Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 4
4 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR SAMKEPPNISMÁL Hagar skulu greiða 315 milljónir króna í stjórnvalds- sekt fyrir stórfellda misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar sam- keppnismála sem staðfestir þar með úrskurð Samkeppniseftirlits- ins (SE) frá því í desember. Um er að ræða brot sem fram- in voru í verðstríði á milli Bón- uss og annarra lágvöruverðs- verslana, einkum Krónunnar, á árunum 2005 til 2006. Verðstríð- ið hófst þegar Krónan kynnti allt að fjórðungs verðlækkun á mjólk- urvörum. Verðstríðið vatt mjög upp á sig og þegar hæst stóð seldi Bónus mjólkurvörur á nánast ekki neitt. Verslanir Bónuss voru vegna þessa reknar með hundruða millj- óna tapi. SE komst að þeirri niðurstöðu að slík undirverðlagning fyrirtækis í markaðsráðandi stöðu hafi verið til þess fallin að hindra samkeppni og koma þeim skilaboðum til keppi- nauta á markaði að engum líðist til frambúðar að bjóða lægra verð en gengur og gerist hjá Bónus. Áfrýj- unarnefndin fellst á öll rök SE. „Þetta eru mikil vonbrigði og við munum fara með þetta áfram fyrir dómstóla,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Verið sé að refsa Högum fyrir það að selja ódýrt. „Þessi úrskurður gefur það í skyn að Samkeppniseftirlitið vinni markvisst að því að draga úr sam- keppni,“ segir hann. - sh Forstjóri Haga segir Samkeppniseftirlitið vinna að því að draga úr samkeppni: 315 milljóna sekt Haga staðfest VERÐSTRÍÐ Bónus seldi mjólk á sama og ekki neitt til að laða að viðskiptavini. Tap varð á rekstrinum vegna þess. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI www.ellingsen.is TB W A\ RE YK JA V ÍK \ S ÍA 35–50 % AFSLÁ TTUR AF ÖLLU M CO LUMB IA FATNA ÐI COLUMBIA- DAGAR 5.–14. mars VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 16° 7° 6° 9° 5° 7° 5° 4° 4° 4° 19° 6° 7° 23° 1° 7° 13° 2° Á MORGUN 8-13 m/s á Vestfjörðum annars 3-8 m/s LAUGARDAGUR 8-13 m/s á Vestfjörðum annars hæg breytileg átt ÁGÆTT SYÐRA Sé horft á veðurhorf- urnar fram yfi r helgi eru þær góðar fyrir sunnanvert landið. Heildrænt séð verður þar yfi rleitt bjart veður en snjókoma eða él norðanlands og austan. Það verður að líkindum ekkert mjög sólríkt á laugardaginn en vindurinn verður hægur og úrkomulítið. Hann mun hins vegar blása á Vestfjörðum í dag og næstu daga. -3 -4 -5 -4 -4 -2 -2 0 -2 0 -8 6 10 12 9 5 8 8 15 5 6 8 -1 -6 -4 0-3 -5 -2 -3 -4 -5 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur RÚSSLAND Í bréfi frá Barack Obama Bandaríkjaforseta bauð hann Rússum að falla frá áformum um eldflaugavarnir í Póllandi og Tékk- landi gegn því að Rússar starfi með Ba nda- ríkjamönnum að því að tryggja að Íranar komi sér ekki upp kjarnorkuvopn- um. Natalíja Timakova, talsmaður Dmitrís Medvedevs Rússlands- forseta, segir að vísu ekkert hæft í því, að einhver skilyrði hafi verið sett í bréfinu eða ákveðin tilboð gerð um samstarf. Reiknað er með því að utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Rússlands, þau Hillary Clinton og Sergei Lavrov, muni ræða þessi mál þegar þau hittast í Genf á föstudaginn. - gb Bréf frá Obama til Rússa: Vill samstarf gegn Írönum SKATTAMÁL Þegar illa statt fyrir- tæki er selt í gegnum svokallað söluferli hjá bönkum ætti félagið að greiða full- an tekjuskatt af niðurfelldum skuldum, miðað við þær fregnir sem berast úr bönkunum. Fyrirtækin virðast ekki uppfylla þau skilyrði sem víkja þeim ann- ars frá skatt- skyldu: þau eru ekki í nauða- samningum, gjaldþroti eða í greiðsluaðlög- un. Þetta er mat Símons Jóns- sonar, forstöðu- manns skatta- sviðs KPMG. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem skuldar 500 milljónir. Kaupandinn greiðir 50 milljónir í nýtt hlutafé og tekur yfir 200 milljónir af skuldunum. Eftir standa 250 milljónir króna af skuldum, og eru sagðar niður- felldar. Nýir eigendur að fyrrgreindu fyrirtæki þurfa því að greiða fimmtán prósenta skatt af 250 milljónum, en tekjuskattshlut- fall fyrirtækja var í fyrra lækk- að úr átján prósentum af ríkis- stjórn Geirs H. Haarde. En væri hið sama gert við einstaklinga þyrftu þeir að greiða 37,2 pró- senta skatt. Fimmtán prósent af 250 milljón- um króna gera 45 milljónir, nærri því jafnmikið og lagt er í nýtt hlutafé ímyndaða fyrirtækisins. Spurður hvort þessi niðurfell- ing skulda sé hagkvæmasta leið- in fyrir bankann og kaupandann, segir Símon að það þurfi að meta í hverju tilfelli. Önnur leið væri til að mynda niðurfærsla skulda. Þá eru skuldirnar metnar lægra í bankanum, en þær má svo hækka aftur, ef fyrirtækið kemst á beinu brautina. Á meðan sé skuldarinn ekki skattskyldur að þessu leyti. Hins vegar gagnist niðurfelling- in líklega ekki bönkunum, skatta- lega séð. Þeir hafi ofgnótt frá- dráttarmöguleika við núverandi aðstæður og séu ef til vill þegar búnir að eyða tekjuskattstofni sínum. