Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 8

Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 8
8 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Geir H. Haarde formað- ur, Ólöf Nordal og Sturla Böðvars- son, gerðu, í umræðum í þinginu í gær, margvíslegar athugasemdir við frumvarp þingflokksformanna hinna þingflokkanna fjögurra um að persónukjör verði gert mögu- legt í alþingiskosningum. Lúðvík Bergvinsson, formað- ur þingflokks Samfylkingarinn- ar, mælti fyrir frumvarpinu sem snýst um að gefa þeim sem standa að framboðum kost á að bjóða fram óraðaða lista. Kjósendum listans yrði þá falið að raða frambjóðend- um í sæti. Geir Haarde harmaði að ekki hefði verið haft samráð við alla flokka um breytingar á kosninga- lögunum, líkt og venja væri. Þá vakti hann athygli á tilmælum ÖSE og Evrópuráðsins þess efnis að kosningalögum sé ekki breytt ári fyrir kosningar. Ólöf taldi kjósendum gerður óleikur með lagabreytingunni þar sem hún flækti framkvæmd kosn- inga. Efaðist hún jafnframt um að breytingin samræmdist stjórnar- skrá. Sturla sagði sjálfstæðismenn fylgjandi persónukjöri en með framferði sínu væru flutnings- menn fyrst og fremst að skapa ófrið í þinginu. Lúðvík hafnaði öllum þessum athugasemdum og bað sjálfstæð- ismenn vinsamlegast um að færa efnisrök fyrir máli sínu. - bþs ELDRI BORGARA FERÐIR um fornar byggðir á Suður-Grænlandi. Fimm daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is REYKJAVÍK Grænland Narsarsuaq ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 4 50 11 0 2. 20 09 flugfelag.is Sjálfstæðismenn gagnrýna umbúðir og innihald persónukjörsfrumvarps: Sturla segir ætlunina að skapa ófrið STURLA BÖÐVARSSON LÚÐVÍK BERGVINSSON HAAG, AP Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskip- un á hendur Omar al-Bashir Súdans- forseta. Hann er sakaður um stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni, sem framdir hafa verið á íbúum Darfúr- héraðs í Súdan síðan 2003. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóð- leg handtökuskipun er gefin út á hendur þjóðhöfðingja, sem enn situr í embætti. Dómstóllinn segir að herferð vígasveita á hendur íbúum Dar- fúrhéraðs hafi verið skipulögð af stjórnvöldum landsins. Omar al- Bashir beri þar fulla sakarábyrgð. Þriggja manna dómnefnd segir þó ekki nægar sannanir fyrir hendi til þess að ákæra hann fyrir þjóð- armorð. Fáir hafa þó trú á því að unnt verði að handtaka al-Bashir á næst- unni, þótt hann þurfi framvegis að forðast að ferðast til þeirra hundrað landa sem hafa aðild að dómstóln- um. Al-Bashir vísar ákærunum á bug og Súdansstjórn viðurkennir ekki lögsögu dómstólsins. „Engin viðurkenning verður veitt dómstól hvíta mannsins né samið við hann, sem hefur ekkert umboð í Súdan né gegn neinum af þjóð þess lands,“ segir í yfirlýsingu frá upp- lýsingaráðuneyti Súdans í gær. Dómstóllinn segir engu síður að Súdansstjórn beri skylda til þess, samkvæmt ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, að sýna dóm- stólnum fulla samvinnu. Að öðrum kosti muni dómstóllinn leita til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Suleiman Sandal, leiðtogi upp- reisnarmanna í Darfúrhéraði, fagn- ar hins vegar handtökuskipuninni, segir hana sögulega og mikinn sigur fyrir íbúa Súdans og Darfúr. „Þetta eru endalokin fyrir hvern einræðisherra sem fremur glæpi í skjóli ríkisvalds síns og hers,“ segir Sandal. Þúsundir manna héldu hins vegar út á götur höfuðborgarinnar Khart- oum til að lýsa stuðningi við al-Bas- hir forseta. Mannfjöldinn veifaði myndum af forsetanum en hróp- aði skammaryrði um Lous Moreno Ocampo, aðalsaksóknara