Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 13

Réttur - 01.04.1989, Side 13
FRÁ ALÞINGI í OKTÓBER 1989 Ragnar Amalds, alþingismaður: Hversu langt ætla menn að ganga? í könnunarviðræðum EFTA við Evrópubandalagið seinustu daga hefur komið greinilega í Ijós, að enn er til þess ætlast, að Islendingar skipti á tollalækkunum á físki og veiðiheimildum fyrir útlend skip í íslenskri landhelgi. Pessu hafa allir flokkar hafnaö. En jafnvel að þessu frágengnu er Ijóst, að náin tengsl við Evrópubandalagið fela í sér stórfellda hættu á mörgum sviðum. bað geta allir viðurkennt, aö stóraukin samvinna Evrópuþjóða er tvímælalaust Jákvæð þróun, sem mun draga úr árekstr- um og eyða tortryggni milli þjóðanna. Hinu getur enginn neitað, að þessi þróun setur okkur íslendinga í mikinn vanda. Fyrsta hættan er sú, að þegar ríki t-vropubandalagsins auka innbyrðis sarnstarf, byggi þau um leið um sig múr ,T*eð hækkuðum tollum. í framhaldi af þessari hættu, hefur umræðan snúist upp í Pað, hvort ekki sé þá eiris gott að afnema ajlar hindranir á flæði vöru, vinnuafls og fjármagns milli EFTA-ríkja og Evrópu- bandalagsins. Petta þykir mörgum heillaráð og víða virðist að þessu stefnt. Ekki vil ég draga í efa, að slík þróun geti hentað mörgum þjóðum Evrópu vel, en misvel, sumum miklu síður. Þeir gætu eignast heilu sjávarþorpin Flestir hljóta að gera sér grein fyrir, að enn meiri hætta væri á ferðum fyrir ís- lenskt samfélag, ef engar hömlur mætti setja á innflutning vöru eða vinnuafls frá þessum löndum og erlend stórfyrirtæki gætu keypt hér upp fyrirtæki, fasteignir og náttúruauðlindir að eigin vild. Óheftir flutningar fjármagns gætu leitt til þess, að risafyrirtæki í Evrópu eignuð- ust íslenskar útvarps- og sjónvarpsstöðv- 61

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.