Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 22
22 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 24 Velta: 60 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
225 +1,57% 576 +1,66%
MESTA HÆKKUN
EIMSKIPAFÉLAGIÐ 33,33%
FØROYA BANKI 1,89%
MESTA LÆKKUN
ICELANDAIR -30%
MAREL FOOD SYS. -2,32%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,80 +0,00% ... Atlantic
Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 235,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,45 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +33,33% ... Føroya Banki 108,00 +1,89% ... Icelandair Group
7,00 -30,00% ... Marel Food Systems 46,40 -2,32% ... SPRON 1,90
+0,00% ... Össur 73,30 +0,00%
Núverandi kreppa á engan
sinn líka. Aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (AGS) segir
ólíklegt að vænta megi
uppsveiflu eftir að botnin-
um nái. Ný bráðabirgðaspá
sjóðsins er enn svartsýnni
en sú sem gefin var út í
byrjun árs.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)
telur líkur á að kreppan muni draga
alþjóðlegt efnahagslíf neðar á þessu
ári en reiknað var með í byrjun árs.
Samkvæmt nýjustu bráðabirgðaspá
sjóðsins er gert ráð fyrir samdrætti
upp á 0,6 prósent á árinu samanbor-
ið við væntingar um 0,5 prósenta
hagvöxt í byrjun árs.
Þetta er í samræmi við það
sem fram kom á fundi með Mark
Flanagan, yfirmanni sendinefnd-
ar AGS á Íslandi, á fundi hans hér
í síðustu viku. Þar kom fram að
samdráttur í hagkerfinu hér verði
allt að 10,5 prósent á árinu í stað
9,6 prósenta líkt og fyrri áætlanir
gerðu ráð fyrir.
AGS hafði áður gefið út að ólík-
legt væri að fyrri spá myndi halda
lengi. Fréttastofa Reuters vitnar
til þess í gær, að haft hafi verið
eftir Dominique Strauss-Kahn,
framkvæmdastjóra AGS, að efna-
hagsþrengingarnar nú megi kalla
kreppuna miklu.
John Lipsky, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri AGS, sagði á fundi
í Vínarborg í Austurríki í gær það
eiga að vera forgangsmál ríkis-
stjórna að tryggja stöðugleika á
fjármálamörkuðum og leggja út
björgunarpakka með þeim hætti að
þau dragi ekki úr styrki hins opin-
bera til að standa af sér utanaðkom-
andi áföll. Takist það ekki sé hætta
á að þau verði viðkvæmari en áður
gagnvart áhrifum fjármálakrepp-
unnar.
„Kreppan nú á engan sinn líka,“
sagði Lipsky og bætti við að aðstæð-
ur væru slíkar að ekki megi vænta
uppsveiflu eftir að botninum nái
líkt og eftir netbóluna á árabilinu
2003 til 2007.
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur
sjö stærstu iðnríkja heims dragist
að meðaltali saman um 3,2 prósent
á þessu ári. Til betri vegar horfi
á næsta ári en vonir standa til að
hagvöxtur verði þá jákvæður um
0,2 prósent. Bretland verður verst
úti af löndunum sjö en hætt er við
að hagvöxtur þar verði neikvæður
fram á þarnæsta ár.
Næsta spá AGS um horfur í
alþjóðlegu efnahagslífi verður birt
fyrir fund með Alþjóðabankanum
undir lok næsta mánaðar.
jab@markadurinn.is
FJÁRMÁLAKREPPAN RÆDD Í ÞAULA Dominique Strauss Kahn, framkvæmdastjóri
AGS, ásamt Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Jakaya
Mrisho Kikwete, forseta Tansaníu, á ráðstefnu um áhrif fjármálakreppunnar á Afríku, í
síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Horfur versna enn í
hagkerfum heimsins
SAMANBURÐUR Á SPÁM
UM HAGVÖXT Á ÁRINU*
Land / hagsvæði janúar ný spá
Alþjóðlegt hagkerfi 0,6% -0,5%
Bandaríkin -1,6% -2,6%
Kanada -1,2% -2,0%
Evrusvæðið -2,0% -3,2%
Bretland -2,8% -3,8%
Asía
Indland 6,25% 5,25%
Japan -2,6% -5,0%
Kína* 7,5% 6,5%
Víetnam 5,0% 4,75%
*Spá Alþjóðabankans
HEIMILD: ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN
Greining Íslandsbanka og IFS
Greining spá varfærinni lækkun
stýrivaxta í dag. Íslandsbanki 0,50
til 1,0 prósentustigs og IFS 1,50
prósentustigum.
„Verkefni Seðlabankans er nokk-
uð vandasamt þar sem vextir mega
ekki vera svo lágir að þeir veiki til-
trú en einnig er óæskilegt að stýri-
vextir séu svo háir að þeir valdi
efnahagslífinu verulegum skaða,“
segir í umfjöllun IFS Greiningar.
