Réttur


Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 63

Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 63
INNLEND BljBB ■ VÍÐSJÁ ■ I^B 1 mánaða verkföllum og samningum við þennan ofstækislýð, til þess að reyna að ná einhverju aftur af ránsfengnum. Bóka- gerðarmönnum tókst með 6 vikna verk- falli að ná til baka nokkru meir en helm- ingnum af hinu þjófstolna kaupi harð- stjóranna, en B.S.R.B. stendur enn í samningum og hörðu verkfalli þegar þetta er ritað (28.10), en A.S.Í. sér í sín- um samningum enn ekki fyrir endann á mánaðarþófi. Það er vissulega orðið íslensku launa- fólki dýrt að hafa látið íhald og Framsókn fá meirihluta á Alþingi til þessara ill- verka, — og ættu launastéttir landsins, meirihluti þjóðarinnar, að læra af þessari dýrkeyptu reynslu að kjósa þá flokka aldrei framar. Því þeir hafa framið pólitískustu árás, sem gerð hefur verið á launafólk landsins á þessari öld með hinum svívirði- legu bráðabirgðalögum sínum. Það eru auðséð á öllum árásum aftur- haldsins á lífskjör alþýðu og þjóðarinnar fingraför Alþjóðabankans og bandaríska auðvaldsins. Það auðvald ætlaði strax með Marshall-„aðstoðinni“ að skapa sér hér forríka fámenna drottnandi auð- mannastétt, — þessvegna áttu Sements- verksmiðjan og Áburðarverksmiðjan að vera í einkaeign, — en þá var ekki undan látið. Og með „lögunum“ 1950 er dollar- inn var hækkaður úr rúmum 6 krónum í rúmar 16, - en halda skyldi Iaununum niðri, — þá átti að svifta alþýðu flestum þeim lífskjarabótum, er hún hafði áunnið sér 1942-47. — Það er því höggvið í sama knérunn nú um rán þjóðareigna og kaup- gjalds launafólks og enn geypilegar. En bandarískt auðvald og „íslenskir“ þjónar þess hafa enn ekki áttað sig á því; — að alþýða lands vors man enn margra alda nýlendukúgun erlends valds og lætur ekki baráttulaust hrinda sér niður í fátækt og eymd á ný. 31. október 1984 Að kveldi þess 30. október voru undir- skrifaðir samningar milli B.S.R.B. og ríkisins eftir næstum mánaðarlangt verk- fall sem B.S.R.B. hefur háð af hetjuskap og harðfylgi. Fer samningurinn nú til alls- herjaratkvæðagreiðslu. Það hefur tekist með því, ef samþykkt verður, að ná rúm- um helming af ránsfengnum. — Og hver sem úrslit verða nú, þá er auðséð að B.S.R.B, sem nú er í fylkingarbrjósti í frelsisbaráttu vinnandi fólks gegn ráns- stjórninni, þarf strax að hefja undirbún- ing á faglega og pólitíska sviðinu, til að ná í næstu lotu fullum sigri, endurheimta fyrri lífskjör og réttindi. — Og eigi það ekki að verða eins dýrt og fórnfrekt og nú var, þá væri best að í millitíðinni tæk- ist að reka þessa ríkisstjórn frá völdum, sem mestöll er aðeins til óþurftar landi og lýð. í 4. hefti Réttar verður verkfalls- og kaupgjaldsbaráttan rakin og rædd. 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.