinar hans og ræður báru einkenni mannsins: fá orð í fullri meiningu. Nánasti samstarfsmaður hans og vinur, Guðmundur P. Jónsson, segir réttilega svo frá einkalífi hans í eftirmælum í Þjóð- viljanum 31. janúar: „Björn var tvígiftur. Fyrri kona hans, 1925, var Brynhildur Magnúsdóttir verkamanns í Reykjavík Einarssonar og Katrínar Magnúsdóttur. Þau eignuðust einn son, Póri. Þau skildu. Seinni kona hans, 1959, var Guðný Sigurðardóttir al- þingismanns í Reykjavík og fyrrverandi formanns Dagsbrúnar Guðnasonar og k.h. Kristínar Guðmundsdóttur. Þau Guðný bjuggu sér hlýlegt og fallegt heim- Björn í viðtali við Álfheiði Ingadóttur um tímabil Koinmúnistaflokksins, sem hann kallar „Lang- skemmtilegasta tímabil ævi minnar“. (I Rétti 1981, bls. 36-38.) ili við Bergstaðastræti, svo af bar í smekk- vísi. Milli þeirra hjóna ríkti gagnkvæmt traust og skilningur. Björn talaði ekki oft um einkamál sín, en það duldist engum, sem til þekktu, að ást hans og virðing fyr- ir Guðnýju var einlæg. Pað var Birni mik- il gæfa að eiga Guðnýju að förunaut. í veikindum hans síðustu mánuðina veitti Guðný honum alla þá umhyggju og ástúð sem unnt er að veita.“ Verkalýður sá og samstarfsmenn aðrir, er með Birni unnu, munu ætíð minnast þessa góða baráttumanns. Ástvinum hans eru sendar innilegar samúðarkveðjur. EINAR OLGEIRSSON SKÝRINGAR: 1 Þeir Guðmundur Þ. Jónsson og Haraldur Jó- hannsson hafa lýst æskuárum Björns svo vel í „Þjóðviljanum" 31. janúar að ekki verður það endurtekið hér, en vísað til þeirra lýsinga fyrir þá, er vilja kynna sér hver kjör æsku verkafólks voru skömmtuð í þá tíð. Þeir, sem eigi tókst að brjóta á þessum tíma, hafa harðnað við. Svo var um Björn. 19

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.