Réttur


Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 26

Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 26
HEIMSSTRÍÐIÐ 1914 - 1918 BAK VIÐ TJÖLDIN: Blóðugt gagnkvæmt gróð afy rirt æki auðmanna Bandamanna og Miðvelda 70 ár eru nú liðin frá upphafí þessa blóðuga blekkingarleiks auðvaldsins í Evrópu. Vafasamt er að alþýða manna hafí nokkurntíma verið blekkt jafn grimmilega og ósvífíð — (þar til nú að leiða á mannkyn allt til slátrunar í atómstríði) — sem í heimsstyrjöldinni fyrri. Alþýðu hvers lands var talin trú um að hún væri að berj- ast fyrir föðurlandið, kirkja hvers lands blessaði morðvopn sinna valdhafa, — og milljónir manna létu lífið í þessum eitraða áróðursleik fjölmiðla yfírstéttanna. En sannleikurinn er að, þrátt fyrir gagnstæða hagsmuni stórveldanna, gerðu auðmannastéttir hvers lands allt sem þær gátu til að lengja stríðið, sem var þeim gullin gróðalind, og hjálpuðu því hver annari til að geta háð það, — eins lengi og þessar yfirstéttir þorðu fyrir alþýðu, því ef hún vaknaði og sæi í gegnum svikin og blóðugan blekkingaleikinn og risi upp til að steypa auðvaldsböðlunum af stóli, — þá varð að hætta — helst áður en það yrði of seint. Hér skulu rakin nokkur dæmi um hina gagnkvæmu hjálp „hinna stríðandi aðila“'. Hershöfðingjar og auðmenn Þýska- lands höfðu byggt alla sína von um sigur á hraðri sókn og stríði, er tæki skamman tíma. Við upphaf stríðsins hefðu byrgðir þeirra vart dugað heilt ár til stríðs á tvennum vígstöðvum. Bandamenn hefðu getað knúið Þýskalandskeisara til upp- gjafar fyrir árslok 1915 með því að setja algert viðskiptabann á Þýskland. — En það hefði þýtt að missa af stríðsgróðan- um, sem auðvald Bandamanna naut í rík- um mæli. Þess vegna rann stanslaus straumur byrgða fyrstu þrjú ár stríðsins gegnum Holland, Sviss og Norðurlönd, ekki hvað síst bómullin, en án hennar hefði Þýskaland ekki getað barist daglangt. Bandaríkin mótmæltu m.a.s. að England, óvinur Þýskalands, væri að slá þau út á bómullarmarkaði Evrópu! — Þýsku auðmennirnir vanræktu heldur ekki að viðhalda sínum stríðsgróða: Alveg fram að ársbyrjun 1917 höfðu 202

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.