Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 22
22 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fjármálakreppan úti í heimi heldur áfram að dýpka og ógnar framleiðslu og atvinnu mik- ils fjölda fólks. Þetta átti ekki og á ekki að geta gerzt, því að rík- isvaldið býr yfir stjórntækjum, sem eiga að duga til að vinna bug á djúpri kreppu eða kæfa hana í fæðingu. Ósætti í röðum stjórn- málamanna í Bandaríkjunum og Evrópu hefur tafið og trufl- að mótvægisaðgerðir, en Banda- ríkjastjórn hefur nú ráðizt gegn kreppunni með róttækum inn- gripum af hálfu ríkisins, úr því að einkageirinn liggur sem magn- vana af völdum kreppunnar. Evr- ópa, Japan og Kína hljóta að grípa til svipaðra ráðstafana. Þetta er enginn áfellisdómur yfir blönduð- um markaðsbúskap. Almannavald- ið þarf stundum að hlaupa í skarð- ið fyrir einkaframtakið og öfugt. Hvað getum við lært af kreppunni? Hvað getum við gert til að draga úr líkum þess, að sagan endurtaki sig? Mig langar að tilgreina tíu lærdóma. 1. Við þurfum lagavernd gegn vafasömum lánveitingum, gegn ránslánum, líkt og sjálfsagt þykir að hafa lög gegn skottu- lækningum. Vandinn er sá í báðum dæmum, að læknar og bankamenn vita jafnan meira um flóknar aðgerðir og flókna fjármálagerninga en grunlaus- ir sjúklingar og lántakendur og geta misnotað þessa slagsíðu. Lög myndu vernda lítilmagn- ann. 2. Matsfyrirtækjum á ekki að haldast upp að þiggja greiðsl- ur af bönkum, sem þau taka til mats. Þennan augljósa hags- munaárekstur þarf að girða fyrir án frekari tafar. 3. Þörf er á skilvirkara opinberu fjármálaeftirliti. Þingið í Wash- ington ákvað 1999 að létta af bandískum fjármálamarkaði hömlum, sem lagðar voru á hann 1933; þetta var liður í uppreisn repúblikana gegn arfleifð Roos- evelts forseta. Nú sést, að slök- unin var misráðin. 4. Embættismenn og stjórnmála- menn þurfa að kunna að lesa hættumerkin, þegar þau byrja að hrannast upp. Tilfinnanlegt var, að bankastjórn Seðlabanka Íslands reyndist ekki vita, að gjaldeyrisforði seðlabanka má ekki síga niður fyrir erlendar skammtímaskuldir bankanna. Látum vera, að stjórnmálamenn flaski á tæknilegum atriðum eins og þessu, en hátt settum embættismönnum á ekki að leyfast það; þess vegna meðal annars var bankastjórnin rekin. 5. Viðskiptabankar mega ekki vaxa efnahagslífinu og ríkis- valdinu yfir höfuð, því að þá geta hvorki seðlabankinn né ríkissjóður rækt hlutverk sitt sem lánveitendur til þrauta- vara, þegar bankarnir komast í kröggur. Því þarf að vanda vel til regluverks og eftirlits á fjármálamarkaði og stuðla að heilbrigðum vexti banka með bindiskyldu, skattheimtu og ströngum álagsprófum. 6. Viðskiptabönkum á ekki að líð- ast að starfrækja í öðrum lönd- um útibú, sem vaxa innláns- tryggingum heima fyrir yfir höfuð. Öðru máli gegnir um dótturfyrirtæki, því að inn- lán þar eru tryggð í útlöndum. Rekstur Landsbanka Íslands á útibúum erlendis og þær þungu skuldbindingar, sem þessi rekst- ur lagði skyndilega og óvænt á íslenzka skattgreiðendur, kann að varða við hegningarlög, en 249. grein þeirra hljóðar svo: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitt- hvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreið- ur fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ 7. Brýnt er að reisa trausta varn- arveggi milli bankastarfsemi og stjórnmála. Ríkisbankarekst- ur á Íslandi frá fyrstu tíð vitnar um þessa þörf. Þess vegna var einkavæðing gömlu ríkisbank- anna nauðsynleg. Spillt einka- væðing er ekki áfellisdómur yfir einkavæðingu, heldur yfir spillingu. 8. Nauðsyn ber til að láta þá, sem keyrðu bankana í kaf, sæta ábyrgð að lögum. Að minnsta kosti þarf að leiða sannleik- ann í ljós. Heiður Íslands er í húfi. Árangursrík endurreisn efnahagslífsins og trausts milli manna innan lands og út á við kallar á undanbragðalaust upp- gjör við fortíðina. 