Fréttablaðið - 05.03.2009, Side 42

Fréttablaðið - 05.03.2009, Side 42
26 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Félag íslenskra háskólakvenna hefur í gegnum tíðina styrkt íslenskar konur til háskólanáms. Nú hefur hins vegar verið brotið blað í sögu félagsins þar sem við höfum ákveðið að styðja er- lendar konur á Íslandi en oft eru þetta konur sem eiga hvergi annars staðar rétt á stuðningi til náms og starfa hér- lendis,“ segir Guðmunda Smáradóttir, sem situr í stjórn Félags íslenskra há- skólakvenna, og heldur áfram: „Verk- efnið kallast Félagsvinur - Mentor er málið og er hugsað til næstu fimm ára í samvinnu við Alþjóðahúsið. Þá ætlar félagið að styðja erlendar konur með fjárstyrk og enn fleiri með félags- stuðningi.“ Í dag er haldinn fræðslufundur á Hótel Holti, í Þingholti, frá klukk- an 8.30 til 10 þar sem erlendar konur segja frá löngun sinni til að læra eða fá menntun sína metna að heiman og von sinni að kynnast íslenskum konum og samfélagi. „Þar með fer verkefnið af stað en Ása Hauksdóttir frá Rauða krossinum mun segja frá verkefninu og Ingibjörg Hafstað, kennslustjóri frá Al- þjóðahúsinu, verður með framsögu þar sem hún segir frá kynnum sínum og reynslu af erlendum konum. Alþjóða- húsið er í beinum tengslum við þess- ar konur og bendir okkur á einstakl- inga sem eru kannski í hvað mestri þörf,“ segir Guðmunda áhugasöm. „Þá pörum við saman erlenda konu og ís- lenska eftir áhuga og þörfum, haldið er stutt námskeið og þeim fylgt eftir. Íslenski mentorinn hittir síðan félags- vin sinn einu sinni í viku,“ útskýrir hún og segist finna fyrir miklum áhuga og þakklæti. Til að standa undir kostnaði eru allir fræðslufundir félagsins fjáröflunar- fundir þar sem aðgangseyrir ásamt félagsgjöldum renna í styrktarsjóð- inn. „Öll fjáröflun er til þess að styrkja þessar konur og einnig munum við leita eftir styrkjum frá fólki og fyrirtækj- um. Um leið njótum við fræðslu og fé- lagsskapar á fundum og eflum tengsla- netið,“ segir Guðmunda. Nú þegar hefur verið haldinn einn fræðslufundur á þessu ári en hann var fyrir um mánuði síðan. „Þá var Anna Gunnarsdóttir hjá okkur sem er fyrsta konan til að verða barnaskurðlæknir á Íslandi. Hún sagði okkur frá lífi sínu og starfi með börnum og var það af- skaplega fróðlegur fundur. Næsti fund- ur er eins og fyrr segir kynning á nýju stuðningsverkefni okkar við erlendar konur en 2. apríl verður morgunverð- arfundur með Kristínu Völu Ragnars- dóttur, doktor í jarðefnafræði og for- seta verkfræði- og náttúruvísinda- fræðasviðs Háskóla Íslands,“ segir Guðmunda og nefnir að félagið leggi sig fram við að kynna þær flottu konur sem náð hafa langt á sínu sviði hér á landi. „Síðan má ekki gleyma vorfundinum 30. maí en þá snæðum við hádegisverð saman og Hulda Gunnlaugsdóttir, for- stjóri á einum stærsta vinnustað lands- ins, Landspítala – háskólasjúkrahúsi, kemur og segir frá því hvernig var að flytja heim frá Noregi og takast á við krefjandi starf. Þar kynnumst við nýrri konu í framlínunni,“ segir hún og bætir við: „Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á fræðslumorgnana en þeir eru opnir öllum og ekki er skylda að vera í félaginu. Við erum þakklátar fyrir allan stuðning og auk þess er sérstak- lega gaman að hittast á Hótel Holti og fá sér morgunverð saman,“ segir Guð- munda og brosir. hrefna@frettabladid.is FÉLAG ÍSLENSKRA HÁSKÓLAKVENNA: DÝRÐLEGIR DAGAR MEÐ ERLENDUM KONUM Styrkja erlendar konur á Íslandi til náms og starfa ÞAKKLÆTI OG ÁHUGI Guðmunda segist finna fyrir miklu þakklæti og áhuga frá erlendum konum á Íslandi vegna nýs verkefnis sem Félag háskólakvenna á Íslandi hefur tekist á hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓSEF STALÍN EINRÆÐISHERRA LÉST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1953. „Eitt dauðsfall er harmleik- ur; milljón dauðsföll eru töl- fræði.