Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 16

Réttur - 01.04.1989, Side 16
ÍSLAND OG EVRÓPUBANDALAGIÐ Afstaða Alþýðubandalagsins Samþykkt þingfíokks AB 20. mars 1989 um viðskiptahagsmuni Islendinga vegna fundar forystumanna EFTA í Osló og samskipta við Evrópubandalagið „Þingflokkur Alþýðubandalagsins lýsir yfir ánægju með þann árangur sem náðist á fundi leiðtoga EFTA-ríkjanna í Osló 15. mars sl. varðandi fríverslun með fiskafurðir innan EFTA. Þótt viðskipti með fisk séu ekki mikil milli EFTA- ríkjanna, getur stefnuyfirlýsing um þetta efni haft verulega þýðingu þegar reynir á samninga á víðari vettvangi, m.a. innan GATT og við Evrópubandalagið. Meginefni Óslóarfundarins varðaöi hins vegar afstöðu EFTA-ríkjanna til Evrópubandalagsins og breytingar á starfi EFTA með tilliti til innri markaðar EB. Þar er um að ræða mál, sem skipt getur sköpum um stöðu Islands í alþjóðasam- skiptum og efnahagsþróun hérlendis. ís- lendingar geta ekki fallist á neinar yfir- þjóðlegar stofnanir í tengslum við EFTA og verða vegna fámennis síns að gæta fyllstu varúðar í sambandi við flutninga fjármagns, þjónustu og vinnuafls til og frá landinu. Þingflokkur Alþýðubandalagsins tekur því eindregið undir þá fyrirvara, sem Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra geröi við yfirlýsingu fundarins, eins og fram kom í ræðu hans í Ósló. f*ar tók forsætisráðherra fram, að íslendingar geta aldrei gefið sig á vald yfirþjóðlegum stofnunum og að samstarf af íslands hálfu innan EFTA og við Evrópubandalagið varðar fyrst og fremst frjálsa verslun með varning. Hins vegar hefur ísland fyrirvara að því er varðar ákvæði Óslóaryfirlýsing- arinnar um fjármagnshreyfingar, þjón- ustu og fólksflutninga. Hér hefur forsætisráðherra slegið skýra varnagla, sem taka verður fullt tillit til framvegis á vettvangi EFTA og í sam- skiptum við Evrópubandalagið. Fau atriði sem að mati þingflokksins þarf sérstaklega að gæta að og varða sér- stöðu íslands eru: 1. Að ísland afsali sér engu valdi í eigin málum til ákvarðana innan EFTA. 64

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.