Greining Íslandsbanka telur for-
sendur komnar til vaxtalækkunar
enda er fátt sem haldi verðbólgu
uppi um þessar mundir. „Af mála-
flutningi sendinefndar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins sem var hér að
störfum í upphafi mánaðar er ekki
annað að skilja en að AGS muni
leggja blessun sína yfir þá ákvörð-
un að lækka vexti á morgun. Mark
Flanagan yfirmaður sendinefndar
sagði á blaðamannafundi í síðustu
viku að svigrúm hafi skapast til
hóflegrar vaxtalækkunar. Flanag-
an sagði þó einnig að ekki væri
útlit fyrir að hægt yrði að aflétta
höftum á gjaldeyrismarkaði fyrr
en síðar á þessu ári en þegar það
yrði gert yrðu vextir enn að vera
allháir. Þetta styður þá skoðun að
hóflega verður farið í vaxtalækk-
anir til að byrja með,“ segir í áliti
greiningardeildarinnar.
Skuggabankastjórn Markaðar-
ins mælir hins vegar með heldur
veglegri vaxtalækkun og bendir á
að hér hafi áður verið farið skarpt
í lækkunarferli stýrivaxta með
góðum árangri í kjölfar þjóðar-
sáttarsamninga á níunda áratugn-
um. Mælir hún með allt að 4,0 pró-
sentustiga lækkun. - óká
Lækkunarferli vaxta að hefjast
SVEIN HARALD ØYGARD Nýr seðlabankastjóri kynnir væntanlega í dag fyrstu ákvörðun
nýrrar peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. Almennt er búist við vaxta-
lækkun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Facebook fyrir ríkisbubba
Ef marka má umfjöllun Børsen í Danmörku eru
um 20 þúsund „svínslega ríkir“ einstaklingar
skráðir á samskiptavefinn Affluence.org, en
honum hefur verið lýst sem Facebook fyrir ríkis-
bubba. Þeir sem vilja fá að vera með á vefnum
verða að uppfylla eitt þriggja skilyrða, eiga eignir
upp á þrjár milljónir dala (nálægt 350 milljón-
um króna), hafa árstekjur upp á 300 þúsund
dali (tæplega 2,9 milljónir
króna á mánuði), eða
þekkja einhverja fimm sem
fyrir eru í klúbbnum og vilja
bjóða viðkomandi að vera
með. Þarna eiga svo svipað
þenkjandi einstaklingar að
geta átt í netsamskiptum án þess að „sauðsvart-
ur almúginn“ þvælist þar fyrir. Líkast til hafa svo
aðstandendur vefsvæðisins ætlað að hagnast
vel á að selja auglýsingar á vefinn sérsniðnar að
þessum efnamikla hópi.
Óheppileg tímasetning?
Affluence.org vefurinn var hins vegar stofnaður
í september í fyrra og má setja nokkur spurn-
ingarmerki við þá tímasetningu. Þetta er enda
rétt fyrir hrun Lehman Brothers og einhverjar
yfirgengilegustu hörmungar sem gengið hafa
yfir fjármálakerfi heimsins í manna minnum.
Aðstandendur síðunnar hafa því líkast til mátt
hafa sig alla við að fylgjast með því hvort þeir
sem skráðir eru í klúbbinn hafi
glatað svo miklu af virði sínu að
gera verði þá brottræka. Børsen
segir að aðstandendur vefsins
hafi ekki gefið upp neinar
tölur í þessum efnum, en
áætlar að brottfall kunni að
vera nálægt 30 prósentum.
Kannski er það tímanna tákn að í gær lá vefur
Affluence.org niðri, um leið og hrakspár birtust
um að efnahagssamdráttur heimsins kynni að
verða enn meiri en búist hefur verið við.
Peningaskápurinn ...
Óttar Pálsson hefur verið skipaður
forstjóri Straums-Burðaráss fjár-
festingabanka. Skipunin tók gildi
frá og með gærdeginum að því er
fram kom í tilkynningu bankans.
Óttar var áður yfir lögfræðisviði
bankans.
William Fall, fyrrverandi
forstjóri bankans, lét af störf-
um þegar Fjármálaeftirlitið tók
Straum yfir í byrjun síðustu viku,
vék stjórninni frá störfum og skip-
aði bankanum skilanefnd.
Innlán Straums færast til
Íslandsbanka gegn útgáfu skulda-
bréfs samkvæmt ákvörðun Fjár-
málaeftirlitsins. Eignarhaldsfélag
í eigu kröfuhafa verður stofnað um
það sem eftir stendur. - óká
Straumur fær
nýjan forstjóra
Skuldastaða þjóðarinnar erlend-
is verður lítillega jákvæð þegar
leiðrétt hefur verið fyrir erlendum
eignum og skuldum gömlu bank-
anna. Þetta kemur fram í umfjöll-
un Greiningar Íslandsbanka.
