Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 56
40 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HESTAR Þriðja mótið í Meistara- deild VÍS fer fram í Ölfushöllinni í kvöld. Þá verður keppt í slak- taumatölti. Eyjólfur Þorsteinsson leiðir einstaklingskeppnina með 17 stig eftir tvö mót en Sigurður Sigurð- arson kemur annar með 12 stig. Þrír knapar eru síðan jafnir með 10 stig. Í liðakeppninni er lið Málning- ar efst með 85 stig og Skúfslækur er annar með 78 stig. - hbg Meistaradeild VÍS í kvöld: Keppt í slak- taumatölti TILÞRIF Þriðja keppnin í Meistaradeild VÍS fer fram í kvöld. MYND/JENS EINARSSON > Kári Kristján líklega til Sviss Línumaðurinn sterki í Haukum, Kári Kristján Kristjánsson, er líklega á leiðinni til svissneska félagsins Amicitia Zürich í sumar. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins ganga viðræður um tveggja ára samning vel og gæti dregið til tíðinda í vikunni. Ef af verður mun Kári leysa norska línumanninn Frank Löke af hólmi en Guðmund- ur Guðmundsson, tilvonandi þjálfari danska liðsins GOG, náði á dögunum samningum við Norðmanninn sterka. Amicitia Zürich er svissneskur meistari og á góðri leið með að verja titilinn. HANDBOLTI Það er um fátt annað talað í handboltaheiminum þessa dagana en hið meinta mútumál sem tengist Kiel og þjálfaranum Noka Serdarusic. Ísland átti eitt besta dómarapar Evrópu til margra ára - þá Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson - og Stefán sagði í samtali við Vísi í gær að hann hefði aldrei lent í því að vera boðnar mútur í starfi sem handknattleiksdómari. „Það þýddi aldrei neitt að ræða við dómara frá Norðurlöndun- um um þessi mál. Við fréttum því aldrei af neinu þessu líku,“ sagði Stefán við Vísi í gær. „Hins vegar hefur þessi umræða alltaf skotið upp koll- inum af og til - að dómarar frá gömlu austurblokkinni væru í þessu. En ég hélt að stórlið eins og Kiel tækju ekki þátt í svona löguðu. Þetta eru bestu félags- lið í heimi og ég hélt að þau færi ekki niður á svona plan. En hvað veit maður svo sem,“ sagði Stefán Arnaldsson að lokum. - hbg / esá Stefán Arnaldsson: Aldrei boðnar mútur ENGAR AUKAGREIÐSLUR Stefán lenti ekki í neinu vafasömu á sínum glæsta ferli. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FÓTBOLTI Þó svo Man. Utd hafi vænlega stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar hafa liðin í næstu sætum á eftir, Liverpool og Chelsea, neitað að játa sig sigruð í baráttunni. Liverpool sækir Man. Utd heim þann 14. mars og Rafa Benitez, stjóri Liverpool, lítur eðlilega á þann leik sem lykilleik. „Ef við vinnum þann slag verð- ur allt önnur staða upp á teningn- um,“ sagði Benitez sem var allur að hressast eftir sigurinn á Sund- erland á þriðjudag. Kollegi Benitez hjá Chelsea, Guus Hiddink, tekur í svipaðan streng og Spánverjinn. „United á vissulega leiki inni og er á mikilli siglingu. Unit- ed hefur reynsluna með sér en það er gott að við séum að vinna okkar leiki til þess að halda press- unni á þeim. Ég er mjög ánægð- ur með viðbrögð leikmanna sem hafa sýnt styrk í erfiðum stöðum. Leikmenn eru ekki sáttir þegar illa árar og bíta frá sér til þess að ná úrslitum,“ sagði Hiddink. - hbg Liverpool og Chelsea neita að gefast upp: Baráttan er ekki búin HALDA HAUS Hiddink vill halda press- unni á United. NORDIC PHOTOS/GETTY Að fim kl. Da 1. 