Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 32
 5. MARS 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Brie-ostar úr íslenskri geita- og sauðamjólk hafa verið framleiddir undanfarin ár hjá MS í Búðardal. Mjólkin var drýgð með kúa- mjólk þar til fyrir um ári þegar farið var að framleiða ostana úr hreinni geita- og sauða- mjólk. „Okkur finnst það meira ekta,“ segir Jó- hannes H. Hauksson, ostameistari í Búðardal. „Fram að þessu hefur framboðið af mjólkinni ekki verið mikið en geitamjólkin kemur nær eingöngu frá Jóhönnu á Háafelli. Sauðamjólk- in kemur víðar að, bæði að norðan og vestan. Við framleiðum því ekki mikið magn í einu en það hefur ekki verið vandamál að selja vör- una. Ostarnir þykja mjög góðir.“ Magnið í einu er það lítið að safna þarf mjólkinni í frost áður en fram- leiðsla getur hafist. Ostarnir eru síðan framleiddir eins og hefðbundnir brie- ostar. Jóhannes segir gæði íslenskra osta einstök. „Hráefnið er frábært. Við framleið- um eingöngu mygluosta hér í Búðar- dal og erum með tvær tegundir í sölu í Bandaríkjunum, Höfðingja og Dímon. Bandaríkjamennirnir smökk- uðu líka geitabrie-ostinn og spurðu strax hvað þeir gætu fengið mikið af honum, við værum ekki í vandræðum með að selja meira af þessari vöru.“ - rat Úrvals ostar úr íslenskri sauða- og geitamjólk Hjónin Kristján Oddsson og Dóra Ruf á Neðra-Hálsi í Kjós framleiða lífræna mjólk. Hún er síðan notuð í jógúrt, smjör, skyr og ís frá fyrirtæk- inu Biobú sem þau Kristján og Dóra stofnuðu árið 2002. „Þetta tók langan tíma því í upphafi var þetta aðeins hugsjón,“ segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra- Hálsi í Kjós, sem er einn fárra bænda á Íslandi sem stundar líf- rænan kúabúskap. Kristján hefur unnið við búskap frá unga aldri enda er hann fæddur og upp alinn á Neðra-Hálsi og rak búið ásamt föður sínum frá 1978 en tók alfarið við búrekstrinum árið 1982. „Þá var ég búinn að ná í kon- una mína en við erum mjög sam- stiga í áhuga okkar á lífrænni rækt- un,“ segir Kristján og tekur fram að Dóra kona hans sé frá Sviss þar sem lífræn ræktun var komin mikið lengra á veg en hér á landi fyrir þrjátíu árum. „Þar kynntist maður þessum sjónarmiðum og sú kunn- átta bakkaði okkur upp í að reyna þetta hér,“ segir Kristján. Þau hjón- in tóku sér langan tíma til að laga búreksturinn að lífrænu formi. „Við minnkuðum smám saman tilbú- inn áburð og vorum lengi að hugsa okkur í gegnum þetta enda er alltaf áhætta að breyta til,“ segir Kristj- án en til dæmis er hætta á að grasið á túnum hætti að spretta ef snögg- lega er hætt með tilbúinn áburð. „Þar sem við tókum þetta yfir svona langan tíma hefur umbreyt- ingin verið nokkuð átakalaus og kostunarlítil,“ segir Kristján en þau Dóra byrjuðu fyrst að rækta lífræn- ar gulrætur sem fóru á markað árið 1989. Þegar sett var á alþjóðlegt vottunarkerfi árið 1994 sóttu þau um og fengu síðan lífræna vottun á allan búreksturinn árið 1996. Um fjörutíu mjólkandi kýr eru á Neðra-Hálsi sem framleiða 150 þús- und lítra af mjólk á ári. Árið 1998 hóf Mjólkursamsalan framleiðslu á lífrænni mjólk frá Neðra-Hálsi en vildi ekki fara út í fleiri lífræn- ar afurðir. Úr varð að Kristján og Dóra ákváðu að stofna fyrirtækið Biobú árið 2002. „Við gerðum þá samning við MS um að kaupa þá líf- rænu mjólk sem ekki var notuð hjá þeim,“ útskýrir Kristján, sem hætti í grænmetisrækt um þetta leyti og einbeitti sér að mjólkurfram- leiðslu. Fyrst um sinn var framleidd jógúrt í Biobú en síðan hafa nokkrar vörutegundir bæst við á borð við gríska jógúrt, skyr og það nýjasta er líf- rænt smjör, mysuís og rjóma- ís sem koma á markað innan fárra vikna. Kristján segir reksturinn ganga ágætlega. „Kreppan sverf- ur vissulega að en við munum lifa hana af,“ segir hann glaðlega og bætir við að lífrænir bændur standi ágætlega að vígi miðað við aðra þar sem tilbúinn áburður hefur hækk- að mikið í verði. Inntur eftir því hvort þeim hafi ekki tekist að smita fleiri bænd- ur af hinum lífræna áhuga segir Kristján: „Menn eru almennt já- kvæðir en eitthvað stendur í þeim, þeir eru ekki tilbúnir að sleppa áburðinum.“ Hins vegar segir hann kreppuástandið örugglega verða til þess að menn skoði þessa hluti af meiri alvöru. - sg Hugsjón varð að veruleika Dóra og Kristján á Neðra-Hálsi í Kjós vitja um kýrnar sínar sem aðeins borða hey en ekki korn eða annan fóðurbæti. RÉTTABLAÐIÐ/GVA Lífrænt smjör og ís frá Biobúi eru væntanleg í verslanir á næstu vikum. Annars framleiðir Bióbú gríska jógúrt, skyr og sex bragðtegundir af jógúrt. 466 1016 www.ektafiskur.is frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  Gæðabakstur ehf. Álfabakka 12 | 109 Reykjavík | S: 545 7000 Veljum íslenskt Gæða kleinur Orku- kubbur gott í dagsins önn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.