Réttur - 01.04.1989, Side 32
litla lýðræðisþjóðfélagi. Opnun fjár-
magnsmarkaða og afnám viðskiptahindr-
ana mun gagnast stórum voldugum fjöl-
þjóðafyrirtækjum og auka áhrifamátt
þeirra bæði á EB, ríkisstjórnir einstakra
landa og áróðursstöðu á markaði við-
skipta. Smáfyrirtæki á jaðarsvæðum eins
og íslandi gætu hrunið ef landið afsalar
eigin hagstjórnartækjum og stórfyrirtæki
koma aðeins á slík jaðarsvæði ef þeim eru
boðin kostakjör, t.d, lágt raforkuverð,
skattleysi, múlbundin stéttarfélög og lítið
mengunareftirlit.
Mikil völd hafa einnig verið færð eða
munu færst til miðstjórnar EB frá ein-
stökum aðildarríkjum. Samræming á
ríkisfjármálum í aðildarríkjunum eykur
áhrif EB á hlutverk ríkisins í hverju að-
ildarríki og minnkar sjálfstæða hagstjórn.
Möguleikar til sjálfstæðrar hagstjórnar
hverfa að mestu ef samstarfið um gjald-
miðil og peningamarkað gengur í ítrustu
átt. Afstaða EB til nýtingar fiskistofna
ógnar bókstaflega möguleikum íslend-
inga til að stjórna fiskveiðum hér við land
og er þess vegna ógnun við búsetumögu-
leika á íslandi.
Sjálfsforræði aðildarríkja EB fer
minnkandi og áform Hvíta kversins miða
að enn frekari skerðingu sjálfsforræðis
ríkjanna og enn sterkari stöðu stórfyrir-
tækja EB útávið sem innávið.
9. Eykst lýðræði í stækkandi
viðskiptaheildum?
Um leið og við áttum okkur á því að
sjálfsforræði þjóða innan EB fer minnk-
andi þá erum við í raun einnig aö segja að
lýðræðið fari minnkandi.
Ég hygg að sjálfstæði íslendinga til eig-
in ákvarðana sem byggjast á grundvallar-
reglum lýðræðis muni þess vegna verða
best tryggt utan slíkra viðskiptaheilda.
Eins og kunnugt er er kosið til þings
EB í öllum aðildarríkjum EB. Ræðurþar
grundvallarregla lýðræðis. Gallinn er
bara sá að þetta þing hefur nánast engin
völd. Er engin breyting fyrirhuguð í þeim
efnum.
10. Mun frelsi einstaklingsins
aukast?
Aformin um Innri markað miða að því
að stækka markað einstaklinga og fyrir-
tækja. Markaðsfrelsið mun vaxa. Frelsi
einstaklingsins til að velja sér búsetu eða
atvinnu mun vaxa að formi til, þannig að
engar beinar hömlur eru á launamönnum
að yfirgefa vini og ættingja og reyna að
yfirgefa atvinnuleysi til að fá sér vinnu
annars staðar og betri lífskjör. Þess konar
frelsi mun aukast.
Hins vegar munu áhrif einstaklinga á
þróun þjóðfélagsgerðarinnar minnka.
Spurningin snýst um möguleika lýðræðis-
ins í þessari heimssýn. Stefna Evrópu-
bandalagsins er tekin á forsjá peninga- og
auðhyggju; að peningar og markaður
leysi lýðræðislega ákvarðanatöku af
hólmi í vaxandi mæli.
Niðurstaða mín er þessi:
Það er rík ástæða til að vara við EB og
áformum þess. Ég hvet alla launamenn,
samtök þeirra og alla lýðræðissinna til að
kynna sér starfshætti og áform EB vel og
koma í veg fyrir „slys“ í ákvarðanatöku í
þessum efnum.
Aðild eða ekki aðild að EB ræður þó
ekki úrslitum hvort ísland verði vanþróað
jaðarsvæði heldur hitt hvort okkur tekst
að endurskipuleggja íslcnskt framleiðslu
og markaossstningarkerfi til þess að unnt
sé í framtíðinni að bjóða hér viðunandi
lífskjör.
80