2. alfund mtuda 20.30. gskrá; Venjule Önnur ur Kna ginn 19 g aðalf mál Knatt ttspyrn . mars undars Að spyrnu udeilda 2009 törf alfund deildar r Fylk ur Fylkis is verðu Stjórn 2008 r hald Íþrótta inn í Fy félagsi lkishöl ns Fylk l is. FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið í knattspyrnu vann frábæran og sögulegan sigur á Norðmönn- um í fyrsta leik sínum á Algarve- bikarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna vinnur Norðmenn sem höfðu unnið fjóra síðustu landsleiki þjóðanna með markatölunni 16-3. Sara Björk Gunnarsdóttir átti stórleik og skoraði tvö mörk en þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark. Norðmenn eru í 6. sæti á Styrk- leikalista FIFA og hafa unnið heimsmeistara- (1995), Evrópu- meistara- (1987 og 1993) og Ólymp- íutitil (2000). Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið vinnur lið svo ofarlega á listanum en Frakk- land var í 7. sæti þegar liðið tapaði fyrir Íslandi sumarið 2007. „Kvennalandsliðið hefur ekki áður unnið svo sterkan andstæð- ing. Þjálfari Noregs kom til mín eftir leikinn og sagði að sigurinn hefði verið vel verðskuldaður og sagði að við værum með áhugavert lið,“ sagði Sigurður Ragnar lands- liðsþjálfari kátur í leikslok. „Það var gott skipulag á varn- arleiknum og við sköpuðum okkur líka fleiri færi. Rakel Hönnudótt- ir fékk mjög góð færi og Katrín Jónsdóttir átti skalla í slána. Við sköpuðum okkur mun fleiri færi í leiknum heldur en Noregur,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Íslenska landsliðið hefur nú unnið 14 af 22 leikjum sínum undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfs- sonar frá því að hann tók við lið- inu í ársbyrjun 2007 en Sigurð- ur Ragnar segir að þessi leikur í gær sé í hópi þeirra bestu. „Þetta var flottur leikur. Ég er rosalega ánægður með liðið í þessum leik og hvað liðsheildin er orðin öflug. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og framtíðin er björt,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenska kvennalandsliðið hefur nú unnið sjö leiki í röð á Algarve- bikarnum, tvo síðustu leiki sína árið 2007, alla fjóra leikina í fyrra og svo fyrsta leikinn í ár í gær. „Við byrjuðu rosalega vel og fyrstu 20 mínúturnar voru mjög góðar. Síðan gáfum við aðeins eftir svo þær voru meira með boltann seinni hluta fyrri hálfleiks eftir að við komumst 1-0 yfir. Þær voru aðeins betri í seinni hluta fyrri hálfleiks en svo komu stelpurnar mjög sterkar út í seinni hálfleik- inn og kláruðu leikinn á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik. Við skoruðum tvö mörk, það var mjög gott skipulag á liðinu og við gáfum ekki nein færi á okkur í seinni hálfleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálf- ari sem var ekkert að breyta um leikstíl þótt liðið væri að spila við eitt besta landslið í heimi. „Við byrjuðum leikinn á hápressu eins og við erum vanar og ætluð- um síðan bara að sjá til hvar við stæðum á móti þeim,“ sagði Sig- urður Ragnar. Sara Björk Gunnarsdóttir skor- aði tvö marka íslenska liðsins og kom liðinu yfir í bæði skipt- in, fyrst í 1-0 strax á 16. mínútu og svo í 2-1 á sjöttu mínútu síðari hálfleiks. Bæði mörk hennar voru skallamark. „Sara átti frábæran leik, skoraði tvö mörk og eigin- lega pakkaði saman einum besta leikmanni í heimi á miðjunni hjá Noregi,“ sagði Sigurður Ragn- ar um frammistöðu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur en