Réttur


Réttur - 01.01.1984, Síða 29

Réttur - 01.01.1984, Síða 29
Kúbumenn leggja áherslu á að sameina bóknám og vinnu. Hér eru nemendur heimavistarskóla á miðskólastigi við landbúnaðarstörf úti fyrir skólabyggingunni. staðinn voru svotil allar iðnaðarvörur fluttar inn frá Bandaríkjunum. Fyrir hvern dollara sem Bandaríkjamenn fjár- festu á Kúbu fengu þeir fjóra dollara í eigin vasa. Eitt af fyrstu verkum bylting- arstjórnarinnar var að þjóðnýta banda- rísk fyrirtæki og landeignir, og því svör- uðu Bandaríkjamenn með viðskiptabanni. Enginn vafi er á því að kúbanska bylting- in hefði fengið snöggan endi þegar hér var komið sögu, ef Sovétríkin og önnur ríki Austur-Evrópu hefðu ekki komið til hjálpar. Árið 1972 gengu Kúbumenn í efnahagsbandalag sósíalísku ríkjanna, CMEA. Um leið gerðu þeir samning við Sovétmenn um greiðslu á skuldum sínum við þá, sem eru miklar. Samningurinn var eins hagstæður og hugsast getur: Kúbu- menn byrja að greiða skuldina í janúar 1986 og greiða hana upp á 25 árum, vaxta- laust. Á ýmsu hefur gengið í efnahagsmálun- 29

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.