Réttur


Réttur - 01.01.1984, Side 23

Réttur - 01.01.1984, Side 23
sjúkraliðar hafa hækkað verulega á undanförnum árum, þá er hægt að ímynda sér hvernig kjör hjá þeim voru áður. Við þekkjum svo öll laun annarra kvennastétta eins og fóstra, hjúkrunar- fræðinga, kennara sem allir hafa að baki töluvert nám en eru samt í lágum launa- flokkum. Nú er ég enginn sérstakur talsmaður þess að laun séu greidd eftir menntun — en það stingur í augu að allar þær starfs- stéttir með menntun að baki, þar sem konur eru í meirihluta, hafa mun lægri laun en hefðbundnar karlastéttir með jafnlangt nám að baki. Nægir að benda á B.S. hjúkrunarfræðinga og viðskipta- fræðinga, en viðskiptafræðingum er rað- að 9 launaflokkum ofar en hjúkrunar- fræðingum þrátt fyrir jafnlangt nám. Það hefur því sýnt sig að aukin menntun kvenna og sókn þeirra í há embætti er engin alls herjar lausn, þ<er raddir heyrast jú aðallega úr röðum hægri manna. Störl' sem ekki krefjast sérmenntunar verða áfram unnin í þjóðfélaginu. Það verður áfram unnið í fiski og í iðnaði og það þarf að leggja áherslu á að þessi störf verði meira metin en nú er, bæði hjá körlum og konum. 23

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.