Réttur


Réttur - 01.04.1989, Page 20

Réttur - 01.04.1989, Page 20
og hvatt til aö slík samtök yrðu stofnuð hér á landi. Þessi hvatning féll í góðan jarðveg og viðstaddir tóku að sér að hefja undirbúning að stofnfundi slíkra fræðslu- samtaka. A þessum fundi voru kynnt drög að ávarpi sem lýsir markmiðum slíkra samtaka. Stofnfundur Fræðslusamtaka um ís- land og Evrópubandalagið var svo hald- inn 7. júní 1989 og sóttu hann um 50 manns. Mun fleiri höfðu skrifað undir ávarpsdrögin og þannig lýst sig reiðubúna til starfa í fræðslusamtökum. Markmið þessa áhugahóps um fræðslu- samtök má sjá í’ álykturiinni sem var sam- þykkt á stofnfundinum en þar segir að fræðslusamtökunum sé ætlað „að safna og miðla hlutlœgum upplýsingum um þœr hreytingar, sem nú eru að gerast í Evrópu. Með því viljum við stuðla að því að ís- lendingar geti á skýrum forsendum brugð- ist við á hverjum tíma. Með þátttöku í fræðsluhópnum viljum við saman og sitt í hvoru lagi leita skynsamlegra svara með íslenska hagsmuni í huga.“ Þá segir að lokum: „Fræðsluhópurinn er óhaður öðr- um samtökum og hefur það eitt að leiðar- Ijósi að varðveita og þróa það besta í ís- lenskri samfélagsgerð og standa vörð um sjálfstœði og fullveldi þjóðarinnar.“ A stofnfundinum var kosið í 20 manna ráð samtakanna og er því ætlað að marka meginstefnu þeirra og nánari starfsreglur. JEitt mikilvægasta verkefni samtakanna er að hrinda af stað því fræðslustarfi sem þau eru stofnuð til að hafa forgöngu um og þess vegna hefur verið lögð áhersla á útgáfu fréttabréfs. Að þessum orðum skrifuðum er verið að ganga frá tveimur fyrstu fréttabréfunum og þar verða m.a. kynntir þeir starfshópar sem samtökin hafa ýtt úr vör. En það eru vinnuhópar um sjávarútveg, fjármagnsflutninga, fé- lagsleg málefni og um skipulag og tengsl EFTA og EB. Verkefnin eru óþrjótandi og spurning- arnar sem þarf að leita svara við enn fleiri. Þeir sem hafa hug á að vera með í fræðslusamtökunum eða gerast áskrif- endur að fréttabréfi þeirra geta skrifað til: Fræðslusamtaka um ísland og EB, pósthólf 118, 121 Reykjavík. 68

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.