Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Við fórum í flestar búðir í Smáralind og Kringlu en
fundum rétta kjólinn á endanum. Hann keyptum við í
Coast í Smáralind og ermarnar í Jane Norman,“ segir
Freyja Huld Hrólfsdóttir sem fermist næsta laugar-
dag í Lindakirkju.
Silfurlita skóna átti Freyja Huld hins vegar í hand-
raðanum. „Ég æfi samkvæmisdansa í Dansskóla Sig-
urðar Hákonarsonar og átti gamla silfurlita dansskó
sem mér og mömmu fannst passa vel við en það fund-
ust engir skór sem pössuðu á mig þar sem ég er með
svo litla fætur,“ segir hún og hlær. Skórnir fara vel
við silfurþræðina í kjólnum auk þess sem Freyja Huld
getur tekið léttan snúning í fermingarveislunni.
„Við vorum ekki beint að leita að þessum týpísku
fermingarfötum heldur bara einhverjum sígildum og
fallegum kjól sem ég gæti notað við fleiri tækifæri,“
segir Freyja Huld og nefnir sem dæmi um vinsæl
fermingarföt kjóla með belti, ermar og einfalda skó.
„Ég hef meira gaman af að skoða kjóla og klæðast
þeim eftir því sem ég eldist. Ætli ég sé ekki að breyt-
ast í aðeins meiri dömu núna, en áður fyrr var ég
meira bara í þægilegum fötum,“ segir hún hispurs-
laust en segist þó dags daglega yfirleitt klæðast galla-
buxum. „Í samkvæmisdönsunum er ég hins vegar í
fínum kjólum þegar ég keppi en annars í þægileg-
um fötum. Í kjölfarið fékk ég meiri áhuga á að skoða
kjóla. Svo fer ég líka á hestbak og þá er ég náttúrulega
bara í útreiðargallanum.“
Freyja Huld hlakkar vissulega til stóra dagsins og
viðurkennir að gaman sé að standa í undirbúningn-
um og láta allt snúast um sig í smátíma. „Ekki spillir
fyrir að fá fólk í heimsókn, bara út af mér, og ferm-
ingarfræðslan var líka skemmtileg. Þar sem ég ferm-
ist snemma var kennt mikið og hratt en ég lærði mikið
af þessu. Þó svo gjafirnar séu auðvitað spennandi þá
hlakka ég samt einna mest til að fá fólk í heimsókn,“
segir Freyja Huld einlæg.
hrefna@frettabladid.is
Flottasti kjóllinn til þessa
Fermingardagurinn markar tímamót í lífi hvers fermingarbarns, enda mikið tilstand og athygli sem bein-
ist að unglingnum. Freyja Huld Hrólfsdóttir hlakkar til stóra dagsins og hefur nú þegar valið kjólinn.
FIÐRILDI eru fallegt skraut sem nota má á ýmsan
hátt. Litrík fiðrildi eru tilvalin til að lífga upp á fermingar-
borðið og fermingarpakkana má líka vel skreyta með
smekklegum fiðrildum.
Freyja Huld viðurkennir
að líklega sé hún að
breytast í aðeins meiri
dömu með aldrinum og
segir fermingarkjólinn
vera þann flottasta í
fataskápnum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
bfo.is
Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf
SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360
bfo@bfo.is
BGS VOTTUÐ ÞJÓNU
STA
BGS
VOTTUÐ ÞJÓNUSTA
Þjónustuverkstæði fyrir
eftirtaldar bifreiðar
reynsla – þekking – góð þjónusta
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stigalyfta
Einföld lausn, auðveldar
ferðir milli hæða
• Þægileg í notkun
• Snúningssæti
• Fyrirferðarlítil og hljóðlát
• Sætið má fella að vegg
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
nÚ RÝMUM VIÐ FYRIR NÝJUM VÖRUM
50%afslátturaf völdum vörum
Hornsófar, tungusófar
sófasett, rúm,
borðstofusett ofl.
aðeins í eina viku
takmarkað magn
!""# $%
&!''(%#)*+
,
-. /00-#0*
,
-. Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Auglýsingasími
– Mest lesið