Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 32

Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 32
 5. MARS 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Brie-ostar úr íslenskri geita- og sauðamjólk hafa verið framleiddir undanfarin ár hjá MS í Búðardal. Mjólkin var drýgð með kúa- mjólk þar til fyrir um ári þegar farið var að framleiða ostana úr hreinni geita- og sauða- mjólk. „Okkur finnst það meira ekta,“ segir Jó- hannes H. Hauksson, ostameistari í Búðardal. „Fram að þessu hefur framboðið af mjólkinni ekki verið mikið en geitamjólkin kemur nær eingöngu frá Jóhönnu á Háafelli. Sauðamjólk- in kemur víðar að, bæði að norðan og vestan. Við framleiðum því ekki mikið magn í einu en það hefur ekki verið vandamál að selja vör- una. Ostarnir þykja mjög góðir.“ Magnið í einu er það lítið að safna þarf mjólkinni í frost áður en fram- leiðsla getur hafist. Ostarnir eru síðan framleiddir eins og hefðbundnir brie- ostar. Jóhannes segir gæði íslenskra osta einstök. „Hráefnið er frábært. Við framleið- um eingöngu mygluosta hér í Búðar- dal og erum með tvær tegundir í sölu í Bandaríkjunum, Höfðingja og Dímon. Bandaríkjamennirnir smökk- uðu líka geitabrie-ostinn og spurðu strax hvað þeir gætu fengið mikið af honum, við værum ekki í vandræðum með að selja meira af þessari vöru.“ - rat Úrvals ostar úr íslenskri sauða- og geitamjólk Hjónin Kristján Oddsson og Dóra Ruf á Neðra-Hálsi í Kjós framleiða lífræna mjólk. Hún er síðan notuð í jógúrt, smjör, skyr og ís frá fyrirtæk- inu Biobú sem þau Kristján og Dóra stofnuðu árið 2002. „Þetta tók langan tíma því í upphafi var þetta aðeins hugsjón,“ segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra- Hálsi í Kjós, sem er einn fárra bænda á Íslandi sem stundar líf- rænan kúabúskap. Kristján hefur unnið við búskap frá unga aldri enda er hann fæddur og upp alinn á Neðra-Hálsi og rak búið ásamt föður sínum frá 1978 en tók alfarið við búrekstrinum árið 1982. „Þá var ég búinn að ná í kon- una mína en við erum mjög sam- stiga í áhuga okkar á lífrænni rækt- un,“ segir Kristján og tekur fram að Dóra kona hans sé frá Sviss þar sem lífræn ræktun var komin mikið lengra á veg en hér á landi fyrir þrjátíu árum. „Þar kynntist maður þessum sjónarmiðum og sú kunn- átta bakkaði okkur upp í að reyna þetta hér,“ segir Kristján. Þau hjón- in tóku sér langan tíma til að laga búreksturinn að lífrænu formi. „Við minnkuðum smám saman tilbú- inn áburð og vorum lengi að hugsa okkur í gegnum þetta enda er alltaf áhætta að breyta til,“ segir Kristj- án en til dæmis er hætta á að grasið á túnum hætti að spretta ef snögg- lega er hætt með tilbúinn áburð. „Þar sem við tókum þetta yfir svona langan tíma hefur umbreyt- ingin verið nokkuð átakalaus og kostunarlítil,“ segir Kristján en þau Dóra byrjuðu fyrst að rækta lífræn- ar gulrætur sem fóru á markað árið 1989. Þegar sett var á alþjóðlegt vottunarkerfi árið 1994 sóttu þau um og fengu síðan lífræna vottun á allan búreksturinn árið 1996. Um fjörutíu mjólkandi kýr eru á Neðra-Hálsi sem framleiða 150 þús- und lítra af mjólk á ári. Árið 1998 hóf Mjólkursamsalan framleiðslu á lífrænni mjólk frá Neðra-Hálsi en vildi ekki fara út í fleiri lífræn- ar afurðir. Úr varð að Kristján og Dóra ákváðu að stofna fyrirtækið Biobú árið 2002. „Við gerðum þá samning við MS um að kaupa þá líf- rænu mjólk sem ekki var notuð hjá þeim,“ útskýrir Kristján, sem hætti í grænmetisrækt um þetta leyti og einbeitti sér að mjólkurfram- leiðslu. Fyrst um sinn var framleidd jógúrt í Biobú en síðan hafa nokkrar vörutegundir bæst við á borð við gríska jógúrt, skyr og það nýjasta er líf- rænt smjör, mysuís og rjóma- ís sem koma á markað innan fárra vikna. Kristján segir reksturinn ganga ágætlega. „Kreppan sverf- ur vissulega að en við munum lifa hana af,“ segir hann glaðlega og bætir við að lífrænir bændur standi ágætlega að vígi miðað við aðra þar sem tilbúinn áburður hefur hækk- að mikið í verði. Inntur eftir því hvort þeim hafi ekki tekist að smita fleiri bænd- ur af hinum lífræna áhuga segir Kristján: „Menn eru almennt já- kvæðir en eitthvað stendur í þeim, þeir eru ekki tilbúnir að sleppa áburðinum.“ Hins vegar segir hann kreppuástandið örugglega verða til þess að menn skoði þessa hluti af meiri alvöru. - sg Hugsjón varð að veruleika Dóra og Kristján á Neðra-Hálsi í Kjós vitja um kýrnar sínar sem aðeins borða hey en ekki korn eða annan fóðurbæti. RÉTTABLAÐIÐ/GVA Lífrænt smjör og ís frá Biobúi eru væntanleg í verslanir á næstu vikum. Annars framleiðir Bióbú gríska jógúrt, skyr og sex bragðtegundir af jógúrt. 466 1016 www.ektafiskur.is frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  Gæðabakstur ehf. Álfabakka 12 | 109 Reykjavík | S: 545 7000 Veljum íslenskt Gæða kleinur Orku- kubbur gott í dagsins önn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.