Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 34
 5. MARS 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Taubleiur njóta síaukinna vin- sælda og hefur síður en svo dreg- ið úr þeim eftir að kreppan skall á. Grafíski hönnuðurinn Hlín Ólafs- dóttir selur heimasaumaðar bleiur á vefsíðunni www.montrassar.net og segist varla anna eftirspurn. „Ég byrjaði að sauma bleiur fyrir dóttur mína en fór svo að bjóða þær til sölu fyrir um hálfu ári síðan. Í framhaldinu setti ég upp vefsíðu sem ég hef ekki náð að klára sökum anna.“ Hlín saumar bæði bleiuhulst- ur, eða cover, og vasableiur. Ytra lag vasableiunnar er gert úr svo- kölluðu PUL-efni sem er vatns- helt polyester. Það er svo fóðrað með flísefni, pólyester eða bamb- us. Í bleiuna má setja venjulegar taubleiur eða innlegg úr microfi- ber og hampi sem draga vel í sig. Viðskiptavinir Hlínar geta valið saman hulstur, fóður og smellur og býður hún upp á allt frá einlit- um bleium yfir í regnboga- og hlé- barðamunstur. Hlín tekur við pöntunum einu sinni í mánuði og segir hún þeim rigna inn. „Ég hef ekkert auglýst og hefur fiskisagan bara flogið,“ segir Hlín sem saumar bleiurnar á gamla TOYOTA-saumavél móður sinnar. Spurð segir Hlín fyrst og fremst hafa ákveðið að snúa sér að margnota bleium til að vernda umhverfið en þegar upp er stað- ið segir hún þær auk þess mun ódýrari kost. Hún segir passlegt að eiga um tólf bleiur og að þannig sé hægt að komast upp með að þvo annan hvern dag. „Við Íslending- ar höfum aðgang að nægu vatni og ódýru rafmagni og hér eru því kjöraðstæður til að nota margnota bleiur.“ - ve Geisladiskurinn Bíum bíum inni- heldur vögguvísur og lög út- sett fyrir spiladós. Diskurinn kom út síðasta haust og útsetur Halldór Warén, tónlistarmað- ur á Egilsstöðum, lögin á disk- inn auk þess að spila þau. Hug- myndin að diskinum kviknaði þegar Halldór var í fæðingar- orlofi og leiddist að þurfa að trekkja spiladósina upp aftur og aftur. „Í upphafi ætlaði ég bara að taka upp spiladósir og fékk lán- aðar yfir tuttugu spiladósir með mismunandi lögum. Hljómurinn var hins vegar misjafn og svo auðvitað mikið af am- erískum vögguvísum í dósunum,“ segir Hall- dór. Hann og kona hans, Agnes Brá Birgisdótt- ir, settust því niður og skrifuðu niður lög og vísur sem þeim þóttu falleg, bæði íslensk- ar vögguvísur og dægurlög. Halldór lagðist síðan í rannsóknarvinnu á takti spiladósanna og hljómi sem hann segir sérstakan. „Hljómurinn er mekanískur en samt ekki. Ég spilaði lögin síðan inn sjálfur á hljómborð í tvennu lagi, undirspilið sér og svo laglínuna“ Bíum bíum er alíslensk framleiðsla en öll prent- vinna er unnin í héraðinu. Íris Lind Sævarsdóttir, frænka Agnesar, teiknaði myndirnar við vísurnar og bróðir Halldórs, Villi Warén, hannaði grafík. „Þegar diskurinn var svo tilbúinn í haust fannst mér ég hafa gert minnst í honum,“ segir Halldór. Hann sat þó sjálfur við að fjölfalda diskinn og líma saman umslagið fram á nætur. Diskinn selja Halldór og Agnes í versluninni Börn náttúrunn- ar á Skólavörðustíg í Reykjavík en einnig í gegnum heimasíðu sína, www.warenmusic.com, þar sem hægt er að panta diskinn og fá hann sendan heim inn um lúguna. - rat Dúkkuhús, minigolf, hunda- stigar og skipslíkön eru meðal þess sem Bergiðjan skapar í nýjum heimkynnum . „Við ætluðum að taka yfir Bergiðj- una, þegar sú óskiljanlega ákvörð- un var tekin að hætta rekstri henn- ar á Kleppi, en þegar kreppan