Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 46
30 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 12.00 Diddú heldur einsöngstón- leika í Hafnarborg í dag. Á efnisskránni eru aríur eftir Bellini, Donnesetti og Dvor- ak. Undirleik annast Ant- onía Havesi. > Ekki missa af … Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson halda tónleika í Borgarneskirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskrá eru ýmis þekkt lög af ferli Ellenar í bland við þjóðlög, sálma og nýtt efni af væntan- legum diski sem Ellen vinnur að þessa dagana. Íslenskur symbólismi er yfirskrift fyrirlestra, umræðna og ljóða- lesturs sem skáldið og sýningar- stjórinn Sjón mun standa fyrir í Hafnarhúsinu í tengslum við sýninguna Skuggadrengur - Alfreð Flóki í kvöld kl. 20. Tveir framsögumenn flytja erindi, þeir Benedikt Hjartarson og Guðni Elísson, og einnig verður lesið úr ljóðum og textum Sigfúsar Blöndal, Huldu, Sigurðar Nordal, Jóhanns Gunnars Sigurðssonar, Davíðs Þorvaldssonar og fleiri. Hálfri klukku- stund fyrir dagskrána, kl. 19.30, mun Sirra Sigurðardóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar, vera með leiðsögn um sýningu Alfreðs Flóka. Benedikt kallar erindi sitt „Unaðssemdir menn- ingar á fallanda fæti: Alfreð Flóki og fagurfræði dekadensins.“ Hann segir fáa íslenska listamenn hafa unnið jafn markvisst með hugmyndalegan og fagurfræðilegan arf þeirra strauma sem koma fram í evr- ópskri menningu um aldamótin 1900 og Alfreð Flóki og skyggn- ist inn í táknheim listamannsins og uppsprettur hans í sjónrænni menningu og bókmenntum evrópsks symbólisma og dekad- ens kannaðar. Sjónum verður beint sérstaklega að slagorðinu „hnignun“ eða „dekadens“ sem kemur upphaflega fram sem níðyrði um nýjungar í bók- menntum og listum um miðja 19. öld. Guðni Elísson segir frá fulltrúum þeirrar hreyfing- ar sem kennd er við aldarlokin í Evrópu (fin de siècle) sem koma fram á sjónarsviðið á Íslandi á öðrum áratugi aldarinnar. Þetta er lokaskeið íslenskrar nýrómantíkur og er þróuninni frá appollonískri viljahyggju umbótaskáldanna til díónýsíkrar nautnahyggju nú lokið. - pbb Flækjur symbólismans greiddar Alli Nalli er kominn á svið. Sögur Vilborgar Dagbjartsdóttur af drengnum komu fyrst út árið 1959. Það var fyrsta barnabókin sem Vil- borg Dagbjartsdóttir skrifaði og jafnframt fyrsta bókin sem kom út eftir hana. Það er því fimmtíu ára afmæli hennar sem höfundar sem hleypir leiksýningunni af stað en Möguleikhúsið frumsýnir á sunnu- dag verk sem byggist á sögunum þremur um Alla Nalla. Frumsýn- ingin er á sunnudag kl. 14 í Gerðu- bergi. Pössunarpíurnar Ólína og Lína eru mættar til að stytta ykkur stundir næstu þrjá stundarfjórð- ungana. Þær vita fátt betra en að vera með börnum, fara með þeim í leiki og gera annað skemmti- legt. Þær hafa líka ýmsar sögur að segja af honum Alla Nalla, sem var fyrsti krakkinn sem þær pössuðu. Þótt Alli Nalli væri oftast góður og þægur átti hann stund- um til að vera pínulítið óþekkur eins og aðrir krakkar. Eins og til dæmis þegar hann harðneitaði að borða grautinn sinn á kvöldin. Þá gaf mamma hans tunglinu graut- inn og tunglið stækkaði og stækk- aði … Bókinni um Alla Nalla og tungl- ið fylgdu barnabækurnar Sögur af Alla Nalla og Labbi pabbakút- ur, en það eru