9. Rökin fyrir almennu aðhaldi í fjármálum ríkisins þurfa í bili að víkja fyrir brýnni þörf á inngripum ríkisins, úr því að einkaframtakið er lamað. 10. Við skulum ekki hrapa að röngum ályktunum. Þótt bank- ar þurfi nú ríkishjálp og hafi sumir færzt í ríkiseigu um skeið, eru bankastarfsemi og stjórnmál enn sem fyrr gör- ótt blanda. Reynslan ber vitni. Einkabankar þurfa strangt aðhald og eftirlit vegna kerfis- lægrar tilhneigingar þeirra til að vaxa of hratt og velta þung- um byrðum á saklausa vegfar- endur. Tíu lærdómar Í DAG | Hvað má læra af kreppunni? ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Davíð Stefánsson skrifar um alþingis- kosningar Þótt Guðmundur Andri Thorsson gangi ansi langt í að verja gjörðir Ingibjarg- ar Sólrúnar í pistli sínum í Fréttablað- inu mánudaginn 2. mars sl. snertir hann á mjög mikilvægri umræðu – æskilegu kosningabandalagi Samfylkingar og VG. Engum dylst að efnahagshrunið kom að okkur frá hægri hliðinni og að rætur þess er ekki hægt að rekja til vinstri stefnu í nokkrum einasta skiln- ingi. Einmitt þess vegna er mjög áríðandi að vinstri flokkarnir – VG og Samfylking – myndi stjórn eftir kosningar. Þetta er sögulegt tækifæri sem verður að grípa. Einstaklingar úr öllum flokkum virðast sam- mála því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi nauð- synlega á fríi að halda og kominn sé tími á nýjar áherslur í stjórn landsins. Margir gamlir kunn- ingjar mínir, íhaldssamir og helbláir til margra ára, taka líka undir þetta sjónarmið. Þeir líta svo á að sitt lið þurfi að fara í æfingabúðir, læra nýjar leikaðferðir og finna aftur kjarnann sinn. Þann tón má líka greina í drögum að skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæðis- flokksins. Slíkri endurskoðun ber auðvitað að fagna. Stjórnmálaflokkur byggir á sam- spili margra ólíkra þátta. Því miður hefur Sjálfstæðisflokkinn rekið af eigin leið síð- ustu árin og í ofanálag hafa flokksmenn hans blindast af leiðtogadýrkun og ofur- trú á kapítalíska hugmyndafræði. Núna súpum við öll biturt seyðið af því. En nóg um hægrimennsku og afleiðingar henn- ar: Við þurfum af öllu hjarta að snúa samfélag- inu aftur í átt að vinstrinu − að jöfnuði og félags- hyggju. Fyrir slíkum gildum munu aðeins tveir flokkar berjast: VG og Samfylkingin. Megi þeir sameinast í sterku og afgerandi kosningabandalagi til að íslensku samfélagi gefist færi á að sleikja sín djúpu sár og ná skjótum bata. Núna óska kjósendur eftir skýrum línum í stjórnmálum. Stígum heilla- skrefið og gerum opinbert kosningabandalag. Höfundur er bókmenntafræðingur og býður sig fram í forvali VG í Reykjavík. Myndum kosningabandalag DAVÍÐ STEFÁNSSON tilboðinu lýkur 8. mars Aðeins 5 DAGAR til stefnu Tryggðar tilboð N1 -5kr. / -15% Sæktu um núna á n1.is Í þágu lýðræðis Bjarni Harðarson, bóksali og tals- maður hins nýstofnaða L-lista, ritaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann reifar þá skoðun sína að það sé andstætt lýðræðinu að kjósa um aðildarviðræður við ESB, hvað þá um aðild. Rökin eru á þá leið að allar slíkar kosningar myndu kalla á nýjar kosningar þar til fengin væri niðurstaða sem væri hinu ólýðræðislega ESB að skapi og myndi lykta með afsali á sjálfsákvörð- unarrétti þjóðarinnar. Þetta er auðvitað hárrétt ábending hjá Bjarna. Að gefa almenningi kost á að ganga til atkvæða um framtíðarskipan mála hér á landi er augljóslega á skjön við lýðræðið. Í framhaldinu liggur því beint við að svipta þá kjörgengi sem aðhyllast ESB-aðild og lýsa þau framboð sem stefna á aðildarviðræður ólögleg. Í þágu lýðræðisins, sko. Í nafni lýðræðis Í viðleitni sinni til að efla lýðræðið og sporna við flokksræði hefur L-listinn þann háttinn á að efsti maður listans í hverju kjördæmi ræður hverjir verða með honum á framboðslista. „Er það lýðræði að einn ráði?