Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 52
36 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Dave Rowntree, trommuleikari
bresku hljómsveitarinnar Blur,
hyggst endurvekja pólitískan
feril sinn þegar
hljómsveitin
hefur lokið
tónleikum sem
bókaðir hafa
verið í sumar.
Eftir að
hljómsveitin
lagði upp
laupana árið
2003 hellti
Rowntree sér út
í pólitík. Hann
bauð sig fram
fyrir Verkamannaflokkinn í
sveitarstjórnarkosningum árin
2007 og 2008.
Rowntree náði ekki markmið-
um sínum í kosningunum en
hefur þó ekki gefist upp. Hann
lauk nýverið námi í lögfræði og
hefur verið valinn sem fulltrúi
Verkamannaflokksins í næstu
þingkosningum. Trommarinn
stefnir því að því að ná þingsæti
eftir tónleikaferð Blur í sumar.
Pólitískur
trommari
DAVE ROWNTREE
Ástæðan fyrir því að Oasis þurfti
að hætta við tónleika sína í Kína
var sú að gítarleikarinn Noel
Gallagher tók þátt í tónleikum
til stuðnings Tíbet árið 1997. Þar
söng hann lagið Cast No Shadow
en á sömu tónleikum söng Björk
lagið Hyper-Ballad.
Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni
kemur fram að hún sé afar von-
svikin yfir ákvörðun kínverskra
stjórnvalda og vonast hún til að
þau endurskoði hug sinn. Kín-
verjar eru mjög viðkvæmir gagn-
vart listamönnum sem lýsa yfir
stuðningi við Tíbet. Það kom ber-
lega í ljós eftir að Björk sönglaði
„Tíbet“ á tónleikum sínum í Kína
í fyrra. Síðan þá hafa yfirvöld
ákveðið að rannsaka þá listamenn
gaumgæfilega sem vilja koma til
landsins.
Noel söng
fyrir Tíbet
NOEL GALLAGHER Noel Gallagher,
gítarleikari Oasis, tók þátt í tónleikum til
stuðnings Tíbet árið 1997.
Harry Potter-stjarnan Daniel
Radcliffe þarf greinilega ekki að
hafa áhyggjur af kreppunni eins
og við hin. Nú hefur verið opin-
berað að tekjur hans á síðasta ári
námu tæpum sex hundruð millj-
ónum íslenskra króna. Radcliffe
er nítján ára gamall og ætti með
góðri samvisku að geta boðið
vinum sínum upp á nokkra bjóra
eftir þessi tíðindi.
Engin kreppa
hjá Potter
> SÉR EFTIR HÚÐFLÚRINU
Söngkonan Lily Allen dauðsér eftir
því þegar hún og Lindsay Lohan
fengu sér sams konar húðflúr á dög-
unum. Stöllurnar létu húðflúra áletr-
unina „Shhh …“ á vísifingur sína í
síðasta mánuði. Lily komst ný-
lega að því að söngkonan Ri-
hanna fékk sér alveg eins
húðflúr í fyrra. „Ég hélt að
þetta væri frumlegt hjá
okkur,“ sagði aumingja
Lily.
„Þetta verður svona desertinn á
eftir lambalærinu á sunnudögum,“
segir Vilhelm Anton Jónsson, betur
þekktur sem Villi Naglbítur, um
Helgarútgáfuna á Rás 2. Vilhelm
mun stýra Helgarútgáfunni frá og
með næsta sunnudegi milli 13 og 16
þar sem hann mun ræða við fólk úr
öllum áttum og spila tónlist.
„Ég hef unnið í fjölmiðlum og
var lengi í sjónvarpi, en þetta
er í fyrsta sinn sem ég er í
útvarpi. Upp á síðkastið hef ég
verið að vinna með Naglbítunum
og Lúðrasveit verkalýðsins með
allt að 100 manns svo það verður
tilbreyting að vera allt í einu bara
einn með tæknimanni í stúdíóinu, en
mér finnst þetta mjög spennandi og
hlakka mikið til,“ segir Vilhelm.
„Ég ætla að spila góða músík, tala
við venjulegt eða óvenjulegt fólk og
reyna að vera afslappaður, það þýðir
ekkert annað á Rás 2 á sunnudegi.
Þetta er þægilegur tími, klukkan 13
á sunnudögum, svona eftir lamba-
lærið svo fólk sem er að hlusta er
annaðhvort að vaska upp, vakna
eftir fyllirí eða keyra úr bústað,“
segir Vilhelm sem er búinn að bóka
fyrsta viðmælandann. „Það kemur
í ljós á sunnudaginn hver það er, en
viðkomandi hefur unnið mikið við
dagskrárgerð og lent í kærumálum
svo hann er spennandi.“ - ag
Naglbítur í Helgarútgáfunni
AFSLAPPAÐUR Villi Naglbítur ætlar að bjóða
hlustendum upp á góða músík og afslapp-
aða tónlist í Helgarútgáfunni á sunnudög-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA JÓHANNSDÓTTIR
Poppprinsessan Britney
Spears hefur lagt af stað
í sína fyrstu tónleikaferð
í fimm ár undir yfir-
skriftinni Circus. Fyrstu
tónleikarnir voru í heima-
ríki hennar, Lousiana, og
heppnuðust þeir einkar vel.
