Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 5. mars 2009 39 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 05. mars ➜ Tónleikar 12.00 Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Antonía Hevesi verða með tónleika í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Á efnisskránni eru aríur eftir Bellini, Donizetti og Dvorak. Aðgangur ókeypis. 12.15 Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari verða með hádegistónleika í Gerðubergi þar sem á efnisskránni eru m.a. verk eftir Pál Ósílfsson og Johann- es Brahms. 20.00 Chronolium spila á Fimmtu- dagsforleik Hins Húsins við Pósthús- stræti. Gengið inn Austurstrætismegin. Aðgangur ókeypis og allir 16 ára og eldri velkomnir. 20.00 Ellen Kristj- ánsdóttir og Eyþór Gunnarsson verða með tónleika í Borgarneskirkju þar sem á efnisskránni verður nýtt efni frá Ellen í bland við eldra. 20.30 Valgeir Guðjónsson er gestur Jóns Ólafssonar í tónleikaröðinni „Af fingrum fram“ í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Sérstakur gestur er Páll Óskar Hjámtýsson. 21.00 Hammondtríó Þóris Bald- urssonar ásamt Andreu Gylfadóttur, verður með tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg. ➜ Opnanir 17.00 Arnar Herbertsson, Guðrún Öyahals, Björk Viggósdóttir, Anna Eyj- ólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þuríður Sigurðarsdóttir opna sýningar í START ART listamannahúsi við Laugaveg 12b. ➜ Bókmenntakvöld 20.00 Bókmenntakvöld verður haldið á Kaffi Kafka við Laugarveg 22 þar sem lesið verður upp úr verkum, þýðingum og frumsömdu efni. Upplesturinn er opinn öllum og aðgangur ókeyp- is. Fram koma Birgitta Jóns- dóttir, Una Björk Sigurðardóttir, Davíð Stefáns- son, Hörður Gunnarsson og fleiri. ➜ Tónlist 21.00 Breakbeat.is kvöld verður hald- ið á Jacobsen við Austurstræti. Plötu- snúðar kvöldsins verða Anton, TMUS og Gunni Ewok. Aðgangur ókeypis. 22.00 Á Bítboxkvöldi Glaumbars við Tryggvagötu koma fram tónlistarmenn- irnir Steve Sampling og Beatmakin Troopa. Aðgangur ókeypis. ➜ Blús Blúshátíðin Norðurljósablús verður haldin á Höfn í Hornafirði dagana 5-7 mars. Ókeypis er á alla viðburði. 21.00 Guðgeir Björnsson leikur á Hótel Höfn við Víkurbraut. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Halla Gunnarsdóttir heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í stofu 104 á Háskólatorgi við Sæmundargötu 4. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 14.00 Málþing um áhrif Norðurlanda á umhverfisstefnu ESB verður haldið í Norræna húsinu við Sturlugötu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir og Elin Lerum Boasson flytja erindi. 17.15 Júlíana Magnúsdóttir flytur erindið „Saga til næsta bæjar“ sem fjallar um sagnir, samfélag og þjóðtrú sagnafólks frá austurhéraði Vestur- Skaftafellssýslu. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 102 í Odda, Sturlugötu 3. 19.30 Fyrirlestrar, umræður og ljóða- lestur verður í tengslum við sýning- una Skuggadrengur - Alfreð Flóki, í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Pub Quiz 21.00 Pub Quiz verður haldið á Dillon Sport- bar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirði. Einar Ágúst spilar frá kl. 22. Aðgangur ókeypis. ➜ Myndlist Harpa Dögg Kjartansdótt- ir og Katla Guðrún Jónasdóttir hafa opnað sýninguna „Innra rými“ í Listasal Iðu-hússins við Lækjargötu. Opið alla daga kl. 9-22. