Réttur


Réttur - 01.04.1989, Side 34

Réttur - 01.04.1989, Side 34
greina nákvæmlega, hvaö í því felst. í þessu skrifi er notast við orðasam- bandið óheftar fjármagnshreyfingar og litið svo á, að það merki, að ölium lögað- ilum (þ.e. fyrirtækjum og einstaklingum) sé heimilt að flytja fjármagn til og frá við- komandi landi án nokkurra takmarkana. Þessi skýrgreining virðist næsta eðlileg, enda er hún í samræmi við þá skipan fjármagnshreyfinga, sem Evrópubanda- lagið virðist stefna að og kennd hefur ver- ið við frjálsar fjármagnshreyfingar. Hins vegar er rétt að vekja á því at- hygli, að óheftar fjármagnshreyfingar í ofangreindum skilningi eru ekki jaðarfyr- irbæri. Unnt er að hugsa sér bæði meiri og minni hömlur á fjármagnshreyfingar. Það væru t.d. meiri hömlur á fjármagns- hreyfingar, ef einungis fyrirtækjum eða vissum tegundum fyrirtækja væri heimilt að flytja fjármagn hindrunarlaust á milli landa. Á hinn bóginn væru það minni hömlur á hreyfingar fjármagns, ef þeim fylgdi líka réttur til beinna fjárfestinga og stofnsetningar fyrirtækja. 2. Óheftar fjármagnshreyfingar og stjórn efnahagsmála Óheftar fjármagnshreyfingar fela beinlínis í sér afar veigamiklar breytingar á skipulagi efnahagslífisins, sem varða m.a. möguleika á hagstjórn, og nauðsyn- legt er að átta sig vel á. 1. Óheftar fjármagnshreyfingar krefjast frjálsra gjaldeyrisyfirfærslna. Ljóst er, að óheftar fjármagnshreyf- ingar eru nafnið tómt, ef þeim aðilum, sem hyggjast nýta sér fyrirkomulagið, er óheimilt að skipta íslenskum krón- um í erlenda mynt í því magni, sem þeir kjósa, og öfugt. 2. Óheftar gjaldeyrisyfirfærslur þýða á hinn bóginn aiþjóðleg viðkipti með krónuna. Sé ávallt unnt að breyta íslensku krón- unni í aðra mynt, er hún orðin markaðs- hæf á erlendum gjaldeyrismörkuðum. Þar með fer það einvörðungu eftir áhuga markaðsaðila, hvort slík við- skipti verða umtalsverð eða ekki. 3. Þar með mundu alþjóðlegir gjaldeyr- ismarkaðir ráða miklu um gengi krón- unnar. Sé það gengi, sem stjórnvöld ákveða ekki jafnvægisgengi að áliti hinna al- þjóðlegu gjaldeyrismarkaða, mun af- leiðingin verða fjármagnssteymi úr landinu (krónur seldar fyrir erlendan gjaldeyri), ef gjaldeyrismarkaðirnir telja gengi myntarinnar of hátt skráð, eða öfugt. Þar með skapast þrýstingur á gengi krónunnar, sem ólíklegt er, að stjórnvöld fái rönd við reist. 4. Stjórnvöld verða að láta eftir stjórn annaðhvort vaxta eða gengis. Eina þekkta, virka ráðið til að mæta þeim þrýstingi á gengið, sem fjár- magnshreyfingar skapa, er að hamla á móti fjármagnshreyfingum með vöxtum. Sé t.a.m. fjármagnsstreymi frá landinu vegna of hás gengis, er unnt að stöðva fjármagnsstreymið með því að hækka vexti innanlands. Þar með er unnt að verja geðþótta- gengi stjórnvalda, en þá er ekki unnt að viðhalda geðþóttavöxtum. Niðurstaða þessarar röksemdarfærslu er því sú, að óheftar fjármagnshreyfing- ar hafi í för ineð sér, að stjórnvöld geta ekki stjórnað hvoru tveggja, gengi og vöxtum. í þessu felst, að sé hér tekiö upp skipulag óheftra fjármagnshreyfinga, verða stjórnvöld að sjá af einu af hag- stjórnartækjum sínum, þ.e. gengi eða vöxtum. Óheftar fjármagnshreyfingar þýða því í raun, að alþjóðlegum mörkuð- 82

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.