Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 8
8 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Geir H. Haarde formað- ur, Ólöf Nordal og Sturla Böðvars- son, gerðu, í umræðum í þinginu í gær, margvíslegar athugasemdir við frumvarp þingflokksformanna hinna þingflokkanna fjögurra um að persónukjör verði gert mögu- legt í alþingiskosningum. Lúðvík Bergvinsson, formað- ur þingflokks Samfylkingarinn- ar, mælti fyrir frumvarpinu sem snýst um að gefa þeim sem standa að framboðum kost á að bjóða fram óraðaða lista. Kjósendum listans yrði þá falið að raða frambjóðend- um í sæti. Geir Haarde harmaði að ekki hefði verið haft samráð við alla flokka um breytingar á kosninga- lögunum, líkt og venja væri. Þá vakti hann athygli á tilmælum ÖSE og Evrópuráðsins þess efnis að kosningalögum sé ekki breytt ári fyrir kosningar. Ólöf taldi kjósendum gerður óleikur með lagabreytingunni þar sem hún flækti framkvæmd kosn- inga. Efaðist hún jafnframt um að breytingin samræmdist stjórnar- skrá. Sturla sagði sjálfstæðismenn fylgjandi persónukjöri en með framferði sínu væru flutnings- menn fyrst og fremst að skapa ófrið í þinginu. Lúðvík hafnaði öllum þessum athugasemdum og bað sjálfstæð- ismenn vinsamlegast um að færa efnisrök fyrir máli sínu. - bþs ELDRI BORGARA FERÐIR um fornar byggðir á Suður-Grænlandi. Fimm daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is REYKJAVÍK Grænland Narsarsuaq ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 4 50 11 0 2. 20 09 flugfelag.is Sjálfstæðismenn gagnrýna umbúðir og innihald persónukjörsfrumvarps: Sturla segir ætlunina að skapa ófrið STURLA BÖÐVARSSON LÚÐVÍK BERGVINSSON HAAG, AP Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskip- un á hendur Omar al-Bashir Súdans- forseta. Hann er sakaður um stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni, sem framdir hafa verið á íbúum Darfúr- héraðs í Súdan síðan 2003. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóð- leg handtökuskipun er gefin út á hendur þjóðhöfðingja, sem enn situr í embætti. Dómstóllinn segir að herferð vígasveita á hendur íbúum Dar- fúrhéraðs hafi verið skipulögð af stjórnvöldum landsins. Omar al- Bashir beri þar fulla sakarábyrgð. Þriggja manna dómnefnd segir þó ekki nægar sannanir fyrir hendi til þess að ákæra hann fyrir þjóð- armorð. Fáir hafa þó trú á því að unnt verði að handtaka al-Bashir á næst- unni, þótt hann þurfi framvegis að forðast að ferðast til þeirra hundrað landa sem hafa aðild að dómstóln- um. Al-Bashir vísar ákærunum á bug og Súdansstjórn viðurkennir ekki lögsögu dómstólsins. „Engin viðurkenning verður veitt dómstól hvíta mannsins né samið við hann, sem hefur ekkert umboð í Súdan né gegn neinum af þjóð þess lands,“ segir í yfirlýsingu frá upp- lýsingaráðuneyti Súdans í gær. Dómstóllinn segir engu síður að Súdansstjórn beri skylda til þess, samkvæmt ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, að sýna dóm- stólnum fulla samvinnu. Að öðrum kosti muni dómstóllinn leita til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Suleiman Sandal, leiðtogi upp- reisnarmanna í Darfúrhéraði, fagn- ar hins vegar handtökuskipuninni, segir hana sögulega og mikinn sigur fyrir íbúa Súdans og Darfúr. „Þetta eru endalokin fyrir hvern einræðisherra sem fremur glæpi í skjóli ríkisvalds síns og hers,“ segir Sandal. Þúsundir manna héldu hins vegar út á götur höfuðborgarinnar Khart- oum til að lýsa stuðningi við al-Bas- hir forseta. Mannfjöldinn veifaði myndum af forsetanum en hróp- aði skammaryrði um Lous Moreno Ocampo, aðalsaksóknara dómstóls- ins í Haag. Alþjóðlegi