Hin 27 ára Britney sýndi á tón-
leikunum að hún er hvergi dauð
úr öllum æðum þrátt fyrir mikla
erfiðleika að undanförnu. Til að
mynda varð allt vitlaust þegar
hún söng slagara sinn, Baby One
More Time. Upphaf tónleikanna
var sérlega tilkomumikið þar sem
hún lét sig síga niður úr loftinu við
gífurleg fagnarðarlæti viðstaddra.
Í kringum hana hoppuðu síðan
fáklæddir dansarar á meðan hún
söng sitt fyrsta lag.
Britney talaði reyndar lítið við
áhorfendur á þessum tveggja
tíma tónleikum, heldur sagði ein-
ungis í blálokin: „Takk fyrir, New
Orleans“. Kannski vildi hún bara
láta verkin tala eftir það sem á
undan er gengið. „Við erum rosa-
lega ánægð með að hún sé komin
aftur,“ sagði hinn sextán ára Just-
in Scarbrough frá New Orleans,
sem var klæddur stuttermabol
með áletruninni „Ég styð Britney
Spears“.
Ekki veitir henni af stuðningn-
um því á þessum fimm árum sem
eru liðin síðan Britney fór síðast á
tónleikaferð hefur hún marga fjör-
una sopið. Hún giftist dansaranum
Kevin Federline, eignaðist með
honum tvö börn og skildi síðan
við hann. Hún rakaði sig sköllótta,
fór í meðferð, gekk í gegnum for-
ræðisdeilu, var lögð inn á hæli og
missti sjálfræði sitt til föður síns
um óákveðinn tíma.
Núna virðast bjartir tímar fram
undan hjá söngkonunni. Plata henn-
ar Circus sem kom út í desember
hefur selst í 1,3 milljónum eintaka
og tvö lög af henni, Womanizer og
Circus, komust hátt á vinsælda-
lista. Hún ætlar að syngja í 27
borgum í Bandaríkjunum á næstu
mánuðum og eftir það er förinni
heitið til Evrópu í júní.
Fyrsta ferðalagið í fimm ár
Leikkonan Jennifer Aniston hefur
heitið því að gangast ekki undir
bótox-meðferðir í framtíðinni.
Hún segist hafa slæma reynslu af
bótoxi, sem gengur út á að efni er
sprautað í andlit fólks sem fryst-
ir vöðva og felur þar með hrukk-
ur. „Ég prófaði bótox einu sinni
og það reyndist mér ekki vel. Mér
fannst eins og ég væri með auka-
þunga á höfðinu,“ segir leikkonan
góðkunna.
Aniston, sem er fertug og þekkt-
ust fyrir hlutverk sitt í Friends,
varð svo um þessa reynslu sína að
hún beinlínis leggur fæð á bótox.
Hún segist geta séð úr langri fjar-
lægð hvort konur séu með bótox í
andlitinu, því þær líti allar eins út.
Sjálf segist hún sátt við að eldast.
„Mér finnst konur bara verða
eldri við þetta. Þær verða harðari
í útliti, hlýjan í andlitinu hverfur.
Maður sér konur og veit að þær
eru ekki ungar – en maður veit
samt ekki hversu gamlar þær eru.
Það fékk mig til að hætta.
Ekkert bótox fyrir Aniston
EKKERT BÓTOX FYRIR MIG Jennifer Aniston segist hafa slæma reynslu af bótoxi. Hún
vill frekar líta ellilega út en gervilega. NORDICPHOTOS/GETTY
Á tæpum mánuði hafa um tvö
þúsund miðar selst á fyrirlestur
Dalai Lama í Laugardalshöllinni
2. júní. Þegar er uppselt á dýr-
asta svæðið, eða í sal A, þar sem
miðaverðið var 7.900 krónur. Alls
komast 2.900 manns á fyrirlest-
urinn. „Þetta hefur gengið alveg
ótrúlega vel,“ segir Þórhalla
Björnsdóttir hjá félaginu Dalai
Lama á Íslandi.
Hún segir að friðarboðskapur-
inn sem Dalai Lama stendur fyrir
sé mjög þarfur í þjóðfélagi okkar
í dag. „Þessi boðskapur hefur
með það að gera að við hægjum
á okkur, lítum inn á við og sjáum
hlutina í víðara samhengi.“ - fb
Dýrustu mið-
arnir uppseldir
BRITNEY SPEARS
Poppprinsessan er
snúin aftur í sinni fyrstu
tónleikaferð í fimm ár.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/G
ETTY
föstudagur
Allt sem þú þarft
föstudagur