Réttur


Réttur - 01.04.1989, Síða 1

Réttur - 01.04.1989, Síða 1
lettur 72. árgangur 1989 — 2. hefti Viö lifum meiri breytingar á þessu hausti en nokkur gat spáö fyrir aðeins ör- fáum mánuðum. Kalda stríðinu er lokið. Tími eftirstríðsáranna er liðinn. Við okkur blasa nýir tímar’ nýr heimur án hersetu í Evrópu og án hernaðarbanda- laga, sem hafa tapað tilgangi sínum og munu hrynja með Berlínar- múrnum. Það er nöturleg öfugþróun að þegar múrinn loks fellur í Berlín, landamæri A-Evrópu opnast og opin umræða ryður lýðræðinu braut, skuli í V-Evrópu reistur nýr og rammger múr umhverfis miðstýrt og ólýðræðislegt bákn, Evrópu- bandalagið. Meðan þjóðir austan við gamla múrinn horfa til aukins þingræðis í ríkjum sínum, afsala þjóðir vestan nýja múrsins sér löggjafarvaldi til yfirþjóðlegrar efnahagssamsteypu. Fyrir austan gamla múrinn sem nú er að hrynja, er hreyfiaflið fólkið sjálft og það stefnir til aukins lýðræðis, aukins frelsis. Fyrir vestan nýja múrinn sem á að verða lokið 1992, ræður auðmagnið ferð og stefnir á öflugri markað, meiri gróða og meiri völd. 12 ríki V-Evrópu með um 330 milljónir íbúa hafa ákveðið að þurrka út landa- mæri sín í milli 1992 þannig að vörur og þjónusta, vinnuafl og fjármagn geti

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.