einkum þessar þrjár sem leiksýningin byggist á. Í ann- arri útgáfu fyrstu bókanna tveggja voru þær myndlýstar að nýju af Gylfa Gíslasyni myndlistarmanni. Vilborg hafði þá um langt árabil haldið úti barnasíðu í Þjóðviljan- um en sögurnar af litlu strákun- um hennar eru sérstakur kapituli í höfundarverki hennar. Frumsýningin markar einnig upphafið á samstarfi Menning- armiðstöðvarinnar Gerðubergs og Möguleikhússins en leikhúsið missti húsnæði sitt í fyrra. Sýningin er ætluð áhorfend- um á aldrinum 1 til 8 ára og tekur 45 mínútur í flutningi. Leikstjóri er Pétur Eggerz, tónlist er eftir Kristján Guðjónsson en leikmynd og búningar eftir Messíönu Tóm- asdóttur. Leikarar eru Alda Arn- ardóttir og Anna Brynja Baldurs- dóttir. pbb@frettabladid.is Alli Nalli og tunglið Í dag verða nýjar sýningar opnað- ar í galleríinu Start Art á Lauga- vegi. Þar eru á ferðinni Arnar Herbertsson í Forsal, Guðrún Öyahals á Loftinu, Björk Vigg- ósdóttir í Austursal niðri og þær Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þuríður Sigurð- ardóttir í Austur- og Vestursal uppi. Mestum tíðindum sætir sýn- ing á nýjum verkum Arnars Herbertssonar en hann hóf feril sinn á sjöunda áratugnum í skjóli SUM. Arnar fæddist á Siglufirði árið 1933 og stundaði nám í Mynd- listaskólanum í Reykjavík frá 1959-1967. Myndir Arnars hafa þróast til nokkuð sérstæðs myndheims. Í þeim er oft að finna sálræn- an þankagang, þar sem mynd- ir eru innan og utan við tíma og rúm og notkun tákna er ríkj- andi. Súrrealískur myndheimur og andrúmsloft tímaleysis ein- kennir verk Arnars sem hefur haldið fáar einkasýningar á ferl- inum en tekið þátt í þeim mun fleiri samsýningum hérlendis og erlendis. Aðalsteinn Ingólfsson skrifar inngang að sýningu Arn- ars og segir þar meðal annars: „Í heimi myndlistarlegrar ofgnótt- ar er sem betur fer enn hægt að finna verk sem eru svo sérstök – eða hreint og beint sérvisku- leg – að þau koma manni fyrir sjónir eins og sendingar frá ann- arri plánetu. Í þeim flokki eru tvímælalaust verk Arnars Her- bertssonar, sem illu heilli verð- ur að teljast einn af huldumönn- um íslenskrar nútímamyndlistar. Ekki svo að áhorfandinn velkist í vafa um meginþætti þessara verka, sjálfa tæknilegu hliðina eða grunneiningar þeirra. Hér er um að ræða nostursamlega mál- aðar olíumyndir á panel, þar sem myndmálið dregur dám af ýmsu því sem við könnumst við, til að mynda úr strangflatamálverki sjötta og sjöunda áratugarins og úr draumaveröld symbólista og súrrealista, kannski líka úr vél- tæknilegum fantasíum Eduardos Paolozzi. Nýting Arnars á þessari arf- leifð – eða efniviði – er hins vegar fordæmalaus; minnir helst á aðferðir sundurgreinandi (ana- lýtískra) kúbista. Í verkum hans sem byggjast upp á samspili ein- tóna flata eru allir möguleikar uppi á borðinu og nýttir til hins ítrasta: hefðbundin árétting tví- víðra flata, umritun flatanna í þrívídd, svif þeirra um ómælis- víddir eða skipan þeirra í óhagg- anleg mynstur sem minna um margt á mynsturmálverk áttunda áratugarins.“ pbb@frettabladid.is Arnar sýnir í Start Art LEIKLIST Anna Brynja Baldursdóttir og Alda Arnardóttir í Alla Nalla og tunglinu. MYNDLIST Eitt verka Arnars á sýningunni í Start Art. Hart í bak Þrettándakvöld Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.