Réttur


Réttur - 01.07.1984, Page 49

Réttur - 01.07.1984, Page 49
deildir örskjótt milli austur- og vestur- strandarinnar. Skuröurinn hafði einnig í för með sér raunveruleg yfirráð Banda- ríkjanna yfir verslunarmöguleikum ann- arra landa jafnvel þó að þau lýstu því yfir að afnot af honum væru öllum verslunar- flotum frjáls. Til að „tryggja“ þetta frelsi og vernda skurðinn, komu Bandaríkin fyrir her- sveitum við hann til langframa. Þar var smám saman komið á fót stórum menntunar- og þjálfunarstöðvum fyrir hermenn afturhaldssamra ríkisstjórna, sveitir gegn skæruliðum o.s.frv. Skurður- inn varð líka tákn fyrir það stórveldi sem nú hafði risið í þessum heimshluta. Þessi valdaaðstaða skipti sköpum fyrir öryggi bandarísku fyrirtækjanna. Alveg eins og fyrirtæki og peningasamsteypur höfðu áður lagt undir sig sykurframleiðsl- una á karabísku eyjunum, fyrst og fremst Kúbu, Puerto Rico og Dóminíkanska lýðveldinu, lögðu þau nú undir sig höfuð- afurðir Mið-Ameríku: kaffi og banana. Dollarar kreistir úr kaffí og banönum Seinni hluta 19. aldar sölsuðu fáir stór- jarðeigendur undir sig stóra hluta frjó- sams ræktarlands í Salvador, Hondúras og Nicaragúa. Land var tekið af indíán- um, sem höfðu átt og ræktað það á sam- vinnugrundvelli, og þeir voru neyddir til að vinna á plantekrum við hin hörmuleg- ustu kjör, sem líktust nánast þrældómi. í þessum þrem löndum var landið í eigu innlendra stórjarðeigenda en Bandaríkja- menn áttu úrvinnsluiðnaðinn og höfðu tögl og hagldir í versluninni. í Guatemala urðu þýskir innflytjendur áhrifaríkastir og árið 1914 áttu þeir næst- um helminginn af kaffirækt Guatemala. í Costa Rica voru stórjarðir — latifundíur — ekki eins algengar, að hluta vegna skorts á indíánum til þrælkunar og að hluta vegna skorts á málmum, sem snemma var byrjað að vinna í hinum löndunum. í Costa Rica var sem sagt ekki til sama hefðbundna landeigendayfirstétt og hefur það haft í för með sér nokkuð öðruvísi þróun á stjórnmálasviðinu á seinni tímum. United Fruit kemur til skjalanna Kaffiræktin var sem sé að miklu leyti í höndum innlendra plantekrueigenda en bananaræktin var á hinn bóginn milliliða- laust í höndum bandarísks auðmagns og þá einkum eins auðhrings: United Fruit. Sigurför United Fruits í Mið-Ameríku hófst undir lok 19. aldar. Fyrirtækið byggði og átti svo til allar járnbrautir í Guatemala og Salvador (samtals hátt í 1500 km), aðaljárnbraútirnar í Costa Rica og Hondúras og einu höfnina á aust- urströnd Guatemala. Næsta skref var að láta innlenda bananaræktendur skuld- binda sig með samningum til að selja á hinn trygga Bandaríkjamarkað United Fruit. Smám saman klófesti fyrirtækið svo yfirráðin og eignarhaldið á ekrunum sjálfum. í Guatemala átti það hálfa mill- jón hektara af frjósamasta landinu og í Hondúras 400 þúsund hektara. Sá óhemju gróði, sem fyrirtæki eins og United Fruit, með allt að algjörri einokun á bananarækt í mörgum löndum, og stóru kaffiræktarfyrirtækin rökuðu saman, stuðlaði á engan hátt að þróun þessara vanþróuðu landa. Aðeins lítill hópur spilltra pólitíkusa og annarra leppa mak- aði krókinn á mútum. Járnbrautir fyrir- tækisins tengdu einungis ekrur og hafnir, aðra hluta landsins skorti svo til alveg nútímasamgöngur. 161

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.