Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 12

Réttur - 01.04.1989, Side 12
Svæðisbundin samvinna Ef ísland stæði utan viðskiptabanda- laga, gæfi það meira svigrúm en ella til svæðisbundinnar samvinnu af margvís- legu tagi. Landið er miðlægt á Norður- Atlantshafi í þjóðbraut til austurs og vesturs, en liggur einnig vel við vaxandi samskiptum milli Evrópu og Austur-Asíu um Norðurheimskautið. Hér verður bent á nokkur áhersluatriði, sem tengst geta slíkri stefnu og samvinnu á ýmsum sviðum: ■ fsland hlýtur að leggja mikla áherslu á umhverfisvernd á norðurslóðum og getur gegnt miklu hlutverki á því sviði. Þar til heyrir forysta í nýtingu og verndun fiskistofna á Norður-Atlants- hafi. Þessir hagsmunir íslendinga geta verið í mótsögn við skammtímahags- muni iðnríkja Evrópu, sem nota hafið til að koma fyrir margvíslegum úrgangi. ■ Leggja þarf ríka áherslu á víðtæk sam- skipti við Vestur-Evrópu á sviði frí- verslunar, í menningarmálum og um- hverfisvernd, m.a. með aðild að sam- evrópskum stofnunum svo sem Evrópu- ráðinu. ■ Kanna ber möguleika íslands á að ná hagkvæmum fríverslunarsamningum við Bandaríkin og Kanada. ■ Breytingar í Austur-Evrópu geta opn- að möguleika á mun meiri viðskipta- legum samskiptum íslands við það svæði en verið hefur. ■ Endurmeta þarf samskipti íslands við ríki þriðja heimsins með það að mark- miði að auka samskipti og þróunarað- stoð af íslands hálfu. ■ Aukin samskipti og náið samstarf við Færeyinga og Grænlendinga er eðlilegur þáttur í þessari stefnu og getur skipt ís- lendinpa verulegu máli. Frumkvæði af hálfu Islands getur haft áhrif á þróun mála hjá þessum grannþjóðum og einnig höfðað til fólks í norðanverðri Skandi- navíu. ■ Samstarf við önnur Norðurlönd yrði áfram einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu í menningarlegu og fé- lagslegu tilliti. Hins vegar gætu íslend- ingar metið efnahagslega þætti sam- skiptanna við hin Norðurlöndin út frá eigin bæjardyrum og væru ekki knúðir til að dragast með þeim inn í stærri heildir. ■ Samdráttur í herafla og hernaðarum- svifum á norðurslóðum er þjóðinni mikið hagsmunamál. Óháð staða ís- lands í hernaðarlegu og viðskiptalegu tilliti getur haft þýðingu í því sam- hengi. Ljóst er að náin tengsl við Evr- ópubandalagið þrengja kosti þjóðar- innar í þessum efnum. Frumkvæði og framtak Sú stefna sem hér hefur verið lýst kallar á mun meira frumkvæði og virkni af ís- lands hálfu á sviði utanríkismála og utan- ríkisviðskipta en verið hefur. Nauðsyn- legt er að settar verði á fót starfsnefndir til að vinna að þessum málum og að undirbúnar verði samningaviðræður við viðkomandi ríki. Kominn er tími til að ís- lendingar hætti að fylgja gagnrýnilítið stefnu annarra, en taki þess í stað upp sjálfstætt mat á eigin hagsmunum. Jafnframt þarf að fara fram stóraukið stefnumarkandi starf til að greina hvernig best megi tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar miðað við mismunandi leiðir á sviði efnahags- og atvinnumála og varð- andi samstarf í menningar- og félagsmál- um. (Birt í Þjóðviljanum 21. og 28. október 1989). 60

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.