„Erlendar skuldir fara þá niður
í um tvöfalda landsframleiðslu
eða tæplega 3 þús. ma. kr. og eru
erlendu eignirnar aðeins meiri,“
segir í umfjöllun greiningardeild-
arinnar. Útreikningurinn er byggð-
ur á áætlun Seðlabankans, en hún
er sögð viðlíka og mat Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins á þessum
stærðum. „Rétt er að geta þess að
þar sem tölurnar miða við síðustu
áramót er væntanleg skuld vegna
Icesave og lánveitingar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins sem ekki hefur
enn verið greidd út ekki með í
þessum tölum.“
Án þess að leiðrétt sé fyrir skuld-
um bankanna, sem hverfa munu
smám saman á næstu misserum,
samhliða eignasölu og afskriftum
á skuldum, var hrein erlend staða
þjóðarbúsins neikvæð um 3.544
milljarða króna í lok síðasta árs.
- óká
Eignir meiri en skuldir
„Flest þróuð ríki í heiminum eru
með öfluga kauphöll. Við vorum
með þá stærstu sem hlutfall af
landsframleiðslu um mitt þar-
síðasta ár. Nú er hún sú minnsta
miðað við sam-
anburðarlönd-
in,“ segir Þórð-
ur Friðjónsson,
forstjóri Nas-
daq OMX Ice-
land, sem í dag-
legu tali nefnist
Kauphöllin.
Þórður var
með erindi um
markaðinn á
vegum Fjár-
málaréttarstofnunar í Háskólan-
um í Reykjavík í gær.
Þar kom fram að markaðsverð-
mæti skráðra fyrirtækja hér hafi
verið tæp 270 prósent af lands-
framleiðslu þegar gamla Úrvals-
vísitalan náði hámarki um mitt
ár 2007. Hlutfallið skrapp saman
eftir því sem tak fjármálakrepp-
unnar herptist og stóð í 150 pró-
sentum fyrir bankahrunið í fyrra.
Aðstæður hafa lítið batnað síðan
þá. Markaðsverðmæti skráðra
fyrirtækja nú er um 15 til 20 pró-
sent af landsframleiðslu og gerist
vart lægra.
„Hlutfallið hefur verið að lækka
víða um heim. Það var um 130 til
140 prósent af landsframleiðslu að
meðaltali erlendis þegar best lét
en er nú komið niður í 70 prósent
víða. Í Bandaríkjunum er það um
85 prósent,“ segir Þórður.
Hann áætlar að skuldabréfa-
markaðurinn taki við sér síðar
á þessu ári og markaður með
hlutabréf á því næsta. Áætlan-
ir eru í takt við hagvaxtarhorfur
ásamt ýmsum hvötum, svo sem
skattaafslætti fyrir fjárfesta og
skráningu hlutabréfa í evrur.
„Þótt við vonum að það verði
fyrr reikna ég ekki með að svo
verði fyrr en við sjáum fram úr
efnahagssortanum og náum betra
jafnvægi,“ segir Þórður. - jab
ÞÓRÐUR
FRIÐJÓNSSON
Kauphöllin breytist
úr risa í dverg
Fyrirtækið Fjármálalausnir ehf.,
sem Þórður Gíslason fer fyrir,
hefur fest kaup á NASDAQ OMX
Broker Services á Íslandi af OMX
Technology AB. Í tilkynningu
Kauphallarinnar kemur fram að
Þórður starfaði áður fyrr sem
framkvæmdastjóri fyrir tækisins
(sem þá hét Libra).
Fyrirtækjaráðgjöf Auðar Capi-
tal hf. annaðist söluferlið, en
kaupverð er ekki gefið upp.
„NASDAQ OMX Broker Serv-
ices á Íslandi sérhæfir sig í ráð-
gjöf og hugbúnaðargerð fyrir
fjármálafyrirtæki. Fyrirtækið er
í viðskiptum við yfir 20 fjármála-
fyrirtæki og stofnanir á Íslandi.
Helstu vörur fyrirtækisins eru
seldar undir Libra vörumerk-
inu og eru helstu vörur Libra
Securities, Libra Loan og Libra
Pension,“ segir í tilkynningunni
og staðhæft að eigendaskiptin
hafi engin áhrif á þjónustustig
fyrirtækisins. - óká
Nasdaq OMX Broker
Services á Íslandi selt
MARKAÐSVIRÐI SEM HLUTFALL AF
LANDSFRAMLEIÐSLU
Ba
nd
ar
ík
in
0
40
60
80
100
20 B
re
tla
nd
Fi
nn
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
D
an
m
ör
k
N
or
eg
ur
Ís
la
nd Ís
la
nd
á
rs
lo
k
20
10
85%
68% 66% 64%
44%
38%
20%
60%
HEIMILD: HAGSTOFAN, NASDAQ OMX NORDIC, OECD OG WORLD FEDERATION OF EXCHANGES