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri vill ekki úttala sig um þessi mál að svo stöddu en segir þó: „Í þessu umróti sem nú er í íslensku þjóðlífi mun ríkisskatt- stjóri fylgjast mjög vel með að allar upphæðir séu gefnar upp til skatts.“ klemens@frettabladid.is Gætu borgað álíka í skatt og í nýtt hlutafé Þau fyrirtæki sem bankarnir setja í söluferli frekar en nauðasamninga eða gjald- þrot eiga að greiða fullan tekjuskatt af niðurfellingu skulda sinna, þegar nýir eigendur hafa tekið við. Ríkisskattstjóri segist fylgjast mjög vel með öllu þessu. DMITRÍ MEDVEDEV NIÐURFELLING GÆTI ORÐIÐ DÝR Það gæti komið við pyngjuna að kaupa illa stödd félög í gegn um bankana. Miðað við upplýsingar sem borist hafa frá bönkum og skattayfirvöldum þurfa þeir að greiða fimmtán prósent skatt af niðurfelldum skuld- um. SÍMON JÓNSSON SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON SKATTAMÁL Þeir starfsmenn Kaup- þings sem fengu eina fimmtíu milljarða króna lánaða til hluta- bréfakaupa í bankanum þurfa líklega að gefa upp til tekna á skattframtali það hagræði sem þeir nutu af láninu. Þegar launagreiðandi veit- ir starfsmanni lán, skal miðað við fjórtán prósenta vexti og verðbætur. Séu vextir á láninu lægri en þetta, skal starfsmað- urinn telja sér mismuninn til tekna á skattframtali. Sama á við um greiðslufresti og afborganir af kaupum á hlutabréfum eða öðrum eignum. Af fyrrgreindum mismuni á þessu öllu skal greiða tekjuskatt. Lán starfsmannanna stendur enn óbreytt í nýja bankanum. - kóþ Starfsmenn Kaupþings: Greiða skatt af vaxtahagræði VÍMUEFNI Þeir kannabisneytendur sem leituðu aðstoðar SÁÁ í síð- asta mánuði velja fremur gras, maríúana, oft framleitt innan- lands, en inn- flutt kannabis- efni, svo sem hass. Þetta má lesa á vef SÁÁ. Þar er birt ný verðkönnun 28 sjúklinga og kemur fram að vímuefni hækki nokk- uð í verði. Mest hækkar kóka- ín, úr 11.500 í janúar og í 14.750 og hefur aldrei mælst dýrara. Grammið af amfetamíni hefur verið um og yfir 5.000 krón- ur síðustu fjóra mánuði. Grasið kostar 3.380 og hækkar um 530 krónur milli mánaða. Hass kost- ar 2.670 grammið. Heróín mun hafa kostað 30.000 krónur grammið. - kóþ Vímuefnamarkaðurinn: Kannabisfólk velur íslenskt EFNAHAGSMÁL Öflug fyrirtæki sem skapa verðmæti og stuðla að vexti eru frumforsenda þess að þjóðin geti haldið áfram að vaxa og dafna. Þetta kemur fram í rit- inu Vöxtur og verðmæti - mótum eigin framtíð sem verður lagt fram á Iðnþingi Samtaka iðn- aðarins. Ritið fjallar um efna- hagsvandann sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þingið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík og hefst með aðalfundi SI klukkan 10. Klukk- an 13 hefst opinn fundur þar sem Össur Skarphéðinsson og Helgi Magnússon formaður SI taka til máls meðal annarra. - sls Iðnþing Samtaka iðnaðarins: Öflug fyrirtæki forsenda vaxtar KANNABISPLÖNTUR STJÓRNMÁL Óbreytt uppröðun verður í þrjú efstu sætin á lista Vinstri grænna í Norðausturkjör- dæmi. Talningu í forvali flokks- ins lauk í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið. Þuríður Backman hafnaði í öðru sæti, Björn Valur Gíslason í þriðja og Bjarkey Gunnarsdóttir í því fjórða. Alls var kosið í átta sæti. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur óánægja sé meðal flokksmanna í kjördæm- inu með að ekki hafi orðið nein endurnýjun í þremur efstu sæt- unum. - bj Forval í Norðausturkjördæmi: Þrjú efstu sætin hjá VG óbreytt GENGIÐ 04.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 176,426 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,14 114,68 160,71 161,49 142,81 143,61 19,164 19,276 15,926 16,02 12,391 12,463 1,1487 1,1555 166,27 167,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.