Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 48
32 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það er oftast gaman á tónleikum, en stundum verður maður vitni að einhverju sem hefur það mikil áhrif á mann að það helst skýrt í minn- ingunni í mörg ár eftir atburðinn sjálfan. Þannig var það með tónleika New Jersey-dúósins Dälek í Iðnó 10. september 2005. Þeir félagar komu þar fram á tónlistarhátíðinni Orðið tónlist sem bauð einnig upp á fína frammistöðu Ghostigital, Kimono o.fl., en þessar sveitir féllu samt alveg í skuggann. Dälek er skipuð rapparanum dälek og taktasmiðnum og upptökustjór- anum Oktopus. Þeir skera sig nokkuð úr tónlistarlega og spila harða blöndu af hip-hoppi og hávaðasömu tilraunarokki. Þeir hafa unnið með Ghostigital, – komu við sögu í laginu Black Sand á In Cod We Trust plöt- unni og eru á mála hjá sama plötu- fyrirtæki vestanhafs, Ipecac sem Mike Patton og Greg Werckman, fyrrum forsprakki Alternative Tentacles, reka. Tónleikarnir í Iðnó voru gríðar- lega kraftmiklir. Dagskrá Dälek var nær algerlega án hlés milli laga og hávaðinn var mikill. Það var engu líkara en Oktopus hamraði á tækj- unum og orkan hjá dälek var engu minni. Plötur Dälek standa fyrir sínu líka þó að þessi líkamlega orka sem stafar frá þeim félögum í návígi sé auðvitað ekki til staðar. Fyrir nokkrum vikum kom fimmta platan þeirra í verslanir. Hún heitir Gutt- er Tactics og er í ætt við fyrri plöturnar. Orkusprengja. „Eins og hip- hop spilað með krafti Melvins eða Black Sabbath,” sagði einhver. Það má kannski til sanns vegar færa. Þeir eru algjörlega í sérflokki. Þegar dälek var spurður út í tónlistina nýlega sagði hann það alltaf hafa verið eitt af einkennum hip-hoppsins að leita í tónlist annarra og finna þar eitthvað sem maður gerir að sínu eigin. „Afrika Bambaataa notaði brot frá Kraftwerk og við sækjum í Faust eða My Bloody Valentine.“ Harðhausar í sérflokki EFTIRMINNILEGIR Tónleikar harðhaus- anna í Dälek Iðnó 2005 eru enn í fersku minni. Helgi Hrafn Jónsson hefur sent frá sér sína aðra plötu, For the Rest Of My Child- hood. Platan hefur fengið frábærar viðtökur í skand- inavískum fjölmiðlum, þar á meðal 5 af 6 í tónlistarrit- inu GAFFA. For the Rest Of My Childhood kom út í Skandinavíu í októb- er og hefur Helgi verið á stans- lausu tónleikaferðalagi síðan þá. Í raun hefur hann verið á túr síð- ustu átján mánuði og skipt þar tíma sínum á milli hins færeyska Teits, Sigur Rósar og danska bás- únuleikarans Tinu Dico. Bæði hefur Helgi hitað upp fyrir þau og leikið með þeim uppi á sviði. „Mér finnst mjög gaman að spila með öðru fólki. Maður fær að spila alls konar tónlist og jafnframt get ég komið minni tónlist á framfæri,“ segir Helgi Hrafn. „Mér finnst ég vera orðin ofdekraður því allt þetta fólk er búið að byggja upp sinn feril á mörgum árum og byggja upp góðan áhorfendahóp. Ég hef fengið tækifæri til að spila fyrir ótrúlega áhorfendur sem eru ekki að drekka sig fulla eða öskra í eyrað á næsta manni. Þetta ár í fyrra var algjört ævintýri.“ Langar tónleikaferðir sem þess- ar hafa samt sína ókosti. „Það er rosalega gaman á svona túrum en það vonda við þá er að þeir skipta lífinu upp í tvennt. Annars vegar er það þessi bóla að vera á túr og síðan er það hitt lífið sem manni þykir vænt um. Það fer algjör- lega í rugl og maður missir takt- inn. Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar eins og ég hef komist að á síðustu vikum.“ Á síðustu tónleikaferð sinni um Skandinavíu var Helgi orðinn aðalnúmerið í fyrsta sinn á ferlin- um. „Ég var í fyrsta skiptið undir eigin nafni og með eigin bönd til að hita upp fyrir mig, sem er stórt skref tónlistarlega. Í fyrsta lagi þarf maður að spila miklu lengur og í öðru lagi eru menn komnir til að hlusta á þig en ekki öfugt, sem er meiri pressa en mjög gaman.