Réttur


Réttur - 01.04.1989, Page 46

Réttur - 01.04.1989, Page 46
NEISTAR í október s.l. gerði Félagsvís- indastofnun Háskólans könnun á viðhorfum íslendinga til Evrópu- bandalagsins og leiddi hún m.a. í Ijós mikla fáfræði landans, ekki aðeins um EB, heldur einnig um EFTA, sem íslendingar hafa þó verið aðilar að um árabil. Könnun- in tók til 1500 manna og svöruðu 75% þeirra. Dæmi: • 75% vissu ekki að ísland er í EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. • 86% vissu ekkert um þann mikla mun sem er á evrópsku bandalögunum tveimur, EFTA og EB. 26% töldu vera mun þar á, en þegar nánar var út í það spurt, gátu aðeins 14% svarað. • 50% gátu ekki nefnt neitt land sem er aðili að EB. 94 • 44%, eða langstærsti hluti að- spurðra var hlutlaus eða óviss. Síðasta hálfa árið, eða frá því síðasta könnun var gerð hefur fjölgað í þessum hóp um tæp 9%. • 35,3% sögðust fylgjandi aðild íslands að EB, 1% fleiri en í síðustu könnun. • 20,5% voru á móti aðild og hef- ur þeim fækkað um rúmlega 8%. • Karlar eru frekar fylgjandi aðild en konur. Um 40% karla telja aðild æskilega, en um 30% kvenna. • Sjómenn og bændur eru helst á móti aðild, en iðnaðarmenn og verkafólk fremur hlynnt henni. mmmmrnm ... Töluverður munur var á afstöðu fylgjenda hinna ýmsu stjórnmála- flokka til Evrópubandalagsins og hugsanlegrar aðildar íslands að því. Þeir sem annað hvort töldu aðild æskilega eða óæskilega voru spurðir um afstöðu sína til stjórnmálaflokka. I Ijós kom að: • Andstaðan við aðild reyndist ' mest meðal stuðningsmanna Alþýðubandalagsins þar sem 39% töldu hana óæskilega. 37% stuðningsmanna AB sögðust hins vegar styðja aðild íslands að EB. • 61 % kjósenda Alþýðuflokksins var fylgjandi aðild og skera þeir sig úr, en formaður fokksins hefur verið formaður EFTA ráðsins í ár og leitt viðræðurnar við EB um sameiginlegt evr- ópskt efnahagssvæði. Rúm- lega 8% krata voru andsnúnir aðild. • 48% Sjálfstæðismanna taldi aðild að EB æskilega. Tæp 18% voru á móti. • 36% stuðningsmanna Kvenna- listans var fylgjandi aðild. Tæp 20% voru á móti. J

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.