dómstóls- ins í Haag. Alþjóðlegi sakadómstóllinn er sjálfstæð stofnun, óháð Sameinuðu þjóðunum. Leiðtogar 139 ríkja hafa undirritað stofnsáttmála dómstóls- ins og hundrað ríki hafa þegar stað- fest sáttmálann. gudsteinn@frettabladid.is Á handtöku yfir höfði Alþjóðlegi sakadómstóllinn gefur út handtökuskipun á hendur forseta Súdans vegna stríðsglæpa í Darfúrhéraði. Þjóðhöfðingjar njóti engrar friðhelgi. FLÓTTAMENN Í DARFÚR Á þriðju milljón manna hefur hrakist að heiman undan ofbeldi vígasveita. Talið er að um þrjú hundruð þúsund manns hafi látið lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Hvað hefur verið gefinn út stór loðnukvóti á yfirstandandi fiskveiðiári? 2. Hver tekur tímabundið við forsetaembætti í Gíneu-Bissá? 3. Hver leikur í leikverkinu Óskar og bleikklædda konan hjá Borgarleikhúsinu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 KOSNINGAR Sendinefnd frá Örygg- is- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE) er stödd hér á landi til að meta þörf á kosningaeftir- liti við komandi alþingiskosning- ar. Í þessari heimsókn er fundað með fulltrúum Alþingis, fjölmiðla og frjálsra félagasamtaka, auk kosningasérfræðinga og verður skýrsla um heimsóknina birt fjót- lega á heimasíðu stofnunarinnar. Á grundvelli þeirrar skýrslu verður tekin ákvörðun um umfang kosn- ingaeftirlitsins. Frá 2004, þegar ÖSE fylgd- ist með forseta- og þingkosning- um í Bandaríkjunum, hefur það verið stefna stofnunarinnar að vera með kosningaeftirlit í öllum aðildarríkjunum. Er í skýrslum stofnunarinnar um kosningar í rót- grónum lýðræðisríkjum bæði fjall- að um það sem betur mætti fara auk þess sem fjallað er um góða stjórnhætti við kosningar. Meðal annarra vestrænna ríkja þar sem ÖSE hefur verið með kosningaeft- irlit eru Kanada, Írland, Frakk- land og Sviss. Ekki hefur áður verið kosninga- eftirlit á Íslandi, en mögulegar breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá er meðal þess sem vakti áhuga stofnunarinnar. - ss Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu: Skoðar komandi alþingiskosningar KOSNING Þetta er í fyrsta sinn sem ÖSE skoðar framkvæmd kosninga á Íslandi, en verið er að skoða kosningar í öllum aðildarríkjunum. DÓMSMÁL Lögmenn Íslandsbanka og Glitnis mótmæltu því í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær að Baugur Group fengi áframhald- andi greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Lögmennirnir töldu ekki skil- yrði fyrir að verða við beiðninni. Krafa þeirra felur í sér að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ragnar H. Hall, lögmaður Baugs Group, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til kröfu lög- manna Íslandsbanka og Glitnis. Munnlegur málflutningur verði um kröfuna næstkomandi mánu- dag. Von er á úrskurði dómara í málinu eftir viku í síðasta lagi. - bj Tekist á um greiðslustöðvun: Baugur Group fari í gjaldþrot Lögreglan nýtur trausts Lögreglan nýtur enn mikils trausts þó traust landsmanna á öðrum ríkisstofnunum dali. Í nýjum þjóðar- púlsi Gallup segjast 79 prósent aðspurðra treysta lögreglunni. Þetta er næstbesta útkoman hjá ríkisstofn- unum. Aðeins Háskóli Íslands nýtur meira trausts, hjá 80 prósentum aðspurðra. SKOÐANAKANNANIR Atvinnutækifæri í Manitoba Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra fundaði með Nancy Allan, atvinnu- og innflytjenda- málaráðherra Manitoba í Kanada í gær. Unnið var að því á fundinum að ljúka við samkomulag sem skapar atvinnutækifæri fyrir Íslendinga í Manitoba. Allan er stödd hér á landi í boði Ástu Ragnheiðar. FÉLAGSMÁL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.