Réttur


Réttur - 01.07.1984, Side 63

Réttur - 01.07.1984, Side 63
INNLEND BljBB ■ VÍÐSJÁ ■ I^B 1 mánaða verkföllum og samningum við þennan ofstækislýð, til þess að reyna að ná einhverju aftur af ránsfengnum. Bóka- gerðarmönnum tókst með 6 vikna verk- falli að ná til baka nokkru meir en helm- ingnum af hinu þjófstolna kaupi harð- stjóranna, en B.S.R.B. stendur enn í samningum og hörðu verkfalli þegar þetta er ritað (28.10), en A.S.Í. sér í sín- um samningum enn ekki fyrir endann á mánaðarþófi. Það er vissulega orðið íslensku launa- fólki dýrt að hafa látið íhald og Framsókn fá meirihluta á Alþingi til þessara ill- verka, — og ættu launastéttir landsins, meirihluti þjóðarinnar, að læra af þessari dýrkeyptu reynslu að kjósa þá flokka aldrei framar. Því þeir hafa framið pólitískustu árás, sem gerð hefur verið á launafólk landsins á þessari öld með hinum svívirði- legu bráðabirgðalögum sínum. Það eru auðséð á öllum árásum aftur- haldsins á lífskjör alþýðu og þjóðarinnar fingraför Alþjóðabankans og bandaríska auðvaldsins. Það auðvald ætlaði strax með Marshall-„aðstoðinni“ að skapa sér hér forríka fámenna drottnandi auð- mannastétt, — þessvegna áttu Sements- verksmiðjan og Áburðarverksmiðjan að vera í einkaeign, — en þá var ekki undan látið. Og með „lögunum“ 1950 er dollar- inn var hækkaður úr rúmum 6 krónum í rúmar 16, - en halda skyldi Iaununum niðri, — þá átti að svifta alþýðu flestum þeim lífskjarabótum, er hún hafði áunnið sér 1942-47. — Það er því höggvið í sama knérunn nú um rán þjóðareigna og kaup- gjalds launafólks og enn geypilegar. En bandarískt auðvald og „íslenskir“ þjónar þess hafa enn ekki áttað sig á því; — að alþýða lands vors man enn margra alda nýlendukúgun erlends valds og lætur ekki baráttulaust hrinda sér niður í fátækt og eymd á ný. 31. október 1984 Að kveldi þess 30. október voru undir- skrifaðir samningar milli B.S.R.B. og ríkisins eftir næstum mánaðarlangt verk- fall sem B.S.R.B. hefur háð af hetjuskap og harðfylgi. Fer samningurinn nú til alls- herjaratkvæðagreiðslu. Það hefur tekist með því, ef samþykkt verður, að ná rúm- um helming af ránsfengnum. — Og hver sem úrslit verða nú, þá er auðséð að B.S.R.B, sem nú er í fylkingarbrjósti í frelsisbaráttu vinnandi fólks gegn ráns- stjórninni, þarf strax að hefja undirbún- ing á faglega og pólitíska sviðinu, til að ná í næstu lotu fullum sigri, endurheimta fyrri lífskjör og réttindi. — Og eigi það ekki að verða eins dýrt og fórnfrekt og nú var, þá væri best að í millitíðinni tæk- ist að reka þessa ríkisstjórn frá völdum, sem mestöll er aðeins til óþurftar landi og lýð. í 4. hefti Réttar verður verkfalls- og kaupgjaldsbaráttan rakin og rædd. 175

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.