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Leikarinn Robin Williams hefur frestað fjórum uppistandssýning- um sínum vegna veikinda. Hann hefur átt erfitt með andardrátt og var ráðlagt af læknum að taka sér frí í eina viku. Hinn 57 ára Williams ætlar að koma fram í áttatíu borgum í Bandaríkjunum með sýninguna sem nefnist Weap- ons of Self-Destruction. Næsta sýning eftir hvíldina er fyrirhug- uð í Jacksonville á mánudag. Robin frestar uppistandiLagið Asleep in a Hiding Place með hljómsveitinni múm er að finna á safnplötunni Causes 2 sem kemur út 5. maí. Allur ágóði rennur til sam- takanna Læknar án landamæra, Mannréttindavaktin og Oxfam America sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta ástandið í Darfur-héraði. Múm er í góðum félagsskap á plötunni því þar eru einnig sveit- ir á borð við Gnarls Barkley, LCD Soundsystem, My Morning Jack- et, Devendra Banhart og The Decemberists. Fyrsta Causes-platan kom út 2007 þar sem sveitir á borð við Animal Collective, The Shins og Spoon áttu lög. Múm styrkir Darfur-hérað MÚM Hljómsveitin múm á lag á plötunni Causes 2 ásamt sveitum á borð við Gnarls Barkley og My Morning Jacket. ROBIN WILLIAMS Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is B HÓTEL HOLT A MOJITO FIMMTUDAGSKVÖLD Í MARS Mojito 2 fyrir 1 Havana Club kokteilar 2 fyrir 1 Öl á aðeins 399 kr. HAPPYHOUR ALLA DAGA MILLI 15 OG 18. Nú er gaman á Hótel Holti. Mojito-kvöld öll fimmtudagskvöld í mars. Leikhúsmatseðillinn okkar hefur slegið rækilega í gegn og nú gerum við enn betur og bjóðum þriggja rétta tilboðsmatseðla í hádeginu og á kvöldin. Um helgar bjóðum við alla fjölskylduna velkomna í gourmet lambalæri og Béarnaise. Verið hjartanlega velkomin, starfsfólk Hótel Holts, Gallery Restaurant. LEIKHÚSMATSEÐILL Leikhúsmatseðill er framreiddur frá kl. 18-20 alla daga vikunnar og er í boði fyrir alla matargesti. Borðapantanir til kl. 19. Gufusoðin Klausturbleikja með sveppum og beikoni ásamt döðlugljáa Steikt dádýr eða fersk smálúða, sellerírótarflauel og rauðvínssósa Hálfbökuð karamellukaka og vanilluís Verð aðeins 4.990 kr. FORRÉTTIR Saltfiskbollur og dill Aioli í salatlaup Brasseraðir folaldaskankar „Oriental“ í opnu ravíolí Innbökuð gæsalæri í smjördeigi umlukin íslenskum aðalbláberjum Ekta frönsk lauksúpa að hætti Parísarbúa AÐALRÉTTIR Steikt klaustursbleikja, sveppir og beikon í döðlum ásamt flauelismjúkum kartöflum Gufusoðin lúða á pottaelduðu grænmeti í engiferkrydduðu soði Íslenskar sjávarafurðir og kanadískur humar í humarsósu að hætti „Fernand Point“ Dádýrasteik ásamt kremuðum villisveppum, steiktum kartöflum og rauðvínssósu EFTIRRÉTTUR Kirsuber í eigin safa ásamt vanilluís og vöfflu Crème Brûlée HÁDEGISSEÐILL & TILBOÐSKVÖLDSEÐILL SUNNUDAGA/MÁNUDAGA/ÞRIÐJUDAGA Þriggja rétta kvöldmatseðill á aðeins 4.200 kr. Verð á hádegisseðli: Frá 1.980 kr. Gallery Restaurant býður 15% afslátt af matseðli, a la carte, öll kvöld vikunnar. Borðapantanir í síma 552 5700 og á gallery@holt.is Opið alla daga í hádeginu og á kvöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.