Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 62
46 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. sálar, 6. ógrynni, 8. tala, 9. skarð, 11. númer, 12. reyna, 14. hroki, 16. halló, 17. stilla, 18. tunna, 20. tveir eins, 21. ferðast. LÓÐRÉTT 1. húsaþyrping, 3. ónefndur, 4. rafall, 5. drulla, 7. útskúfa, 10. hélt á brott, 13. spor, 15. bakki, 16. ull, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. anda, 6. of, 8. níu, 9. rof, 11. nr, 12. prófa, 14. dramb, 16. hæ, 17. róa, 18. áma, 20. rr, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. þorp, 3. nn, 4. dínamór, 5. aur, 7. fordæma, 10. fór, 13. far, 15. barð, 16. hár, 19. at. „Ég fæ mér hafragraut í morgunmat. Um helgar er það yfirleitt Hunangs Cheerios, eða beint í eitthvað gott eins og Serrano eða Taco Bell ef maður vaknar eftir hádegi þar sem ég er yfirleitt að spila til morguns.“ Brynjar Már Valdimarsson, útvarps- og tónlistarmaður. „Við erum tengdari Bítlunum en við höldum,“ segir Ingólfur Margeirs- son sem er að skrifa meistararit- gerð í sagnfræði um uppbygginguna í Reykjavík í kjölfar stríðsáranna. Þar beinir hann sjónum sínum að tívolíinu í Vatnsmýrinni sem var starfrækt frá 1946 til 1964 og ber það saman við tívolíið í New Brighton á Englandi sem Bítlarn- ir sóttu á uppvaxtarárum sínum. Lagið Day Tripper er einmitt byggt á reynslu þeirra frá þessum tíma. „Tívolíið er mjög tengt sögu Bítlanna. Þeir sem fóru á bát til New Brighton voru kallaðir Day Tripp- ers og ég er klár á því að Bítlarnir voru kallaðir þetta,“ segir Ingólfur, sem hefur kynnt sér tívolíið ítar- lega undanfarin ár. „Ég hef skoð- að gamlar ljósmyndir af þessu og það er fyndið hvað þetta er líkt tív- olíinu í Vatnsmýrinni enda eru tæki eins og parísarhjólið keypt þaðan. Það halda allir að tívolíið hafi komið frá Kaupmannahöfn en það kom frá New Brighton.“ Ingólfur, sem býst við að klára ritgerðina á næsta ári, unir sér vel í sagnfræðinni. „Hún er æðisleg og ég hvet alla til að kynna sér hana. En merkilegasta sagan er að gerast fyrir framan nefið á okkur núna og það er talsverð ábyrgð hjá sagn- fræðingum að safna þessu saman. Ég ligg í þessu en maður sér þetta ekki með augum blaðamanns lengur heldur með augum sagnfræðings.“ - fb Bítlarnir og tívolí í meistararitgerð INGÓLFUR MARGEIRSSON Blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn er að undirbúa meistararitgerð sína sem fjallar um Reykjavík eftir- stríðsáranna. TÍVOLÍ Parísarhjólið í New Brighton kemur við sögu í ritgerð Ingólfs. BÍTLARNIR Bítlarnir sömdu Day Tripper sem er byggt á reynslu þeirra í New Brighton. Lagahöfundurinn og saxófónleikarinn Einar Bragi Bragason nýtti sér netið með góðum árangri þegar hann samdi lagið Don´t Say Goodbye sem hefur fengið mikla útvarpsspilun að undanförnu. Meðhöfundar hans að laginu eru sænsku hjónin Jens og Stina Engelbrecht sem hann kynntist í gegn- um Myspace-síðuna. Einar og þau hjón hafa aldrei hist og aðeins fjórum sinnum hafa þau talað saman í gegnum síma en Einar Bragi hefur lítið við það að athuga. „Það var fyrst Stina sem „addaði“ mér inn á síðuna hjá mér. Ég komst að því að hún var í bandi og svo kynntist ég manninum hennar fljótlega líka. Við ákváðum að við ættum að prófa að gera lag saman eftir að þau uppgötvuðu að ég hefði stigið á svið í Eurovision,“ segir Einar Bragi og á þar við lögin Eitt lag enn og Þá veistu svarið. Sjálf höfðu þau Jens og Stina tekið þátt í sænsku Eurovision-keppn- inni og gátu þau því byggt á sameiginlegri reynslu. Einar Bragi bjóst reyndar við því að ekkert yrði af samstarfinu fyrr en síðasta haust þegar hann samdi megnið af Don´t Say Goodbye og sendi það til Stinu, hálfskjálfandi að eigin sögn, og þá varð ekki aftur snúið. Enskur texti var búinn til og Stina söng inn á prufuupptöku af laginu. Þjóðlagakennd rödd hennar þótti ekki henta og í framhaldinu var Erna Hrönn, sem var áður í Bermúda, komin um borð. Lagið var sent inn í undankeppni Eurovision en komst ekki í gegn en hefur nú fengið uppreisn æru í útvarpinu þar sem það nýtur vaxandi vinsælda. - fb Íslensk-sænsk samvinna á Myspace EINAR BRAGI BRAGASON Lagahöfundurinn og saxófónleik- arinn nýtti