Réttur


Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 9

Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 9
á láglaunasvæði álfunnar. Gegn þessu hafa verið settar fram kröfur um samn- inga á sviði félagsmála (social dimens- ion), en allt svífur það enn í lausu lofti innan Evrópubandalagsins. Byggðaáhrif og atvinnuleysi Fullyrða má, að svo afdrifarík sem áhrifin af því að ganga inn í Evrópskt efnahagssvæði geta orðið fyrir Island sem heild, yrðu afleiðingarnar fyrir dreifbýlið enn alvarlegri. Hugmyndafræði innri markaðarins er lækkun tilkostnaðar og bætt samkeppnis- staða fyrirtækja á heildina litið. Svigrúm þjóðríkja til að fylgja markaðri byggða- stefnu mun ótvírætt minnka og eru bein- línis settar skorður í samningnum. Starf- semi byggða- og þróunarsjóða Evrópu- bandalgsins hafa ekki megnað að hamla gegn hrörnun jaðarsvæða, eins og skýr dæmi er um t.d. frá írlandi. Eitt stærsta vandamál ríkja Evrópu- bandalagsins hefur verið vaxandi atvinnu- leysi frá árinu 1974 að telja. Alls voru um 16 milljónir manna atvinnulausar á EB- svæðinu árið 1986, en það samsvarar til 11% atvinnuleysis að meðaltali. Á sama tíma var atvinnuleysi í EFTA-ríkjum „aðeins“ 2,7%, en miklu minna hérlendis eða innan við 1%. í ár nemur atvinnu- leysi hér á landi 1,6% og gæti farið yfir 2% á næsta ári að talið er. Þessar tölur ættu að vera umhugsunar- verðar fyrir þá sem reka nú áróður fyrir aðlögun að EB í formi Evrópsks efna- hagssvæðis.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.