sakadómstóllinn er sjálfstæð stofnun, óháð Sameinuðu þjóðunum. Leiðtogar 139 ríkja hafa undirritað stofnsáttmála dómstóls- ins og hundrað ríki hafa þegar stað- fest sáttmálann. gudsteinn@frettabladid.is Á handtöku yfir höfði Alþjóðlegi sakadómstóllinn gefur út handtökuskipun á hendur forseta Súdans vegna stríðsglæpa í Darfúrhéraði. Þjóðhöfðingjar njóti engrar friðhelgi. FLÓTTAMENN Í DARFÚR Á þriðju milljón manna hefur hrakist að heiman undan ofbeldi vígasveita. Talið er að um þrjú hundruð þúsund manns hafi látið lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Hvað hefur verið gefinn út stór loðnukvóti á yfirstandandi fiskveiðiári? 2. Hver tekur tímabundið við forsetaembætti í Gíneu-Bissá? 3. Hver leikur í leikverkinu Óskar og bleikklædda konan hjá Borgarleikhúsinu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 KOSNINGAR Sendinefnd frá Örygg- is- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE) er stödd hér á landi til að meta þörf á kosningaeftir- liti við komandi alþingiskosning- ar. Í þessari heimsókn er fundað með fulltrúum Alþingis, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka, auk kosningasérfræðinga og verður skýrsla um heimsóknina birt fjót- lega á heimasíðu stofnunarinnar. Á grundvelli þeirrar skýrslu verður tekin ákvörðun um umfang kosn- ingaeftirlitsins. Frá 2004, þegar ÖSE fylgd- ist með forseta- og þingkosning- um í Bandaríkjunum, hefur það verið stefna stofnunarinnar að vera með kosningaeftirlit í öllum aðildarríkjunum. Er í skýrslum stofnunarinnar um kosningar í rót- grónum lýðræðisríkjum bæði fjall- að um það sem betur mætti fara auk þess sem fjallað er um góða stjórnhætti við kosningar. Meðal annarra vestrænna ríkja þar sem ÖSE hefur verið með kosningaeft- irlit eru Kanada, Írland, Frakk- land og Sviss. Ekki hefur áður verið kosninga- eftirlit á Íslandi, en mögulegar breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá er meðal þess sem vakti áhuga stofnunarinnar. - ss Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu: Skoðar komandi alþingiskosningar KOSNING Þetta er í fyrsta sinn sem ÖSE skoðar framkvæmd kosninga á Íslandi, en verið er að skoða kosningar í öllum aðildarríkjunum. DÓMSMÁL Lögmenn Íslandsbanka og Glitnis mótmæltu því í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær að Baugur Group fengi áframhald- andi greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Lögmennirnir töldu ekki skil- yrði fyrir að verða við beiðninni. Krafa þeirra felur í sér að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ragnar H. Hall, lögmaður Baugs Group, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til kröfu lög- manna Íslandsbanka og Glitnis. Munnlegur málflutningur verði um kröfuna næstkomandi mánu- dag. Von er á úrskurði dómara í málinu eftir viku í síðasta lagi. - bj Tekist á um greiðslustöðvun: Baugur Group fari í gjaldþrot Lögreglan nýtur trausts Lögreglan nýtur enn mikils trausts þó traust landsmanna á öðrum ríkisstofnunum dali. Í nýjum þjóðar- púlsi Gallup segjast 79 prósent aðspurðra treysta lögreglunni. Þetta er næstbesta útkoman hjá ríkisstofn- unum. Aðeins Háskóli Íslands nýtur meira trausts, hjá 80 prósentum aðspurðra. SKOÐANAKANNANIR Atvinnutækifæri í Manitoba Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra fundaði með Nancy Allan, atvinnu- og innflytjenda- málaráðherra Manitoba í Kanada í gær. Unnið var að því á fundinum að ljúka við samkomulag sem skapar atvinnutækifæri fyrir Íslendinga í Manitoba. Allan er stödd hér á landi í boði Ástu Ragnheiðar. FÉLAGSMÁL VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.