Réttur - 01.04.1989, Page 40
reynd meginástæðan fyrir erfiðleikum ís-
lendinga, að aðlaga sig enn frekar auknu
samstarfi Evrópuþjóða. Það er nauðsyn-
legt að draga fram þessa sérstöðu íslend-
inga í þeirri miklu umræðu sem mun fara
fram á næstu vikum og mánuðum um
aukið frelsi á öllum sviðum. Okkur er
mikilvægt að gera okkur grein fvrir hinum
mikla áherslumun milli íslendinga og
Evrópubandalagsins í þeim viðræðum, —
það er að Evrópubandalagið er ekki að,
og vill ekki, ræða um sjávarafurðir þegar
rætt er um frelsin fjögur, þ.e. frelsi í við-
skiptum með iðnaðarvörur, fjármagn og
þjónustu ásamt frelsi fyrir fólk að flytjast
á milli og starfa í öllum löndum Evrópu-
bandalagsins.
Við verðum að fá aukið frelsi í við-
skiptum með sjávarafurðir til þess að við
getum staðið jafnfætis öðrum þjóðum,
verið samkeppnisfærir á erlendum
mörkuðum og verið samkeppnisfærir inn-
byrðis um það hráefni sem við þurfum, til
þess að geta unnið íslenskt sjávarfang á
Islandi.
Viðfangsefni mitt hér í dag er fyrst og
fremst að ræða áhrif þeirra breytinga,
sem nú eiga sér stað í Evrópu, á þróun ís-
lensks sjávarútvegs.
Bókun 6 var góður kostur
á sínum tíma
Það er ekki nokkur vafi á því, að samn-
ingurinn sem gerður var 1972, var íslend-
ingum mjög hagstæður. Bókun 6, um við-
skipti íslendinga með sjávarafurðir við
Evrópubandalagið, ýtti mjög verulega
undir þau miklu og góðu viðskipti sem við
höfum átt við Evrópubandalagið á
undanförnum árum. En frá því að samn-
ingurinn var gerður 1972, eru nú að verða
liðin 18 ár og ljóst er að frá þeim tíma
hafa orðið mjög verulegar breytingar á
samskiptum íslands og Evrópubandalags-
ins.
■ Frá árinu 1972 hefur Evrópubandalag-
ið stækkað, fyrst með inngöngu Grikk-
lands og árið 1986 með inngöngu Spán-
ar og Portúgals. Petta hefur að sjálf-
sögðu mikil viðskiptaleg áhrif á íslend-
inga þar sem Grikkland, Portúgal og
Spánn kaupa m.a. rúm 80% af allri
saltfiskframleiðslu íslendinga.
■ Miklar breytingar hafa orðið á flutn-
ingatækni á undanförnum árum sem
auka til muna það vöruúrval sem hægt
er að bjóða inn á markaði Evrópu-
bandalagsins frá þeim tíma þegar
samningurinn vargerður árið 1972. Má
þar nefna ýmsar afurðir unnar úr fersk-
um fiski og seldar eru í fersku formi
inn á markaðinn.
■ Á íslandi hafa á undanförnum árum
verið að þróast nýjar atvinnugreinar,
svo sem fiskeldi í stórum stíl, sem
þurfa aukið frelsi til þess að markaðs-
setja sínar afurðir.
■ Síðustu árin hefur einnig orðið veruleg
breyting á áherslum fiskiðnaðarins þar
sem í stórauknum mæli er verið að
vinna íslenskar sjávarafurðir í neyt-
endapakkningar og selja á erlendum
mörkuðum.
■ Þegar samningurinn var gerður náði
bókun 6 yfir um 70% af útflutningi ís-
lendinga til Evrópubandalagsins en nú
nær hún aðeins til um 60% útflutnings-
ins. Lauslega áætlað eru greiddir tollar
að upphæð á annan milljarð króna fyr-
ir íslenskar sjávarafurðir sem fluttar
eru til Evrópubandalagsins.
■ í síðasta lagi hefur orðið veruleg breyt-
ing innan Evrópubandalagsins frá
1972, þar sem árið 1983 gekk í gildi
sameiginleg fiskveiðistefna Evrópu-
bandalagsins, þar sem öll mál sem
88