Réttur - 01.01.1984, Qupperneq 48
Hópmynd kommúnista 1933
Efri röð: 1. Alda Árnadóttir, 2. Friðrika Jóhannsdóttir, 3. Dýrleif Árnadóttir, 5. Þóra Jónsdóttir, 6. ?
7. Sigrún Straumland, 8. Þorsteinn Finnbjarnarson.
Sitjandi: 1. Andrés Straumland, 2. Einar Jónsson.
því baráttulið þessarar kynslóðar um allt
land, er nú óðum að falla í valinn og með
því vitneskja, sem glatast kann að fullu,
— sem og hinar rituðu heimildir: fundar-
gerðir, bréf o.s.frv., því margt af slíku
hefur þegar orðið tortímingunni að bráð.
Hér er mikið verk að vinna, þar sem
margar hendur þurfa að leggjast á eitt um
að bjarga frá glötun efnum í íslendinga-
sögu 20. aldar og lýsingunni á því við
hvílíkar aðstæður alþýðan varð að búa, er
hún loks tók að rísa upp.
Það er enn lifandi fólk á íslandi, sem
boðið hefur verið upp á hreppaþingum,
jafnvel einstaklingar, er boðnir voru upp
á slíkum „uppboðum“ sem börn í móður-
kviði, er fjölskyldum var sundrað vegna
hreppaflutninga og faðir og móðir höfn-
uðu hvort í sinni sveit.
Það er þess vert að alþýða manna muni
slíkt mannúðarleysi afturhalds á íslandi,
þegar svo harðvítug auðmannastétt hefur
nú komist hér til valda, að hún svífst
einskis og er þegar byrjuð á að reyna að
afnema lýðréttindi þau, sem alþýðan á-
vann sér með miklum fórnum, — og eng-
inn kann að ábyrgjast til hverskonar níð-
ingsverka slík harðstjórn kann að grípa
gagnvart þeim fátækustu og varnarlaus-
ustu, ef árásum hennar er ekki mætt með
48