skall á var lokað á öll ný úrræði hjá félagsmálaráðuneytinu þannig að við ákváðum að bíða ekki leng- ur, heldur stofna Bergiðjuna á nýjum stað,“ segir Baldvin Jónsson sem nú, ásamt Jóni Karls- syni, opnaði aftur á Smiðshöfða 12 í Reykjavík. Þar smíða þeir margt af því sem Berg- iðjan var þekkt- ust fyrir, eins og minigolf, tröppur og stigakolla, hundastiga og leikföng, enda báðir reyndir starfmenn Bergiðjunnar áður. „Við keyptum talsvert af vélum gömlu Bergiðjunnar og þar á meðal stigavélarnar. Stigarnir hafa notið mikilla vinsælda iðnað- armanna, sem og annarra, og eins eru hundastigar vinsælir fyrir eig- endur eldri hunda sem eru orðn- ir þungir og svifaseinir, og koma að góðum notum þegar koma þarf þeim upp í bíla og annað,“ segir Jón, þar sem h a n n le g g - ur lokahönd á gullfallegt skipslíkan. „Ég hef smíð- að líkön skipa og húsa til nokkurra ára, mest heima á stofuborði, og alltaf verið að biðja mig um þetta. Þetta skip smíðaði ég eftir teikn- ingum gamla skipsins Eldborgar, en merkti það til gamans nýjum eiganda á Sægreifanum,“ segir Jón sem ólst upp við sjóinn og stórút- gerð föður síns í Sandgerði. Í nýju Bergiðjunni starfa þrír listasmiðir að fjölbreyttri smíða- vinnu, en einnig taka þeir að sér byggingu sumarbústaða, smíði stiga upp í kojur og viðgerðir á útileiktækjum og minni leiktækj- um. Síðast en ekki síst smíða þeir dásamleg dúkkuhús sem freista flestra stúlkna. „Ég sá svipað dúkkuhús á net- inu sem ég teiknaði upp og smíð- aði; mest til að leika mér, en síðan hefur orðsporið breiðst út og ég haldið áfram smíðunum,“ segir Baldvin sem selur húsin ómáluð því skemmtilegast sé fyrir fólk að innrétta þau í sameiningu með börnum sínum. Bergiðjan er opin virka daga og öllum velkomið að líta við og gera góð kaup á smíðum hússins, ásamt því að leggja inn sérpantanir. - þlg Listasmíðar Bergiðjunnar Textar með öllum lögunum fylgja svo hægt er að synga með. Bíum bíum inniheldur 24 lög, íslenskar vísur og dægurlög útsett fyrir spiladós, meðal annars Lóan er komin. MYND/ÚR EINKASAFNI Jón Karlsson og Baldvin Jónsson hafa nú opnað dyr Bergiðjunnar að Smiðshöfða, þar sem þeir smíða margt sem áður fékkst í Bergiðjunni við Klepp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jón hefur árum saman fengist við að smíða undurfögur skipa- og húsalíkön. Dúkkuhús á þremur hæðum, þar sem hugar- flug ræður útfærslum lita og inn- réttinga. Lóan er komin í spiladós Bleiur fyrir montrassa Íris Lind Sævarsdóttir teiknaði myndirnar á diskinn. Hægt er að velja saman hulstur, fóður og smellur í hinum ýmsu litum og er boðið upp á allt frá einlit- um bleium yfir í regnboga- og hlébarðamunst- ur. Brúnás–innréttingar eru íslensk hönnun og íslensk framleiðsla, framleiddar af trésmíðaverkstæði Miðás hf. á Egilsstöðum. Þær eru hannaðar af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni innanhússhönnuðum sem reka saman Go Form design studio í Reykjavík. Í sýningarsal og verslun Brúnás-innréttinga, Ármúla 17a í Reykjavík, býðst viðskiptavinum fagleg þjónusta og ráðgjöf innanhússhönnuða við val á Brúnás–innréttingum. Sýn- ingarsalur er svo einnig á Egilsstöðum að Miðási 9, í sömu byggingu og framleiðslan fer fram í. Þar er einnig að fi nna aðalskrifstofu fyrirtækisins. Miðás 9, 700 Egilsstaðir, sími: 470 1600, fax: 471 1074 Ármúli 17a, 108 Reykjavík, sími: 588 9933, fax: 588 9940 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.