Réttur


Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 49

Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 49
deildir örskjótt milli austur- og vestur- strandarinnar. Skuröurinn hafði einnig í för með sér raunveruleg yfirráð Banda- ríkjanna yfir verslunarmöguleikum ann- arra landa jafnvel þó að þau lýstu því yfir að afnot af honum væru öllum verslunar- flotum frjáls. Til að „tryggja“ þetta frelsi og vernda skurðinn, komu Bandaríkin fyrir her- sveitum við hann til langframa. Þar var smám saman komið á fót stórum menntunar- og þjálfunarstöðvum fyrir hermenn afturhaldssamra ríkisstjórna, sveitir gegn skæruliðum o.s.frv. Skurður- inn varð líka tákn fyrir það stórveldi sem nú hafði risið í þessum heimshluta. Þessi valdaaðstaða skipti sköpum fyrir öryggi bandarísku fyrirtækjanna. Alveg eins og fyrirtæki og peningasamsteypur höfðu áður lagt undir sig sykurframleiðsl- una á karabísku eyjunum, fyrst og fremst Kúbu, Puerto Rico og Dóminíkanska lýðveldinu, lögðu þau nú undir sig höfuð- afurðir Mið-Ameríku: kaffi og banana. Dollarar kreistir úr kaffí og banönum Seinni hluta 19. aldar sölsuðu fáir stór- jarðeigendur undir sig stóra hluta frjó- sams ræktarlands í Salvador, Hondúras og Nicaragúa. Land var tekið af indíán- um, sem höfðu átt og ræktað það á sam- vinnugrundvelli, og þeir voru neyddir til að vinna á plantekrum við hin hörmuleg- ustu kjör, sem líktust nánast þrældómi. í þessum þrem löndum var landið í eigu innlendra stórjarðeigenda en Bandaríkja- menn áttu úrvinnsluiðnaðinn og höfðu tögl og hagldir í versluninni. í Guatemala urðu þýskir innflytjendur áhrifaríkastir og árið 1914 áttu þeir næst- um helminginn af kaffirækt Guatemala. í Costa Rica voru stórjarðir — latifundíur — ekki eins algengar, að hluta vegna skorts á indíánum til þrælkunar og að hluta vegna skorts á málmum, sem snemma var byrjað að vinna í hinum löndunum. í Costa Rica var sem sagt ekki til sama hefðbundna landeigendayfirstétt og hefur það haft í för með sér nokkuð öðruvísi þróun á stjórnmálasviðinu á seinni tímum. United Fruit kemur til skjalanna Kaffiræktin var sem sé að miklu leyti í höndum innlendra plantekrueigenda en bananaræktin var á hinn bóginn milliliða- laust í höndum bandarísks auðmagns og þá einkum eins auðhrings: United Fruit. Sigurför United Fruits í Mið-Ameríku hófst undir lok 19. aldar. Fyrirtækið byggði og átti svo til allar járnbrautir í Guatemala og Salvador (samtals hátt í 1500 km), aðaljárnbraútirnar í Costa Rica og Hondúras og einu höfnina á aust- urströnd Guatemala. Næsta skref var að láta innlenda bananaræktendur skuld- binda sig með samningum til að selja á hinn trygga Bandaríkjamarkað United Fruit. Smám saman klófesti fyrirtækið svo yfirráðin og eignarhaldið á ekrunum sjálfum. í Guatemala átti það hálfa mill- jón hektara af frjósamasta landinu og í Hondúras 400 þúsund hektara. Sá óhemju gróði, sem fyrirtæki eins og United Fruit, með allt að algjörri einokun á bananarækt í mörgum löndum, og stóru kaffiræktarfyrirtækin rökuðu saman, stuðlaði á engan hátt að þróun þessara vanþróuðu landa. Aðeins lítill hópur spilltra pólitíkusa og annarra leppa mak- aði krókinn á mútum. Járnbrautir fyrir- tækisins tengdu einungis ekrur og hafnir, aðra hluta landsins skorti svo til alveg nútímasamgöngur. 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.