hún fór illa með Ingvild Stensland sem leikur með sænska liðinu Kopparbergs/Göte- borg FC. „Allt liðið átti frábæran leik og það er erfitt að taka einhvern út. Liðið spilaði fantavel. Ég notaði samt sex skiptingar og allar þær sem komu inn á stóðu vel fyrir sínu,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenska landsliðið spilar næst við Bandaríkin á föstudaginn. „Það verður ekkert léttur leikur næst þegar við mætum Bandaríkj- unum. Þær eiga að vera besta lið í heimi samkvæmt þessum heims- lista og það verður rosalega gaman að mæta þeim. Þá reynir bara enn frekar á liðið og við sjáum hvar við stöndum,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. ooj@frettabladid.is Sögulegur og sannfærandi sigur Ísland vann 3-1 sigur á Noregi í fyrsta leiknum á Algarve-bikarnum í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og pakkaði saman einum besta leikmanni heims. Landsliðsþjálfarinn var rosalega ánægður. FLOTTAR Kvennalandsliðið vann einn sinn stærsta sigur í sögunni þegar liðið lagði Norðmenn 3-1 að velli í Algarve-bikarnum í gær. Hér fagna Sigurður Ragnar og stelpurnar góðum úrslitum á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Bikarmeistarar Stjörnunnar eiga á hættu að missa af úrslitakeppninni í Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir þrjú töp í röð. Liðið vann óvæntan sigur á toppliði KR í bikarúrslitaleiknum í Höllinni á dögunum en hefur síðan tapað fyrir KR, Keflavík og Breiðabliki í deildinni. Stjarnan fær eitt heitasta lið deildarinnar, Snæfell, í heimsókn í Garðabæinn í kvöld. „Við bjuggumst alveg við því eftir bikarúrslitin að lið myndu taka okkur alvarlega. Við erum reyndar búnir að tapa fyrir tveimur af betri liðunum, Keflavík og KR, en ég var alveg hrikalega svekktur með leikinn á móti Breiðabliki,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við erum aftur komnir með bakið upp við vegginn ef við ætlum að koma okkur inn í þessa úrslitakeppni,“ segir Teitur. Hann sér ekki betur en vandamálið í síðustu leikjum liggi í hausnum á hans mönnum. „Ég held að þetta sé aðallega í hausnum á mönnum þegar menn eru að klikka á snið- skotum og vítaskotum sem menn geta gert hundrað sinnum í röð án þess að klikka úr þeim. Þegar svoleiðis fer forgörðum þá er þetta allt í hausnum,“ segir Teitur en Stjarnan klikkaði á fimmtán vítum í fimm stiga tapinu á móti Blikum. Það gæti dugað Stjörnunni að vinna einn leik til viðbótar en liðið mætir Snæfelli á heimavelli í kvöld og FSu á útivelli á sunnudags- kvöldið. „Við hugsum bara um Snæfell núna. Þeir eru með hrika- lega vel mannað byrjunarlið. Þeir eru stórir og skynsamir allir og það er ekkert sem kemur þeim úr jafnvægi. Þeir eru yfirvegaðir og með reynslu þannig að við þurfum að ná okkar allra besta leik til þess að eiga roð í þá,“ segir Teitur og Stjörnuliðið þarf þá að rífa sig upp eftir síðasta leik á móti Blikum. „Ef við spilum eins og á móti Breiðabliki þá verðum við jarðaðir. Það er bara þannig. Við vorum mest svekktir með Blikaleikinn af öllum þessum tapleikjum af því að okkur fannst við vera að tapa fyrir verra liði,“ sagði Teitur rétt fyrir síðustu æfingu liðsins fyrir leikinn í kvöld. TEITUR ÖRLYGSSON, ÞJÁLFARI STJÖRNUNNAR: ÞRÍR TAPLEIKIR Í RÖÐ EFTIR AÐ BIKARMEISTARATITILLINN KOM Í HÖFN Verðum jarðaðir ef við spilum eins og á móti Blikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.