Réttur


Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 42

Réttur - 01.04.1989, Blaðsíða 42
tölu verulega ef meta á heildarstyrki Evr- ópubandalagsins til sjávarútvegsins á ári hverju. Ljóst er, að á meðan um slíkar styrkveitingar er að ræða, getur sjávarút- vegur innan Evrópubandalagsins á engan hátt fallið undir þau almennu lögmál sem ættu að gilda um frelsi í viðskiptum með sjávarafurðir og samkeppnisstaða ís- lensks sjávarútvegs verður sem því nemur erfiðari. Sjávarútvegsstefna EB byggir m.a. á tollum, kvótum og styrkjum Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í meginatriði sjávarútvegsstefnu Evrópu- bandalagsins. Rétt er þó að ítreka eftir- talin meginmarkið hennar: a) Að tryggja verndun fiskistofna og út- hlutun kvóta innan þeirra eigin land- helgi. b) Að efla innviði sjávarútvegsins með tæknivæðingu, hafnaraðstöðu og innri uppbyggingu og tryggja að fiski- skip og fiskvinnsla sé alltaf sam- keppnisfær. c) Að tryggja nægilegt framboð af fiski af þeirri tegund og gæðum sem mark- aðurinn krefst, um leið og afkoma þeirra sem stunda veiðar og vinnslu sétryggð. d) Að semja við lönd utan Evrópu- bandalagsins um veiðiréttindi á áður hefðbundnum miðum Evrópubanda- lagsins og semja um ný veiðiréttindi, annað hvort gegn viðskiptafríðindum eða með kaupum á veiðiréttindum. Bókun 6 veldur nú mismunun Eins og ég sagði áðan, var samningur sá sem gerður var við Evrópubandalagið árið 1972 íslendingum hagstæður. Þegar grannt er skoðað, kemur hins vegar í ljós 90 að bókun 6 getur haft áhrif til grundvall- arbreytingar á þróun íslensks sjávarút- vegs og veldur misræmi sem nú er farið að hafa veigamikil áhrif á þróun sjávarút- vegs og byggðar í landinu. Með stækkun Evrópubandalagsins, þar sem þrír stærstu kaupendur okkar á salt- fiski hafa gerst meðlimir, skapast ákveðið misræmi á milli vinnslugreina, þ.e. eftir því á hvaða vinnslustigi fiskurinn er flutt- ur út. Með bókun 6, fékk frystiiðnaðurinn tollfrjálsan aðgang að markaðnum, með ýmsar af sínum veigamestu framleiðslu- vörum og í reynd fékk íslenski frystiiðn- aðurinn, árið 1972, betri samkeppnis- stöðu en ýmsir erlendir samkeppnisaðilar okkar á Evrópumarkaði, en með samn- ingum síðustu árin hafa þessar þjóðir jafnað þennan mun. Á hinn bóginn er saltfiskur tollaður með háum tollum frá 13 upp í 20% og nýtur verri samkeppnisstöðu á Evrópu- bandalagsmarkaðnum en flestir sam- keppnisaðilar okkar, svo sem Grænlend- ingar, Færeyingar og Norðmenn, þrátt fyrir kvótana sem Evrópubandalagið ákveður einhliða með lægri tolli eftir þörfum aðildarríkja sinna. Þegar litið er til þess að 97% af saltfiskútflutningi landsmanna fer til Evrópubandalagsins, er ljóst að þessar kringumstæður skerða mjög stöðu íslensks saltfiskiðnaðar á erlendum mörkuðum og jafnframt stöðu hans í samkeppni um hráefni hér innan- lands. Það var mikið baráttumál íslendinga að fá lækkaðan tollinn á ísfiski þegar samið var 1972. Þessi samningur hefur reynst okkur vel en með bættri flutningatækni hefur opnast leið fyrir okkur að flytja út í auknum mæli fersk og unnin flök. Þau eru hins vegar tolluð mjög hátt af Evrópu- bandalaginu, eða 18%, meðan óunninn i

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.