Réttur


Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 21

Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 21
FRÁ RÁÐSTEFNU AB, FEBRÚAR 1989 Þorsteinn Magnússon, stjórnmálafrœðingur: Stofnanir Evrópubandalagsins og ákvarðanataka Það hefur löngum vafist fyrir mönnum að skilgreina hvers eðlis stjórnskipan Evrópubandalagsins er. Eitt er víst að stjórnskipan bandalagsins á sér enga hlið- stæðu í alþjóðlegu samstarfi. Þó að Evrópubandalagið sé enn þá nokkuð langt frá því að vera sambandsríki, t.d. í líkingu við Bandaríki Norður-Ameríku, er það engu að síður meira heldur en bara samstarfsvettvangur fullvalda ríkja líkt og gildir t.d. um EFTA, Evrópuráðið og OECD. Til að geta liins vegar sett einhvern merkimiða á Evrópubandalagið hafa menn gripið til þess að búa til orðið yfir- þjóðlegur (á ensku supranational) sem lýsingu á þessu fyrirbæri. í hugtakinu felst að aðildarríki Evrópubandalagsins hafi framselt nokkuð af fullveldi sínu eða sjálfsforræði með því að fela sameiginleg- um stofnunum meðferð tiltekinna mála- flokka og að þar til bærar stofnanir bandalagsins geti tekið ákvarðanir í þess- uin málaflokkum, sem bindandi séu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og ríki innan bandalagsins. Sem dæmi má nefna að meö sameiginlegri tollastefnu þá er það ekki lengur í hendi einstakra ríkja að setja reglur um tolla. Ákvarðanir um tolla- mál eru alfarið í höndum Evrópubanda- lagsins og stofnana þess. Um þessi mál og önnur hefur stofnunum Evrópubanda- lagsins því verið veitt vald sem er óháð valdi stjórnvaldsstofnana í aðildarríkjun- um. í reynd er Evrópubandalagið ein- stætt í heiminum þegar litið er á þau völd sem aðildarríkin hafa falið því. Þess eru engin dæmi fyrr eða síðar að sjálfstæð ríki hafi látið af hendi jafnmikið vald og verkefni til sameiginlegra valdastofnana ríkjabandalags eins og aðildarríki Evrópu- bandalagsins hafa gert. Það má því með 69

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.