sér Myspace-síðuna með góðum árangri. Vonir Jóns Ólafssonar um að tónleikar hans í Salnum í Kópavogi, sem byggja á sjónvarps- þáttum hans Af fingrum fram, nái að festa sig í sessi virðast ætla að ganga eftir. Magnús Eiríksson og Magnús Þór Sigmundsson hafa verið á dagskrá og var troðið á tónleikana þá. Í kvöld er það svo Valgeir Guðjónsson sem verður í öndvegi og sérstakur gestur tón- leikanna er Páll Óskar. Til stendur að fara með dagskrána á Græna hattinn á Akureyri um miðjan mars. Ástþór Magnússon fer nú mikinn í undirbúningi nýrrar útvarpsstöðvar - Lýðvarpið. Og hefur hann leitað til nokkurra blaðamanna og boðið þeim starf. Þannig hringdi hann í Val Grettisson sem nú starfar á Vísi og sagði að honum litist svo dæmalaust vel á Val … eftir að hann hætti á DV. Þá mun Ástþór einnig hafa sett sig í samband við Kristin Hrafnsson og boðið honum starf á útvarpsstöð sinni. Á heimasíðu Lýðvarpsins segir að þarna sé um fyrsta fjölmiðilinn að ræða sem þjóðin ræður yfir. Sveppi og Auddi sáust nýverið í Sundhöllinni ásamt Aroni Pálma í ærslafullum leik – skvettuleik. Fóru þeir svo saman í sturtu félagarnir og var ekki að sjá annað en afar vel færi á með þeim. Ekki er það þó svo að Sveppi og Auddi séu að skipta Eiði Smára út úr sínu fræga þríeyki heldur er Aron Pálmi næsti gestur þáttarins Sveppi og Auddi á Stöð 2 annað kvöld. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég held að ég hafi sagt alveg nóg, þetta var mjög löng grein og ég hef engu við hana að bæta,“ segir bandaríski blaðamaðurinn Michael Lewis. Hann skrifaði býsna langa grein um efnahagshrunið á Íslandi sem nýverið birtist í glanstíma- ritinu Vanity Fair og hefur vakið mikla athygli. Ekki síst hér á landi þar sem vefútgáfa greinarinnar hefur mikið verið til umfjöllunar. Myndin sem dregin er upp í Van- ity Fair er ekki fögur. „Hættan er að við séum að verða eins konar alþjóðlegur samnefnari fyrir fjár- málarugl – í greininni er beinlínis talað um mesta brjálæði fjármála- sögunnar,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður á sinni síðu eftir lestur greinarinnar. Lewis þessi er með þekktari blaðamönnum Bandaríkjanna, skrifar reglulega í New York Times, en hann var verðbréfasali áður en hann tók til við skriftir. Lewis hefur skrifað nokkrar grein- ar um upphafið að endinum á Wall Street og er víst ekki vinsælasti maðurinn í verðbréfahöllinni. Lewis vísaði í samtali við Frétta- blaðið annars á spurningar&svör- dálk sem finna má við hlið grein- arinnar á vefsíðu Vanity Fair. Þar er hann meðal annars spurð- ur hvort sé skrýtnara, Ísland eða Kúba? Lewis veltir því fyrir sér heimspekilega og segir vissulega skrýtið að koma til Kúbu vegna stjórnmálakerfisins. „Ekki þarf lengi að gá til að sjá eitthvað fjar- stæðukennt við ástandið þar. En þegar þú hefur komið auga á það skrýtna við Ísland, það hvað allir eru eins, þá hefur Ísland vinning- inn,“ skrifar Lewis. Lewis hefur ekki hugmynd um hvernig greininni verði tekið á Íslandi. „Ég held að samfélagið sé að reyna að fría sig ábyrgðinni. Það tóku allir þátt í þessu en nú vill enginn kannast við neitt. Ég held reyndar að gefa ætti Íslend- ingum annað tækifæri. Ef þeir klúðra því líka þá missa þeir land- ið sitt,“ svarar Lewis sem spáir því að Íslendingar muni ganga í Evr- ópusambandið og taka upp evru áður en um langt líður. Spurður hvort hann sjái eitthvað viðlíka í uppsiglingu á Wall Street segist Lewis sannfærður um að svo sé. „Það er leitt að segja, en já, ég sé það alveg gerast í nánustu fram- tíð.“ freyrgigja@frettabladid.is MICHAEL LEWIS: ÍSLAND LITAÐ DÖKKUM LITUM Í VANITY FAIR Allir á Íslandi fría sig ábyrgð GEIR, LEWIS OG FIDEL Blaðamaður Vanity Fair segir að Ísland sé skrítnara en Kúba meðal annars vegna þess að á Íslandi séu allir eins. Og enginn vill gangast við ábyrgð. Eftir lestur greinar Lewis kvað Egill Helgason upp úr með það að Ísland væri að verða samnefnari fyrir fjármálarugl. Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 www.hafid.is VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1. 15 þúsund tonn. 2. Raimundo Pereira. 3. Margrét Helga Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.