“ Helgi flutti til Íslands haust- ið 2007 eftir að hafa verið í tón- listarnámi í Austurríki og byrj- aði þá fljótlega á nýju plötunni. Kláraði hann megnið af henni á fjórum til fimm mánuðum og er mjög ánægður með útkomuna. „Þó að ég sé stoltur af fyrstu plöt- unni þá var ég dálítið mikið að reyna að finna mína eigin rödd. Hún fór svolítið um víðan völl og þessi nýja plata gerir það örugg- lega líka en mér fannst bara svo ótrúlega gaman að gera hana,“ segir hann. Helgi ætlar að fylgja plötunni vel á eftir á þessu ári og er á leið í þriggja vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin. Þar mun hann hita upp fyrir Tinu Dico á átta tónleikum og aðstoða hana við upptökur í New York á tónlist við danska bíómynd. Í maí fer hann síðan í tveggja vikna tónleika- ferð um Þýskaland. Í millitíðinni heldur hann útgáfutónleika í Iðnó í byrjun apríl þar sem Íslending- ar fá tækifæri til að hlusta á hug- ljúfa popptónlist hans og angur- væra röddina. freyr@frettabladid.is Ofdekraður í ævintýraleit HELGI HRAFN JÓNSSON Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu, For the Rest Of My Childhood. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Plata vikunnar Jóhann Jóhannsson - Ford- lândia ★★★★ „Tónlistin á Fordlândiu er ein- hvers staðar á mörkum sígildr- ar tónlistar, kvikmynda- og raftónlistar, en fyrst og fremst er hún falleg og áhrifarík.“ TJ > Í SPILARANUM Grizzly Bear - Veckatimest Great Lake Swimmers - Lost Channels Bonnie „Prince“ Billy - Beware Black Lips - 200 Million Thousand U2 - No Line on the Horizon GRIZZLY BEAR U2 Rokktríóið Yeah Yeah Yeahs hefur ákveðið að flýta útgáfudegi sinnar þriðju plötu, It´s Blitz!, um rúman mánuð. Ástæðan kemur fáum á óvart, eða leki á netinu, sem virð- ist nánast ómögulegt að koma í veg fyrir. Platan verður gefin út stafrænt 9. og 10. mars og á geisladiski 31. mars og 6. apríl. Upphaflega átti platan að koma út um miðj- an apríl en þau áform eru farin út um þúfur. „Leyndarmálið hefur verið opinberað eftir að It´s Blitz! slapp úr klónum á okkur og út í hinn stóra og vonda heim. Hvers vegna ættu sumir að fá að hlusta á plötuna en aðrir ekki?“ sagði á heimasíðu sveitarinnar. „YYY hefur verið að springa úr æsingi yfir því að gefa plötuna út. Svona leki er leiðinlegur en við ráðum ekki við hann.“ Til að fylgja henni eftir ætlar hljómsveitin í umfangsmikla tón- leikaferð um Evrópu í kjölfar þátt- töku sinnar í Coachella-hátíðinni 19. apríl. Fyrstu tónleikarnir verða í Manchester 22. apríl og er þegar uppselt á þá. Þrjú ár eru liðin síðan önnur plata Yeah Yeah Yeahs kom út, Show Your Bones. Útgáfudegi flýtt um mánuð YEAH YEAH YEAHS Söngkonan Karen O og Nick Zinner úr Yeah Yeah Yeahs. NORDICPHOTOS/GETTY Breski plötusnúðurinn Fatboy Slim hefur skráð sig í meðferð í heimalandi sínu til að vinna bug á áfengisfíkn sinni. Umboðsmaður kappans staðfesti þetta. „Þetta er ekkert leyndarmál. Hann fór sjálfviljugur til að leysa þetta áfengis- vandamál sitt,“ sagði hann. Orðrómur var uppi um að Slim, sem heitir réttu nafni Norman Cook, hafi farið í áfengismeðferð 2002 en hann vís- aði því alfarið á bug. Fatboy hefur gert fimm hljóðversplötur á ferli sínum, síð- ast hina væntanlegu Here Lies Love sem hann samdi með David Byrne úr Talking Heads. Á meðal vinsælustu laga hans eru Praise You, Right Here Right Now og The Rockafeller Skank sem komu öll út á annarri plötu hans, You´ve Come A Long Way Baby, frá árinu 1998. Hún seldist eins og heitar lummur en síðan þá hefur ferill hans smám saman verið á niður- leið. Fatboy Slim í meðferð FATBOY SLIM Plötusnúðurinn Fatboy Slim, eða Norman Cook, hefur skráð sig í meðferð. NORDICPHOTOS/GETTY Bifreiðaeigendur athugið! Tímareimaskipti. Bremsuviðgerðir. Kúpplingsviðgerðir. Smurþjónusta. Tímapantanir í síma 5355826
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.