Réttur - 01.04.1989, Qupperneq 37
FRÁ FISKIPINGI í OKTÓBER 1989
Magnús Gunnarsson,
framkvœmdastjóri SÍF:
s
Islendingar
þurfa fímmta frelsið
Evrópubandalagið
og íslenskur sjávarútvegur
Það fer ekki fram hjá neinum, sem fylgist með alþjóðlegum stjórnmálum, að
mikil umbrot eiga sér stað í heiminum umhverfís okkur. Samskipti austurs og
vesturs eru að taka stórfelldum breytingum, sem væntanlega eiga eftir að hafa
mikil áhrif á þróun samstarfs þjóða í náinni framtíð, bæði á sviði stjórnmála og
efnahagsmála. Nýjar aðstæður eru að skapast í samskiptum Austur- og Vestur-
Evrópu sem opna munu nýja viðskiptamöguleika.
Innan Gatt eiga sér nú stað viðræður
um bætta viðskiptahætti, lækkun tolla og
minnkun styrkja í atvinnurekstri. Þessar
viðræður eru sérstakar fyrir það, að þar
er nú ekki verið að ræða eingöngu um
viðskipti með iðnaðarvörur, heldur einnig
með landbúnaðarafurðir og þjónustu. Þar
skiptir máli fyrir íslendinga hvernig fiskur
og viðskipti með fisk, verða meðhöndluð,
en enn er óljóst hvar sjávarafurðir verða
flokkaðar í þessum viðræðum.
Fyrir vestan okkur hafa Kanada og
Bandaríkin undirritað fríverslunarsamn-
ing sem mun gera þetta stóra svæði að
einum markaði og auðvelda öll viðskipti á
milli landanna. Með þessum samningi
styrkist staða eins samkeppnisaðila okkar
í sölu á sjávarafurðum, Kanadamanna, á
markaði N-Ameríku og því er nauðsyn-
legt fyrir okkur að halda þar vel á
spöðunum í allri markaðsstarfsemi, svo
áhrif þeirra aukist ekki um of. Þegar er
hafin umræða um að Mexico gerist innan
skamms aðili að þessum fríverslunar-
samningi.
Síðast en ekki síst eiga sér nú stað
miklar breytingar innan Evrópu, sem
geta haft veruleg áhrif á þróun viðskipta-
og efnahagsmála hér á landi. Sú ákvörð-
un þjóða Evrópubandalagsins að öll lönd-
85
L