Réttur


Réttur - 01.10.1984, Síða 18

Réttur - 01.10.1984, Síða 18
100 ára Fr. Engels: Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins Þeir Marx og Engels höfðu, er þeir rit- uðu Kommúnistaávarpið 1847 álitið alla söguna vera sögu af stéttaskiftingu og stéttabaráttu. Þeir urðu mjög glaðir, er þeir sannfærðust um það að meginhluta mannkynsæfinnar hafi hið frumstæða sameignarform ættflokkanna smáu verið félagsskipulag mannanna: frumkommún- isminn. Það var bók bandaríska vísinda- mannsins Lewis Henry Morgans (1818- 81) „Ancient Society“, er út kom 1871, sem færði sönnur á þetta með rannsókn- um hans á tímbili forsögunnar. Þar studd- ist hann ekki hvað síst við rannsókn sína á samfélagsháttum Indíána, en hann varð sjálfur heiðursfélagi Irokesanna, sem hann kynntist, er hann sem lögfræðingur varði þá fyrir ágengni ríkisstjórnarinnar. — Áður höfðu tveir þýskir vísindamenn, hálærðir prófessorar með aðalstitla, þeir August baron Haxthausen (1792-1866) með rannsóknum sínum á sameignar- Friedrich Engels Ásgeir Bl. Magnússon 194

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.