Réttur - 01.04.1989, Page 8
innan EB og litlar líkur taldar á að hún
yrði viðurkennd í heildarsamkomulagi.
2. Fjármagnsflutningar og þjónusta.
Óheftir fjármagnsflutningar eru eitt
undirstöðuatriði innri markaðar EB og
um leið á stærra efnahagssvæði með
EFTA.
ísland hefur sérstöðu að því leyti að
hér eru miklar hömlur á þessu sviði. Þátt-
taka í Evrópsku efnahagssvæði myndi
skuldbinda okkur til að aflétta þessum
hömlum og fórna þeim stjórntækjum og
vernd fyrir efnahagsstarfsemina, sem í
þeim felast.
Pótt bent sé á vissa kosti sem fylgi
fjármagnshreyfingum eru vandamálin
langtum fleiri sem þeim tengjast, ekki síst
fyrir litla efnahagsheild eins og þá ís-
lensku. Þannig takmarka óheftar fjár-
magnshreyfingar verulega möguleikann á
að reka sjálfstæða peningastefnu og að
hafa stjórn á gengi og vöxtum. Niðurstað-
an fyrir ísland gæti orðið verulegt út-
streymi á fjármagni úr landi, auk þeirrar
hættu sem tengist spákaupmennsku og
undandrætti frá sköttum.
3. Þjónustustarfsemi. „Frjáls“ þjón-
ustustarfsemi varðar m.a. fjármálaþjón-
ustu með óheftum rétti til hverskonar
bankastarfsemi og trygginga, en nær einnig
til flutningastarfsemi, samgangna og fjar-
skipta. Það er ekki síst á sviði þjónustu
sem hagspekingar EB vænta lækkunar á
heildartilkostnaði með hagræðingu.
Fyrir ísland myndi „frelsi“ á þjónustu-
sviðinu hafa í för með sér miklar breyt-
ingar, sem fyrst í stað kæmu fram í því að
erlendum bönkúm yrði leyft að starfa hér
með tilheyrandi heimild til fjármagns-
flutninga milli landa.
Áhrifin gætu ekki síður orðið afdrifarík
á sviði samgangna, ekki síst flugsam-
gangna, og þá í þá átt að veikja enn frek-
ar stöðu íslenskra flugfélaga í samkeppni
við erlend. Um þesi atriði hefur sáralítið
verið fjallað og engir varnaglar slegnir
þar að lútandi í embættismannaviðræðum
að undanförnu, að mér sé kunnugt.
4. Búsetu- og atvinnuréttur. Óheftur
búsetu- og atvinnuréttur er settur fram
sem grundvallarkrafa af hálfu Evrópu-
bandalagsins, en honum tengist frjálst
streymi vinnuafls og réttur útlendinga til
stofnunar fyrirtækja til jafns við borgara
viðkomandi ríkis. í raun er hluti af þessu
einnig réttur til að flytja fjármagn óheft
milli landa.
Af íslands hálfu og fleiri EFTA-ríkja
hefur verið settur fram fyrirvari við þetta
„frelsi“ og vísað í reglur um samnorræn-
an vinnumarkað í því sambandi. EB hef-
ur engu svarað formlega og vísar til þess,
að um slíkt yrði að semja eins og allar
aðrar undantekningar og sérákvæði, ef til
formlegra samningaviðræðna kemur.
í embættismannaviðræðunum við EB
sl. sumar var einnig rætt um það af Is-
lands hálfu, að atvinnuréttur útlendinga
mætti ekki ná til fjárfestinga í náttúru-
auðlindum, svo sem í fiskveiðum og orku-
vinnslu. Ekki hefur verið sýnt fram á að
slíkir fyrirvarar myndu halda í reynd, eft-
ir að heimilaðir hefðu verið flutningar á
fjármagni og erlendum fjármálafyrirtækj-
um verður leyft að starfa hérlendis. Sú
hætta blasir því við að útlendingar myndu
fyrr en varir ná sterkum tökum í íslensk-
um sjávarútvegi, ef áformin um Evrópskt
efnahagssvæði yrðu að veruleika.
Óskiptum evrópskum vinnumarkaði
fylgir hætta á kröfum um lægri félagslega
staðla á betur settum svæð.um Evrópu
eins og Norðurlöndum, þar á meðal varð-
andi vinnuaðstæður. Þrýstingur á lækkun
launa myndi jafnframt vaxa með vísun til
að ella verði að flytja starfsemi fyrirtækja
56