“ Stalín var um áratugaskeið einvaldur í Sovétríkjunum og framdi eitt af stærri þjóðar- morðum mannkynssögunnar. Bróðir okkar, mágur og frændi, Arnór Karlsson fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arnarholti í Biskupstungum, Bjarkarbraut 10 í Bláskógabyggð, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mið- vikudaginn 25. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 7. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði. Systkini hins látna og aðrir venslamenn. Þorlákur Jónsson frá Kiðjabergi, Kistuholti 3, Biskupstungum, lést 26. febrúar. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 14.00. Jarðsett verður á Stóru- Borg. Fyrir hönd samferðamanna og vina, Sigríður Stefánsdóttir, Bræðratungu. MERKISATBURÐIR 1638 Frakkland og Svíþjóð gera með sér Hamborg- arsamninginn sem kvað á um greiðslu Svía fyrir hernaðaraðgerðir gegn Habsborgurum. 1865 Kirkjan á Möðruvöllum í Hörgárdal brennur. 1932 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur starf- semi. 1933 Nasistaflokkurinn í Þýska- landi fær 44 prósent greiddra atkvæða í þing- kosningum. 1970 Ísland gerist aðili að Frí- verslunarsamtökum Evr- ópu. 1971 Alþýðubankinn hefur starfsemi sína. Hann varð síðar hluti af Íslands- banka. Fyrir sextíu og þremur árum síðan hélt Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, fræga ræðu þar sem hann nefndi járntjaldið í fyrsta skipti. Nasistaforinginn Joseph Goebbels var fyrstur til þess að vísa til þess að járntjald kæmi yfir Evr- ópu eftir heimsstyrjöldina í stefnuyfirlýsingu sem hann gaf út í þýska tímaritinu Das Reich í febrú- ar 1945. Ethel Snowden notaði hugtakið í bók- inni Through Bolshevik Russia árið 1920 en járn- tjaldshugtakið varð hins vegar fyrst almennt eftir að Churcill notaði það í járntjaldsræðunni 5. mars 1946. Járntjaldið var heiti á þeim sálrænu, hug- myndafræðilegu og oft efnislegu landamær- um sem skiptu Evrópu í tvennt frá lokum síðari heimsstyrjaldar 1945 til 1991 eða þar um bil. Á sama tíma hvarf hugtakið Mið-Evrópa nánast úr umræðunni en járntjaldið skipti Evrópu í Austur- Evrópu annars vegar og Vestur-Evrópu hins vegar. Í Austur-Evrópu þess tíma voru Sovétríkin og önnur Varsjársbandalagslönd en í Vestur-Evrópu voru þau Evrópulönd sem voru aðilar að NATO. ÞETTA GERÐIST: 5. MARS 1946 Churchill heldur járntjaldsræðu AFMÆLI BJARNI ÞÓR VIÐARSSON knattspyrnu- maður er 21 árs. EVA MENDES, bandarísk leikkona, er 35 ára. JOHN FRUSCIANTE, gítarleikari Red Hot Chili Peppers, er 39 ára. MC SOLAAR, franskur rapp- ari, er 40 ára. JÓN ORMUR HALLDÓRS- SON stjórnmála- fræðingur er 55 ára. SIGURÐ- UR VALUR SVEINSSON handknatt- leiksmaður er fimmtugur. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á almenning að senda inn ábend- ingar um brot á áfengislögum á heima- síðu sína. Í tilkynningu frá samtökunum segir að í tilefni tuttugu ára afmælis bjórsins á Ís- landi í vikunni hafi, sem fyrr, áfengisaug- lýsingum verið beint sérstaklega að börn- um og unglingum. Þrátt fyrir fjölda dóma vegna sambærilegra auglýsinga brjóti hags- munaaðilar lögin daginn út og inn að því er virðist átölulaust. Sem fyrr segir hvetja samtökin almenn- ing til að sýna hug sinn í verki og senda inn ábendingar á foreldrasamtok.is. Hagsmunaaðilar brjóta lög

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.