“ spurði fréttamaður í hádegisfréttum RÚV í gær. „Lýðræðið getur aldrei komið að uppstillingu listanna,“ svaraði Bjarni Harðarson, talsmað- ur L-listans – en L-ið kvað standa fyrir lýðræði. Samhljóða Samtök iðnaðarins hafa sent frá sér ritling í tilefni af Iðnþingi 2009. Þar má meðal annars finna grein eftir Ólaf Ísleifsson hagfræðing um endurreisn efnahagslífsins. Ólafur tæpir meðal annars á peningamál- um í grein sinni og segir evruna blasa við sem framtíðargjaldmiðil Íslands. Athygli vekur hins vegar að kafli Ólafs um evruna er svo gott sem samhljóða ályktun endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins um peninga- og gjaldmiðilsmál. Enda mun sami höfundur hafa verið að verki. bergsteinn@ frettabladid.is S tuttu fyrir kosningar þarf að fara varlega í að breyta kosningalögum. Sérstaklega þegar kosningaundirbún- ingur er í raun hafinn. Mun eðlilegra og lýðræðislegra væri að slíkum lögum væri breytt, að undangenginni mikilli undirbúningsvinnu, í upphafi kjörtímabils, áður en þeir sem sitja á þingi og bera fram lagafrumvarpið verða hel- sjúkir af kosningaskjálfta. Það er þó ekki hægt að segja að þær breytingar sem voru til umræðu á Alþingi í gær, að framboðum gefist kostur á að velja á milli þess að bjóða fram óraðaðan eða raðaðan lista, sé róttæk breyting í eðli sínu eða að slík kosningalög muni leiða til mikilla umbreytinga á umhverfi íslenskra stjórnmála. Alþingiskosning- arnar komandi munu nú, sem endranær, byggjast á framboð- um flokka eða kosningabandalaga, líkt og kosningakerfið með úthlutun jöfnunarmanna gerir ráð fyrir. Persónukjörið verður því ekki algjört, líkt og er til dæmis í mun meira mæli á Írlandi, en möguleikar kjósenda til að hafa áhrif á mannaval gætu í sumum tilfellum aukist. Líklegt er þó að slík áhrif hafi frekar áhrif í þeim kosningum sem síðar koma, þar sem flestir flokkarnir hafa þegar ákveðið að bjóða fram raðaða lista, með því að halda próf- kjör þessa dagana. Aukið persónukjör þarf ekki heldur að hafa mikil áhrif á nýju framboðin sem nú hafa tilkynnt um framboð, þar sem þeir sem munu í raun leiða lista hvers kjördæmis, eða vera talsmenn kjör- dæmisins, eiga meiri möguleika á að verða kjörnir til þings en aðrir þeir sem á listunum verða. Talsmennirnir munu fá meiri kynningu en aðrir á listanum, í gegnum fjölmiðlaumfjöllun, og munu því eiga meiri möguleika. Þá gerir frumvarp það sem rætt var um á þingi í gær einnig ráð fyrir að hægt verði að raða ein- ungis hluta þeirra sem eru á listanum eða engum og taka því ekki afstöðu til allra eða nokkurs frambjóðenda. Óhægt er að segja til um hvert fylgi L-listans eða Borgara- hreyfingarinnar verður í komandi kosningum, þar sem þessi framboð hafa ekki enn mælst í skoðanakönnunum. Hægt er þó nú að taka tillit til þess að í nýbirtum skoðanakönnunum voru um tvö prósent sem sögðust myndu kjósa annað framboð en þá sem nú sitja á þingi. Um tíu prósent til viðbótar voru óákveðnir. Miðað við hversu fylgið hefur verið mikið á hreyfingu síðan í október er ekki ólíklegt að staðan breytist, en hún gefur ekki til- efni til mikillar bjartsýni um að nýju framboðin nái inn mörgum þingmönnum í hverju kjördæmi. Því eru stjórnmálahreyfingar í raun að velja sér framboðsefnið með því að velja sér talsmann í kjördæmi. Breytingar á kosningalögunum nú verða því líklega breyting- anna vegna, til að róa andóf og mótmæli almennings sem krefst breytinga, en munu varla hafa nokkur áhrif á raunverulegt val kjósenda á þingmönnum komandi þings. Breytingar á kosningalögum: Munu ekki hafa raunveruleg áhrif SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.