Réttur


Réttur - 01.01.1984, Page 62

Réttur - 01.01.1984, Page 62
ERLEND VÍÐSJÁ Andropov Iátinn Chernenko tekur við Þeir hníga nú óðum til foldar, hver á fætur ö^rum þeir forustumenn Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, er gengið hafa í gegnum harðastar raunir með Sovét- þjóðunum, er nasistaher Hitlers háði fjögurra ára árásarstyrjöld til þess að reyna að útrýma kommúnismanum og varð 20 miljónum karlmanna, kvenna og barna í Sovétríkjunum að bana, — en beið ósigur. Og síðan hefur forusta Komm- únistaflokksins orðið að standa í því fórn- freka verki fyrir Sovétþjóðirnar að víg- búast það vel að óðir auðvaldsherrar af tagi Reagans, sem vill stríð til að útrýma kommúnismanum eins og Hitler, þori ekki að hefja blóðbaðið mikla. Bresnev dó 10. nóv. 1982, 75 ára að aldri. Andropov eftirmaður hans sem aðalritari flokksins, er frá var sagt ýtar- lega í Rétti 1982, bls. 250-251, lést nú í ársbyrjun 1984, ekki orðinn sjötugur að aldri, fæddur 15. júní 1914. Þann 13. febrúar kaus miðstjórn flokksins Konstantin Ustinovitch Chern- enko aðalritara flokksins. Hann er fædd- ur 24. sept. 1911 í þorpi í Krasnojarsk og byrjaði snemma að vinna sem daglauna- maður á búi stórbænda. 1931 gekk hann í flokkinn, fór síðan á háskóla í uppeldis- fræði, en aðalstarf hans varð fyrst í Rauða hernum, síðan í flokknum. 1956 tók hann til starfa hjá miðstjórninni og 1971 var hann kosinn í miðstjórn flokksins. Ávann hann sér í öllu þessu starfi slíkt traust flokksins að hann var nú kosinn aðalritari hans 72 ára að aldri. Hvílir nú fyrst og fremst á honum að geta haldið hinni stríðs- og gróðaóðu „hernað- ar- og stóriðju-klíku“ Bandaríkjaauð- valdsins í skefjum, þessum hættulegustu bófum heims, sem Eisenhower forseti varaði þjóð sína við í kveðjuræðu sinni. Því sú klíka svífst einskis, ef hún bara þorir, — og getur því tendrað heimsbálið í blindri gróðagræðgi sinni. Dr. Yusuf Dadoo látinn Yusuf Dadoo, formaður Kommúnista- flokks Suður-Afríku, lést 19. sept 1983 í London. Banameinið krabbamein. Dadoo var af indverskum ættum, fædd- ur 5. sept. 1909 í Transvaal af efnuðum foreldrum. Stundaði læknisfræði í London og lauk doktorsprófi í Edinborg. Gekk 1939 í Kommúnistaflokk Suður- Afríku og háði í honum þá hetjubaráttu, sem sá flokkur hefur staðið í alla sína tíð. Ferðast mikið um til að kynna flokkinn, ræðir 1947 við Ghandi og Nehru og 1948 við Dimitrov. Er dæmdur í fangelsi hvað eftir annað vegna starfsemi sinnar, situr 8 sinnum lengri eða skemmri tíma í dyfliss- um fasistastjórnar Búanna. Árið 1953 er hann kosinn í miðstjórn flokksins á fyrsta flokksþingi hans, er haldið var á laun eftir að hann var bann- aður. 62

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.