Réttur


Réttur - 01.04.1989, Page 2

Réttur - 01.04.1989, Page 2
flust óhindrað á milli þeirra. Öflugir tollmúrar munu „verja" þessa nýju ríkja- heild, sem margir telja að muni smám saman þróast í átt til „Bandaríkja Evr- ópu“. Sum EFTA ríkjanna 6 eru þegar farin að huga að aðild að EB, en það sem hæst ber á íslandi þessa stundina er hvort beinar samningaviðræður bandalaganna tveggja um sameiginlegt „evrópskt efnahagssvæði" hefjist með nýju ári og þá auðvitað hver verður afstaða íslands til þeirra og staða landsins að þeim loknum. Þetta eru afdrifaríkustu málin sem nú eru á dagskrá í íslenskum stjórnmál- um og ekki hefur mikilvægi þeirra minnkað við atburði austar í álfunni. Þessi mál varða efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði okkar. Á niðurstöðunni mun framtíð íslands ráðast; verður landið verstöð fyrir sameinaðan evrópskan verksmiðjuflota eða verður það áfram byggt sjálfstæðri þjóð meðal þjóða? Við þurfum ekki að ganga í hamarinn bak við tollamúra Evrópubandalags- ins. Við eigum aðra kosti og betri en þá að skipta á tollalækkunum og veiði- heimildum í fyrsta skrefi og afsala okkur löggjafarvaldinu til Brussel í því næsta. Við þurfum ekki að fórna því frelsi sem við höfum í dag til að móta okkar eigið samfélag og til að taka þátt í að móta samfélag þjóðanna á jafnréttis- grundvelli fyrir „frelsi óheftra fjármagnsflutninga“ sem svo mjög er prísað um þessar mundir. Og við þurfum ekki að opna flóðgáttir erlends fjármagns, vöru og vinnuafls yfir landið. En við eigum heldur ekki að einangra okkur frá atburðarásinni og láta sem ekkert sé. Þvert á móti verðum við að taka fullan þátt í að efla samvinnu Evr- ópuþjóða um viðskipti, afvopnun og hvað annað en á okkar eigin forsend- um með fullri reisn sjálfstæðrar þjóðar. Við eigum að leita eftir tvíhliða samningum við öll þau ríki og bandalög ríkja sem við viljum gera efnahagssamninga við, ekki aðeins í V-Evrópu, heldur einnig í A-Evrópu, í N-Ameríku og í Asíu. Við eigum nefnilega ekki samleið með EFTA-ríkjunum inn í nýja og lokaða Vestur-blökk, reista til varnar iðnjöfrum álfunnar. En tíminn er naumur. ( desember n.k. er áætlað að ákvörðun verði tekin um formlegar samningaviðræður EFTA og Evrópubandalagsins. Engin stefnumörkun liggur fyrir á alþingi og þjóðin er ótrúlega illa upplýst um eðli og muninn á þessum tveimur bandalögum. Umræðan næstu vikur getur því miklu breytt, jafnvel komið í veg fyrir að íslandi verði lætt bakdyramegin inn í EB í skjóli fáfræðinnar. í þessu hefti Réttar eru birt nokkur þeirra mörgu er- inda og greina sem birst hafa undanfarna mánuði og sem hvað fróðlegust eru um uppbyggingu og tilgang Evrópubandalagsins, stöðuna í viðræðum EFTA og EB og ekki síst um það hverjir hagsmunir íslendinga eru í því ölduróti sem nú gengur yfir Vestur-Evrópu. (Nóv. 1989)

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.